2. fullveldisdagur eftir hrun

Fullveldinu er víða fagnað í dag. Lengi var fyrir því barist og það varð grunnur að mikilli uppbyggingu Íslands eftir langvinnt hnignunarskeið.

Fyrst var Þjóðveldið, svo fullveldið og svo lýðveldið Ísland. Nú er að fullveldisrétti okkar vegið með efnahagslegum þvingunum. Því miður er ekki sama samstaða og náðist í þorskastríðunum. Án samstöðu verður aldrei sigur í alþjóðlegum deilum. Allra síst þegar við erum einangruð. Icesave ríkisábyrgð er nú lofað af ríkisstjórn fyrir jól eins og sjá má á Bloomberg í morgunn. Með því að samþykkja ríkisábyrgð á þessum lánum verður ríkissjóður veikburða. Því miður hefur Ísland gengið allt of langt í að taka á sig þessar skuldbindingar.

Á sama tíma er unnið hratt í umsókn Íslands að ESB en innganga á að tryggja okkur velsæld. Ekki er að sjá hjá Spánverjum, Írum og Lettum að ESB bjargi þeim frá vesældinni. Það er næsta víst að þetta A-plan ríkisstjórnarinnar um inngöngu Ísland í ESB er dæmt til að misheppnast.

Það sorglega er að það er ekkert B-plan.

Hér er svo Morgunblaðið 1. des 1918:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pubId=58&lang=is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sjá þessa grein allt í einu kl. 21.20 að kvöldi 1.des er eitthvað bogið miðað við að hún er birt kl 11.07 að morgni til.... hjálp, annað hvort er ég orðin rugluð eða klukkan í tölvunni minni sé orðin sjálfstæð....

...eða er bloggið orðið svona sjálfstætt eins og svo oft áður... !!!!!

Viskan (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband