Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

"You ain´t seen nothing yet"

Einhver óheppilegasti frasi síðustu ára í pólítík hlýtur að teljast "You ain´t seen nothing yet". Margir muna eftir hátíðarræðu forsetans þegar hann lét þessi orð falla um íslensku útrásina.

Þá var tölvupóstur Össurar Skarphéðinssonar frægur þegar hann lýsti Baugsmönnum sem bandítum og klykkti svo út með sömu setningu.

Nú hefur Steingrímur J. Sigfússon bæst í hópinn þegar hann sagði þennan ágæta frasa á opnum fundi um skattamál í gærmorgun. Ég var í salnum og verð að segja það eins og er að ég var ekki að trúa eigin eyrum. Steingrímur hélt því fram að stórfelldar skattahækkanir sem nú hafa tekið gildi séu aðeins fyrsta skrefið; you aint seen nothing yet!

Ekki veit ég af hverju utanríkisráðherra, fjármálaráðherra og forsetinn hafa allir leitað í þess sömu setningu.


Evrópa vaknar

Alain Lipietz og Eva Joly voru með sterka og skýra framsetningu vegna Icesave. Þeim finnst augljóst að ríkið eigi ekki að axla byrðarnar og reyndar sagði Alain að Bretar og Hollendingar bæru í raun meiri lagalega ábyrgð á reikningunum en Ísland.

Þetta framlag er hluti af mikilli bylgju vakningar í Evrópu um raunverulega stöðu Íslands. Það er með ólíkindum að það hafi ekki gerst fyrr en nú árið 2010 löngu eftir hrun.

Ögmundur og Ólafur Ragnar eiga hrós skilið fyrir sitt framlag í því að knýja umræðuna fram.

Ég trúi ekki öðru en Íslendingar standi nú saman og svo verði fenginn sáttasemjari til að leysa þetta á sanngjörnum nótum.


Brown í vörn

Um tíma virtist Brown vera að bjarga öllu í Bretlandi og reyndar vildi hann líta á sig sem bjargvætt hagkerfa heimsins. Þetta var í október 2008. Þá var hætta á kerfishruni víðar en á Íslandi.

Eitt af örþrifaráðunum var að tryggja innistæður umfram það sem tryggt er með tilskipunum ESB.

Nú er Brown í vörn gagnvart pólítískum andstæðingum sínum sem aldrei fyrr. Ekki bara í Íhaldsflokknum heldur líka flokksfélögum sínum í Verkamannaflokknum.

Skuldasöfnun breska ríkisins er stór vandi. Icesave útborgunin er aðeins lítill hluti þeirra.

Forseti Íslands, Eva Joly og fleiri aðilar á borð við Vicki Woods eru ósammála sjónarmiðum Browns og Darling.
Það ber að þakka fyrir þá sem tala fyrir Íslands hönd.


mbl.is Telegraph: Engin ástæða til að Íslendingar greiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

No my lord

Lávarðurinn Hattersley lítur á Íslendinga sem undirmálsstofn enda séu Íslendingar komnir af þjófum eins og hann orðar það svo snyrtilega. Bretar eru margir komnir af aðalsmönnum og í því felast rök fyrir suma þeirra um að þeir séu þess vegna betri en aðrir menn.

Bretar voru umsvifamiklir á öldum áður og enn er hægt að virða fyrir sér dýrgripi hvaðan æva að úr heiminum t.d. í British Museum. Bretar hafa haft það fyrir reglu að skila þessum verðmætum ekki. Eitt dæmið er um Benin styttur sem eru aðeins til á ljósmyndum í þjóðminjasafni Nígeríu. Stjórnkerfi Benin var bælt niður og blóði úthellt. En sjálfsagt voru þar lávarðar á ferð en ekki ótíndir víkingar. 

Reynsla Hattersley af Íslendingum er einkum úr þorskastríðinu en þar voru Íslendingar frumkvöðlar í að færa út fiskveiði- og efnahagslögsögu sína. Frumkvæði þetta vakti mikla athygli enda fór svo að strandþjóðir um allan heim fylgdu á eftir. Fram að þeim tíma höfðu úthöfin verið án eftirlits og stórþjóðirnar veitt mikinn fisk jafnvel nálægt landi. Rányrkja vék fyrir fiskveiðistjórnun. Þorskastríðin snerust um það að Bretar vildu ekki viðurkenna rétt Íslendinga til að færa út lögsögu sína. Meirihluti þjóða heimsins stóðu með Íslandi og Hafréttarráðstefna Sameinuðu Þjóðanna útfærði þessi réttindi með Hafréttarsáttmálanum. Hattersley lávarður hlýtur að eiga sitthvað ótalað við þessar óprúttnu þjóðir sem hafa atkvæði hjá SÞ. Ætli þar séu ekki afkomendur sauðaþjófa?

Nei ég er hræddur um að lávarðurinn sé á villigötum. Hér segjum við hvorki Yes Minister eða Yes my lord. 

 


mbl.is Hinir þrjósku Íslendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engillinn Joly

Það er engu líkara en kapphlaup um svartsýni og dómsdagsspár sé að verða þjóðaríþrótt Íslendinga um þessar mundir.
Þótt Sigmundur Davíð hafi verið dreginn fram í Skaupinu sem sá sem fremstur sé í þeirri grein að mála skrattann er engu líkara en ríkisstjórnin sé að slá einhvers konar met.
Hótanir, aðvaranir og hrunaspár hafa farið yfir skynsamleg mörk og útkoman er sú að fólk er orðið hrætt.

Á erfiðum tímum þarf að telja kjark í fólk og á uppgangstímum er best að ganga hægt inn um gleðinnar dyr. Því miður virðist okkur þannig farið að á þenslutímanum var allt gott og við vorum "stórust". En nú þegar erfiðleikar eru þá er allt málað svörtum litum. Þessar öfgar eru ekki góðar.

Það er því þess ánægjulegra þegar einhver málsmetandi aðili rís upp fyrir okkur og telur í okkur kjarkinn. Eva Joly er slík kona enda á hún virðingu almennings nær óskipta.

Ég er ánægður með hvernig forsetinn hefur komið fram í erlendum fjölmiðlum og hefði mátt taka PR rispu fyrir Íslands hönd fyrr af hálfu ráðamanna. Betra er þó seint en aldrei og vonandi verður allt þetta sérstaka mál með þjóðaratkvæðagreiðsluna til þess að auka skilning erlendra aðila á stöðu Íslands. Fyrstu fyrirsagnir sýndu vel að raunveruleg afstaða Íslands hefur ekki verið kunn.


mbl.is Joly harðorð í garð Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Avatar er upplifun

Á dot.com tímanum var fengist við margt sem að framtíð snýr. Þrívíddarheimar spruttu upp þótt menn þyrftu að keyra þá á hægvirkum PC vélum þess tíma. Í dag er CCP með firnaflotta þrívíddarheima og svo er viðeigandi að fyrsti stórsmellurinn í 3D kvikmyndanna sé "Avatar". Sýndarmenni netheima hafa löngum verið kölluð "avatarar" bæði í 2D og 3D.

Ég gef Avatar bestu einkunn enda frábær leikstjóri sem hefur áður brotið blað í tækninotkun. Þrívídd hefur hingað til verið "gimmick" eða aukaáhrif tölvugerðra teiknimynda. Með Avatar er komin ný upplifun í bíóin. Ég held maður bíði með að sjá hana á DVD þar til 3D kemur heim í stofu.

p.s.

ég er ekki viss um að Bjarnfreðarson yrði neitt betri í 3D...


mbl.is Íslenskar myndir mest sóttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómsdegi aflýst

Það hefði verið skynsamlegt fyrir Breta að leita fyrr til ESB og vinna að lausn. Ekkert er minnst á dómsdag af hálfu breska fjármálaráðuneytisins.

Það er hins vegar sorglegt að sjá fréttaflutning af málinu þegar Íslendingar hafa nú þegar tekið á sig mun meiri skuldbindingar en (fyrri) lög gera ráð fyrir.

Nú finnst mér að ríkisstjórnin þurfi að stunda öflugt PR Íslandi til heilla.

Forsetinn fer hins vegar í sögubækurnar og er samkvæmur sjálfum sér.


mbl.is Bretar leita til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögin taka gildi

Það er sama hvort forsetinn staðfestir Icesave-lögin eða synjar þeim staðfestingar; lögin öðlast strax gildi.  

Bretar og Hollendingar geta því ekki haldið því fram að þau séu ekki í gildi eða hafi ekki verið samþykkt af Alþingi.

Reyndar er ekki hægt að halda öðru fram en að ríkisstjórnin hafi beitt sér allvel í að fá þau samþykkt á Alþingi. Synjun eða samþykki fullnustar lögin. Að minnsta kosti þangað til annað er ákveðið. . . 

26. grein stjórnarskrár Íslands: 

Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.


Skyldi Egill eiga kollgátuna?

Nú stefnir í að 50 þúsund Íslendingar skrifi opinberlega undir áskorun á forseta Íslands um að synja Icesave skuldaábyrgðinni. Það er svona eins og fimmtíu milljónir Bandaríkjamanna hefðu undirritað ef miðað er við mannfjölda. Hafi "þjóðviljinn" verið skýr um eitthvert mál þá er það um þetta ólánslán. 

Fordæmi forsetans benda skýrt til þess að honum sé ekki sætt á öðru en að vísa þeim til þjóðarinnar. Ríkisstjórnin getur með "góðri samvisku" sagt við Hollendinga og Breta að hún hafi komið lögunum í gegnum þingið.

Egill Helgason tekur það djúpt í árinni að segja að forsetinn hljóti að synja lögunum staðfestingar:

http://silfuregils.eyjan.is/2009/12/31/forseti-tekst-a-vid-icesave-og-arfleifdina/ 

Skyldi hann eiga kollgátuna? 


mbl.is Undirskriftir yfir 49.000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjörðu svo vel Ólafur Ragnar Grímsson...

Nú hefur Alþingi samþykkt einstaklega ömurlega skuldbindingu fyrir ríkissjóð og komandi kynslóðir. Skuldin sem nú er lögfest mun vafalaust bitna harðast á þeim sem minnst mega sín og minnsta ábyrgð bera á henni.

Nú er víst ríkisráðsfundur á morgun og án efa vill ríkisstjórnin fá staðfestingu forsetans fyrir áramót.
Ólafur Ragnar Grímsson er í vægast sagt sérstakri stöðu:

a) Hann sagði í kosningabaráttu sinni að hann myndi móta embættið með sínum hætti
b) Hann hefur einn forseta í lýðveldissögunni synjað lögum staðfestingar
c) Hann samþykkti fyrri lög um Iceasve ábyrgð með sérstakri áritun sem varðaði fyrirvarana

Ef samræmi er í embættisverkum Ólafs hlýtur hann að synja lögunum staðfestingar.

Já og svo hafa á fjórða tug þúsunda skorað á hann en það ku vera íslandsmet.


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband