Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Af "nýfrjálshyggju" síðustu 10 ára

Mikið hefur rætt um "nýfrjálshyggjuna" á Íslandi. Ókunnugir mættu ætla að hér væru skólagjöld há, heilsugæsla fyrir útvalda og lítið sem ekkert um vaxtabætur, tryggingarbætur, barnabætur og önnur félagsleg útgjöld. 

Til að skoða tölur er gott að lesa yfirlit fjármálaráðuneytisins frá því í febrúar þar sem útgjöld til velferðamála eru skoðuð frá 1999 til 2009. Þar kemur  fram að útgjöld til velferðarmála hafa aukist um 79% að raungildi á þessum tíu árum. Ekki er það allskostar í samræmi við meinta "nýfrjálshyggju". 

Mæli með að þú lesir þetta

 

 

 

http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/vefrit/Vefrit_fjarmalaraduneytisins_12._februar_2009.pdf


BNA hefur hag af veikum USD

a) Hann styrkir samkeppnisstöðu landssins
b) Meirihluti skulda ríkisins er í óverðtryggðum USD
c) Veikur USD = verðbólga

Ergo: BNA styrkir útflutning og minnkar skuldir með veikum USD

Undanfarið hefur prentun á USD verið meiri en dæmi eru um.
Einhvern veginn finnst mér holur hljómur vera í þessum fyrirheitum um sterkan dollar. . .


mbl.is Sterkan dollara og sveigjanlegt júan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varasamar skotgrafir

Árásir á heimili fólks og fréttir af sýruárás á Rannveigu Rist vekja upp spurningar á hvaða leið við séum sem samfélag.

Persónulegar árásir einkenna umræðu og skrif.

Á sama tíma er Ísland eina landið í Evrópu sem viðhefur gjaldeyrishöft og er engu líkara en einangrunin sé frekar að aukast á þeim 12 mánuðum sem liðin eru frá hruni bankanna. Það sem núna þarf eru nýsköpun starfa og opnun Íslands.

Allir áttu von á því að leitað yrði að blórabögglum eftir hrunið en skotgrafahernaðurinn er að fara langt með að koma okkur sem þjóð í langvarandi kreppu.

Iðnaðurinn á Íslandi er máttarstoð á krepputímum. Vaxtarbroddar byggðir á orkunotkun eru helsta von okkar á næstu árum. Það er sjálfsblekking ef menn halda að hér sé hægt að lifa á bankastarfssemi og opinberum störfum.

Ekkert er eins mikilvægt þjóðhagslega og gjaldeyrisskapandi störf. Reynum að forðast skotgrafir sem grafa undan framtíðinni. Stöðugleikasáttmálinn var viðleitni til að ná sáttum. Honum er núna ógnað og hann verður að verja. Hér gegna SA og ASÍ lykilhutverki ásamt ríki. Nú ríður á að sóknarfærin séu varin af aðilum vinnumarkaðarins og ríkið hlusti vel á.


Álögur á iðnað = útsæðið soðið

Það er sagt að það sé skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn. Jafnframt er það talið frekar slappur búskapur að sjóða útsæðið þó lítið sé til í kotinu. Ísland þarf fleiri störf ekki færri. Þess vegna er furðulegt að skoða fjárlagafrumvarpið þar sem nýir skattar eru kynntir til leiks. Og það engir smá skattar.

Það er í sjálfu sér rannsóknarefni hvernig sama fjármálaráðuneytið getur unnið að frumvarpi um nýja skatta á iðnað (orku, auðlinda, kolefnis) og á sama tíma reiknað með nýframkvæmdum og fjárfestingu.

Ég hélt að menn væru hættir að verða "ríkir í excel".


Fjármál sveitarfélaga

Í dag hefst fjármálaráðstefna sveitarfélaga en staða þeirra sumra er afar slæm. Reynar er staða sveitarfélaganna mjög mismunandi. Kreppan hefur ekki látið sveitarfélögin ósnert og hafa þau sem skuldsettust eru farið illa. Ríkið er ekki aflögufært til að hlaupa undir bagga og því blasir niðurskurður við.

Á ráðstefnunni verður fróðlegt að vita hver möguleg úrræði eru og hvort löggjafinn muni auka sveigjanleika sveitarfélaga. Mikið af útgjöldunum er bundið í lögum og samningum og því þarf að óbreyttu að ganga lengra í niðurskurði á þeim liðum sem óbundnir eru.

Á þessum tímapunkti er reyndar rétt að huga að því hver tilgangur sveitarfélaga sé og hvaða kjarnastarfssemi þurfi að verja. Á uppgangstímum fóru mörg sveitarfélög í hin ólíklegustu verkefni og í stað þess að greiða niður skuldir í góðæri jukust þær víða.

Loks verða sveitarfélög að standa vörð um atvinnusköpun ekki síst þegar ríkið leggur á hærri álögur og boðar jafnvel nýja skatta á ný atvinnutækifæri. Hér þurfa sveitarstjórnarmenn að gæta þess að nýsköpun verði ekki hindruð eða jafnvel stöðvuð. Nýsköpun atvinnu er stærsta velferðarmálið enda þarf störf til að greiða útsvar og skatt. Laun til að greiða velferðargjöld.


Plan B

Ögmundur Jónasson talaði um Plan B í Kastljósinu í kvöld.

Það fælist í að rísa upp gegn kúgun.

Mér lýst vel á það.


Nýir skattar drepa ný störf

Svíar, Þjóðverjar og Bandaríkjamenn glíma við samdrátt. Eitt helsta ráðið er fólgið í skattalækkunum til að örva atvinnulífið og fjölga þannig störfum. Þessu meðali beita þessar þjóðir og fleiri til.

Hér á Íslandi er verið að hækka skatta.

En hér ganga menn svo langt að talað hefur verið um nýja skatta á atvinnulífið. Skattar sem eiga að leggjast á sölu raforku líkt og áfengisgjald á áfengi og sykurskatturinn leggst á óáfenga drykki. Tilgangur slíkra skatta er að minnka neyslu.

Rafmagnsskattur á Íslandi er til þess fallinn að ný verkefni sem nú eru á teikniborðinu verði ekki að veruleika.
Slíkur skattur væri því í raun nýsköpunarskattur sem myndi draga úr nýjum störfum.

Helsti vonarneisti í uppbyggingu atvinnulífs fellst í orkufrekum iðnaði. Ekki bara álverum, heldur líka kísil, sólarkísil, gagnaverum og aflþynnuframleiðslu. Ný verkefni á öllum þessum sviðum eru á borðinu en geta líka öll fallið út af borðinu ef nýir skattar eru lagðir á.

Það er ekki bara upphæðirnar sem myndu valda tjóni heldur ekki síður þau neikvæðu skilaboð sem kæmu frá Íslandi.

Getur verið að Alþingi samþykki skatta á nýsköpun í atvinnulífi á sama tíma og mesta kreppa lýðveldistímans er í algleymi?


Fram og aftur blindgötuna?

Margt bendir til þess að við séum komin að krossgötum enda er fyrirsögn fréttar Bloomberg: "Iceland can´t wait for IMF"

Ekki er hægt að lesa skýra stefnu út úr viðtali við forsætisráðherra á Bloomerg en þó er ljóst að við erum á biðreit eða jafnvel á byrjunarreit.

Fróðlegt er að sjá hvernig forsætisráðherra kvíðir því að treysta á ríkisstjórnarflokkana í þinginu: 

“I would be concerned if parliament has to debate the Icesave matter again,” Sigurdardottir said. “Obviously, that would call for a majority with the coalition parties, as we can’t rely on the opposition.”

Þarna segir forsætisráðherra vera "concerned" (áhyggjufull) yfir því að þurfa að reiða sig á meirihluta ríkisstjórnarflokkanna. - Kannski er kominn tími á þjóðstjórn?


Fyrirheit félagsmálaráðherra

Árni Páll Árnason boðar lækkun afborgana á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar. Mikill þrýstingur hefur verið á stjórnvöld að beita sér fyrir leiðréttingu á þeirri miklu hækkun lána heimilana sem varð við efnahagshrunið. Árni Páll hefur áður sagt að ekki sé svigrúm fyrir leiðréttingu en boðar núna lækkun afborgana og afskrift síðar. Þetta vekur vonir hjá mjög mörgum.

Nú verður fróðlegt að sjá hvernig útfærslan verður á þessum fyrirætlunum.


Bubbi byggir

Einn vinsælasti barnaþáttur seinni tíma gengur út á "Bob the builder" eða "Bubbi byggir". Þátturinn er 10 ára gamall og hefur farið sigurför um sjónvarpsheiminn á sama tíma og byggingarkranar hafa verið áberandi. - Kannski er þetta ekki tilviljun.

---- 

Nú þegar talað er um hvernig við eigum að vinna okkur út kreppunni og byggja upp að nýju er vert að skoða áherslurnar. 

Í dag verið að byggja mjög veglegt og dýrt tónlistarhús og einhverja stærstu skólabyggingu í Evrópu í Öskjuhlíðina. Þá hefur umræða um byggingu hátæknisjúkrahúss verið endurvakin og er verðmiðinn áætlaður 50 milljarðar.

Sameiginlegt eiga þessar framkvæmdir allar að vera hvorki gjaldeyrisskapandi né arðsamar. Auðvitað er hægt að reikna sig upp í það að þær séu það í einhverjum skilningi en ekki þegar horft er til atvinnulífisins sem nú þarf að lifa við verðbólgu og háa vexti.

Á sama tíma er talað um nauðsynlegan niðurskurð til menntamála, menningarmála og til heilbrigðismála. Eitthvað finnst mér skorta á samhengið á milli þessara byggingarframkvæmda og rekstrargrundvöll þeirra. - Kannski hefur mér yfirsést eitthvað augljóst.  

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband