Sérstaða Íslands

Á Íslandi er öll raforkunotkun byggð á endurnýjanlegri orku. Sama er ekki að segja um eitt einasta þróað ríki sem stendur að loftslagsráðstefnunni í Köben. Markmið ESB þjóðanna hafa verið ýmist þau að draga úr losun á gróðurhúsaloftegundum eða þá að ná hlutfalli endurnýjanlegra orkugjafa upp í ákveðið hlutfall. Þetta hlutfall hefur stundum verið 20% á ákveðnum árum inn í framtíðina.

Stóriðja á Íslandi er umhverfisvæn þar sem hún byggir á endurnýjanlegri orku. Ef Ísland nýtir ekki orku sína er í raun (og praxis) vegið að markmiðum þeirra sem vilja auka hlutfall endurnýjanlegrar orku. Mannkynið mun áfram nota málma og orkufreka þjónustu á borð við gagnaver. Það sem ekki verður sett upp hér verður líklegast knúið af kolum.


mbl.is Ban Ki-moon hæfilega bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei nei kallinn minn gagnaver er alveg laust við allt það sem telst til mengunar. Gagnaver mynda bara lofttegundir sem innihalda Global Cooling. Þú skalt ekki reyna að segja umhverfisverndarsinnum annað.

kveðja

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 21:18

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Nýting jarðhitans er endurnýjanleg meðan ekki er gengið of hratt á jarðhitakerfin og ef þau eru sett á hvíldarheimili annað slagið. Nú stefnir hugur margra hins vegar til þess að nýta jarðhitaauðlindina heldur harkalega og þá fer að vera spurning um endurnýjaleikann til skemmri tíma, en auðvitað endurnýjast þetta á einhverjum árhundruðum, eða það skulum við a.m.k. vona.... Að einhverju verða afkomendur okkar að hafa að að hverfa til að standa undir óendanlegum og síendurnýjanlegum Icesave skuldbindingum næstu áratuganna....

Ómar Bjarki Smárason, 13.12.2009 kl. 22:43

3 Smámynd: Maelstrom

Rafn, gagnaver nota rafmagn.  Ef rafmagnið sem gagnaverin nota er framleitt með því að brenna kol þá er það ekki "umhverfisvænt".  Það er því til bóta, umhverfislega, að gagnaver séu á Íslandi frekar en annars staðar.

Ég hef fjórar spurningar:

  1. Hversu mikla orku þarf til að knýja allan bíla- og skipaflota Íslands (með rafmagni, þegar tæknin er tiltæk)?
  2. Er sú orka tiltæk nú þegar án nýrra virkjanna?
  3. Ef 2 er nei, er búið að taka frá raunhæfa virkjunarmöguleika til að uppfylla þörfina í spurningu 1?
  4. Ef 3 er nei, hvernig ætlum við að mæta þessari innlendu þörf ef allir raunhæfir virkjunarmöguleikar eru nýttir núna í stóriðju?

Maelstrom, 14.12.2009 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband