postur.stjr.is -

Þegar starfsmenn stjórnarráðsins eru á ferðalagi er t.d. hægt að nota vefpóstinn á postur.stjr.is

Sú kenning að ekki sé unnt að senda eða fá tölvupóst vegna starfa þegar viðkomandi er á ferðalagi stenst því ekki skoðun. Einhver önnur ástæða hlýtur því að vera fyrir þessu.
Samskipti ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hljóta að skipta máli. Ekki síst þegar um er að ræða Icesave. Þau geta ekki verið einkamál.

Hér er svo slóðin með https sem tryggir öryggi starfsmanna stjórnarráðsins í notkun vefpósts með dulkóðun:

https://postur.stjr.is/portalr.nsf


mbl.is Ekki æskilegt að nota persónuleg netföng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ætli Indriði viti af þessu? Ætli hann viti líka að notkun einkanetfangs fyrir opinber samskipti er brot á lögum og reglum um skjalavörslu ríkisins. Þannig segir til dæmis í 22. grein upplýsingalaga „Stjórnvöldum er skylt að skrá mál, sem koma til meðferðar hjá þeim, á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg.“

Guðmundur Ásgeirsson, 7.12.2009 kl. 15:59

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Samkvæmt tölvupóstunum sjálfum var samhliða afrit tölvupóstanna sent bæði fjármálaráðherra Steingrími J og Svavari Gests sendiherra á þeirra stjórnsýslu póstföng, svo strax af þeirri ástæðu er útilokað að Indriði hafi notað annað netfang til að fela eitthvað frá skráningu. Afritin til annarra tryggðu þvert á móti margfalda skráningu.

Helgi Jóhann Hauksson, 7.12.2009 kl. 18:00

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég vinn hjá undirstofnun fjármálaráðuneytisins og ekki er mér leyfilegt að nota einkanetföng við að svara netpósti á vegum embættisins!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.12.2009 kl. 20:44

4 Smámynd: Björn Heiðdal

Þú ert ekki Indriði, kæri Guðbjörn.

Björn Heiðdal, 7.12.2009 kl. 23:31

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það var afskapleg ófaglegt af Indriða að nota einkapóstinn og það vekur einnig upp spurningar um öryggi í stjórnsýslunni. Eru fleiri svona kjánar í háum embættum hjá þessari vinstristjórn?

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.12.2009 kl. 23:55

6 Smámynd: Ferningur

Þetta er Lotus póstkerfi og vefpósturinn þar virkar mjög illa og í sumum tilfellum alls ekki í nýrri útgáfum af Internet Explorer. Þannig að ef Indriði er ekki þeim mun færari á fartölvuna sína þá getur verið að þessi vefpóstur virki ekki hjá honum. Skýringin stenst því fullkomlega. (Besta staðfestingin er raunar í tölvupóstinum sjálfum þar sem stendur einungis að hægt sé að ná í hann í @mac.com netfanginu næstu tvo daga. Það stendur ekki að Flangan eigi að svara póstinum á @mac.com netfangið.)

Þannig að samsæriskenningar um leynimakk eru og verða því miður úr lausu lofti gripnar. Það breytir því þó ekki að svona eiga menn ekki að gera og vona ég að stjórnaráðið fræði í framhaldinu starfsmenn sína um öryggi tölvupósts.

Ferningur, 8.12.2009 kl. 10:04

7 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Ferningur. Þá er bara að nota Firefox, Safari (sem er á öllum Mac vélum) nú eða Google Chrome. Svo eru menn með póst í síma (blackberry, iphone og fleiri.)

Lotus er með miklu öruggi og því er það valið af þeim stofnunum sem vilja öryggi í póstsendingum. Ef menn vilja nota gmail í stjórnsýslunni þá er eins gott að það liggi fyrir.

Stóra málið er þó innihaldið og mér sýnist að þar komi fram upplýsingar sem valdi því að stjórnarliðar hafi áttað sig á því að nú þurfi hægja á og hugsa málið betur.

Eyþór Laxdal Arnalds, 8.12.2009 kl. 10:38

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það má vera að Lotus Notes sé með marga "öryggis"fídusa, en einn af þeim eru bakdyr fyrir njósnastofnanir sem hægt er að nota til að skoða innihald á póstþjónum án vitundar eigenda þeirra. Þetta er ekki samsæriskenning heldur staðreynd, ég er kerfisfræðingur og veit hvað ég er að tala um. En ætli það hafi kannski verið þannig sem póstar Indriða láku? 

Guðmundur Ásgeirsson, 8.12.2009 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband