Í eldi eða ís?

Sumir segja að framundan sé tími heimsverðbólgunnar í kjölfar seðlaprentunar. Aðrir sjá öll merki þess að nú verði kreppan mesta og vitna þá í "kreppuna miklu". Þá eins og nú stukku hlutabréfavísitölur upp um 50% eftir 50% fall. Stærðfræðingar hafa bent á að algengt sé að markaðir nái aftur helmingi af stóru hrapi en ekkert tryggi framhaldið.

Munurinn á kreppunni miklu og skuldakreppunni 2008 er sá að seðlabankar hafa velflestir ausið peningum á helfrosinn markaðinn. Það ásamt miklum miðstýrðum hagvexti í Kína kann að koma málum af stað. Misgengi í verslun er enn til staðar og svo er það spurningin um eldinn. . .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Kreppan Mikla rénaði vegna þess, að komið var fótum undir FRAMLEIÐSLU og hert var á framkvæmdum, sem taldar voru nauðsynlegar og hefðu framleiðnisaukningu í för me´sér.  Hoover stíflan og fl.

Hér var ráðist í Háskólabyggingu og fl stórbyggingar og notða INNLENT vinnuafl því þá voru menn ekki í EES og ekki gerlegt, að flytja inn vinnuafl á lágum launum líkt og nú er mjög tíðkað í verktakabransanum.

Nú er þrengra um aukningu á framleiðslu, sem teljast neysluvörur, því búið er að loks allmörgum verksmiðjum í BNA og flytja til láglaunavæða líkt og gert hefur verið innan ESB.

Svo erum við að loka Áburðaverksmiðju okkar og nú er verið að kæra Sementsverksmiðjuna út af markaðinum.

EES hefur verið okkar helsi og eiturpilla undangegnin ár, með kærum og ,,fjórfrelsi"  sem er aðallega frelsi til að hafa af venjulegum brauðstriturum hérlendum og flytja inn vandamál svo sem augljót mætti vera hverjum sjáandi manni og hyrandi.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 20.10.2009 kl. 10:15

2 identicon

Því miður sér maður aðeins tvö senaríó.  Annars vegar getur hrun dollars, sem hefur hrunið meira en 16% síðan í mars gagnvart 7 helstu gjaldmiðlum, valdið frosti í alþjóðaviðskitpum og þ.a.l. verðhjöðnun, eða óðaverðbólgu.  Ef verðbólga mun eiga sér stað munu vextir fljótt hækka, og sýnist mér á helstu sérfræðingum að hlutabréfavísitölur muni fletjast út á nýju ári vegna þeirrar hækkunar.  Þá er skuldakreppa óhjákvæmilega með gríðarlegum niðurskurði og skattahækkunum í helstu innflutningsríkjum heimsins, sem þýðir annað rothögg fyrir útflutningsþjóðir og evrusvæðið.  Nú ber svo við að víðskiptahalli USA við útlönd er að minnka, neysla að minnka og útflutningur evrusvæðisins sömuleiðis.  Sama á við um Kína.  Þetta er allt á réttri leið til helvítis.

Verst er að stefnumörkun ríkisstjórnar okkar virðist miðast við það að allt sé að snúast við í rjúkandi efnahagsbata og við séum í þann veginn að fara taka þátt í gleðinni.  Eymdarleg fáfræði það!

Gunnar Kristinn Þórðarson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 13:12

3 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Fjórflokkurinn skammtar sér á hverju ári umtalsverðar fjárhæðir. Í ár er þessi "styrkur" uþb. 700 milljón króna. Á hverri klst. fær fjórflokkurinn 83.000 kr, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Fyrir hverja starfa stjórnmálaflokkar á Íslandi ? Fyrir þröngan sérhagsmuna klíku sem hefur innvinglað sig víða í þjóðfélaginu.

Höfum við Íslendingar efni á þessari vitleysu öllu lengur ?  Leggjum stjórnmálaflokkana niður á Íslandi. Það, hve ástand Íslands er orðið flókið, stafar af því að stjórnmálaflokkarnir krefjast stöðugt tryggingar fyrir því að almenningur ráðist ekki á samtryggingarkerfi stjórnmálaflokkanna. Því brenna eignir almennings upp, gjaldborg fjármagnseigenda var tryggð í boði fjórflokksins. Gerendur geta og vilja ekki borga skaðann, almenningur skal greiða fyrir sukkið, sama hvað það kostar, nema ef vera skyldi að fjórflokkurinn myndi missa völdin. Því er verkið ærið, leggja þarf fjórflokkinn að velli. Það verður gert með óeirðum og byltingu. Það er eina von almennings að hér verði stokkað upp og gefið á garðana af sanngirni. Stefnum á að það verði afgreitt fyrir árið 2010.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 22.10.2009 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband