Verð á peningum lækkar hratt (í gulli mælt)

Nú er gullúnsan komin yfir 1212 USD. Gullverð er vísbending um væntingar um verðbólgu en stundum hefur gullið verið haldreipi í skelfingu. Þegar verð síðustu 20 ára er skoðað kemur í ljós að það hefur verið býsna stöðugt árin 1990 til 2005. Reyndar lækkar gullverð á árunum 1990-2000.

Það sem gerist frá 2007 til dagsins í dag er hins vegar hækkun um  100% á þremur árum. Síðast þegar gullverð hækkaði mikið var óðaverðbólga á Carter tímanum. Nú er nær engin verðbólga og því eðlilegt að spurt sé hvað veldur. 

Verð á gulli í íslenskum krónum hefur þó vaxið enn hraðar enda hefur gullverð hækkað úr 600 USD í 1200 á sama tíma og USD hefur hækkað úr 60 í 120. Verð á únsu hefur því farið úr 36 þúsund krónum í 144 þúsund á þremur árum. Þetta er 400% hækkun. 

Þessar breytingar gerast á sama tíma og fjölmargar eignir svo sem fasteignir, skuldabréf og hlutabréf hafa lækkað í verði. Verð á eign sem hefur fallið í verði um 50% í íslenskum krónum hefur því lækkað enn frekar í gulli talið.

Tökum dæmi: Maður kaupir lóð á 36 milljónir króna í upphafi árs 2007. Verðið á gulli er um 600 USD og dalurinn kostar um 60 krónur. Verðið er því um þúsund únsur. Ef lóðin er nú metin á 18 milljónir króna er verðmætið aðeins 1/8 talið í gullúnsum eða 125 únsur gulls. Nú er spurningin: Hvaða gjaldmiðill endurspeglar rauverulegt virði eignarinnar.  

Hér er svo graf sem sýnir þetta ágætlega mælt í USD -  (Oft segir mynt meira en 1000 orð.)

Gullverð síðustu 20 ára í USD


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband