Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ekki er sopið vatnið þó í flöskuna sé komið...

Umhverfismálin eru ekki einföld jafna. Hreint vatn getur þótt mengandi ef umbúðirnar og flutningurinn vegur þungt.

Frægur er samanburður á Hummer jeppa og hybrid bíl sem gerð var í háskóla en þar voru borin saman heildarmengunáhrif beggja á líftímanum. Niðurstaðan var að hybrid bíllinn ylli meiri umhverfisspjöllum en það er einkum vegna rafgeymisins sem er mjög stór.

Þegar Gro Harlem Brundtland vann að stefnumörkun í orkumálum og umhverfismálum fyrir Sameinuðu Þjðirnar var ein af niðurstöðunum að kjarnorka ylli hvað minnstum spjöllum. (Þetta er ekki síst rökstutt í ljósi hnattrænnar hlýnunar).

Stóriðja á Íslandi er grænasti iðnaður sinnar tegundar í heiminum. Framlag Íslands til minnkunar á heildarlosun á CO2 er því helst fólgin í nýtingu orkuauðlinda hér enda ætti þá að minnka notkun á kolum annars staðar.

Ekkert er einfalt þegar kemur að þessum efnum. Ekki einu sinni "sykurskatturinn" sem á að stýra neyslu fólks frá sykurdrykkjum en það er önnur saga. . .


mbl.is Vatn á flöskum bannað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blað allra landsmanna

Morgunblaðið hefur löngum verið helsta blað á Íslandi. Það hefur notið trausts hjá meirihluta landsmanna og á ég ekki von á öðru en svo verði áfram. Ekkert blað hefur verið jafn opinn vettvangur fyrir ólíkar skoðanir með margar síður undir aðsendar greinar á hverjum degi auk lesendabréfa og launaðra pistlahöfunda. Þá hefur enginnn miðill náð eins miklum árangri á Netinu og Morgunblaðið með mbl.is og blog.mbl.is

Lýsing Davíðs Oddssonar ritstjóra um fjölmiðlun á vel við: „Blað gengur út á að koma gagnrýnisröddum að svo allir geti komist að eigin niðurstöðum þegar öll sjónarmið hafa fengið framgang,"

Er ekki rétt að gefa nýjum ritstjórum tækifæri á að sýna hvað í þeim býr?

Ég óska þeim farsældar í nýju starfi.


mbl.is Nýir ritstjórar til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er bara að gerast áskrifandi á ný...

...en undanfarið höfum við látið nægja að lesa Morgunblaðið á netinu á heimilinu. Mér sýnist nú á öllu að það verði áhugavert að fá Moggann á morgnanna á næstunni. Ég er búinn að hringja í 5691100 og fá pappírsáskrift.  Mæli með því.

Auðvitað er erfitt að reka blað í dag og það er örugglega erfitt að þurfa að fara í miklar uppsagnir. En það verður spennandi að fylgjast með umræðunni á næstunni og lítil hætta verður á lognmollu.


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattar sem stýritæki

Sykurskatturinn var rökstuddur sem neyslustýring enda myndu færri kaupa það sem væri skattlagt hærra. Þetta er rétt sjónarmið frá hagfræðilegu sjónarhorni.

Af sömu ástæðum er mikilvægt að nýjar atvinnugreinar fái samkeppnishæft umhverfi svo störfum verði fjölgað og gjaldeyrir verði til.

Ef skattar eru of háir þá gengur á forðann. Sumir segja það eins og að slátra mjólkurkúnni og aðrir nefna það að borða útsæðið. Þótt slíkt kunni að vera freistandi þegar illa árar er það ekki lausn út úr vandanum.

Það hljóta að vera vonbrigði að ekki verði að rannsóknum og vinnslu að svo stöddu. Menn hljóta að endurskoða skattlagninguna.


mbl.is Skattarnir afar íþyngjandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Selfoss í úrvalsdeild

Sigur Selfoss á Skagamönnum innsiglaði hið óumflýanlega: Selfoss keppir í úrvalsdeild karla næsta vor.
.
Þetta þýðir margt fyrir bæjarfélagið og samfélagið:
Afrekstakmark áratuga hefur náðst.
"Það er í tísku núna á Selfossi að ná árangri" (eins og Ingó orðaði það á slúttinu).
Heimaleikir verða aðdráttarafl þeirra sem eru í sumar- og heilsársbústöðum.
Selfoss fær frábæra kynningu á nafni sínu og styrk.
Og reyndar gekk vel í öllum aldurshópum og stelpurnar stóðu sig frábærlega

Þegar fátt er um góðar fréttir og fáar fréttir þykja jafnvel góðar er hressandi fyrir samfélagið hér við ána að fagna þessum árangri.

Til hamingju Selfoss.


Ferð til fjár?

Nú er búið að leggja inn umsókn inn í ESB og mikil vinna framundan að svara spurningum þess. Engu líkara er en að það sé keyrt á ESB sem heildarlausn Íslands og ekki sé neitt B-plan. Afar litlar líkur eru samt sem áður á að viðunandi samningar náist og innganga eigi sér stað. Á sama tíma er ástandið á Íslandi alvarlegt; atvinnuleysi mikið, verðbólga viðvarandi og skuldsetning gríðarleg.

Í þessari stöðu hefði ég talið nauðsynlegt að skoða leiðir sem ekki kunni að vera blindgata. 


mbl.is Fleiri andvígir en hlynntir ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Animal spirits -hjarðhegðunarheilkennið

Greiningardeildir og fjölmiðlar kepptust við að spá áframhaldandi hækkun hlutabréfaverðs og aukningu kaupmáttar. Þegar uppsveiflan var sem mest var bjartsýnin mest. Nú þegar kreppir að keppast sömu aðilar um að vera sem svartsýnastir.

Í raun er þörf fyrir alveg annars konar sýn: Varúð í uppgangi og bjarstýni í svartnættinu. 

Framtíðin er óljós og vel getur kreppan dýpkað ef skattar hækka og skuldir vaxa áfram í verðbólgu. Hitt er annað mál að okkur er sem þjóð í sjálfsvald sett hvort við reynum að vinna okkur út úr vandanum eða ekki. Ef fjárfesting er lítil og heimilin skuld- og skattsett er lítil von. En ef framleiðsla og framleiðni eykst höfum við alla burði í okkar gósenlandi til að reisa okkur við. 

Greiningardeildir og fjölmiðlar ættu að sýna meiri styrk í uppgangi og niðursveiflu og stjórnast ekki um of af hjarðhegðun. Animal spirits kallaði Keynes þessa tilhneigingu en hana má líka kalla extraordinary popular delusions and the madness of crowds. 


mbl.is Spá kreppu hér næstu árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sögulegur dagur fyrir Selfoss

Aðeins tvö ár eru síðan Selfoss fór upp um deild. Nú er draumurinn orðinn að veruleika og Selfoss búið að tryggja sig í úrvalsdeild. Liðið hefur verið einbeitt allt tímabilið en leikurinn í gær var einstaklega eftirminnilegur.

Jafntefli hefði dugað en í staðinn var þetta hörkuleikur. Afturelding skoraði fyrsta markið en Selfoss fór eldsnöggt með leikinn í 2:1. Síðan kom hvert snilldarskotið og markið þar til sigurinn var í höfn 6:1!

Til hamingju Selfoss.  


mbl.is Selfyssingar komnir í úrvalsdeildina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svei ykkur Bretar

Þetta er sama ríkisstjórnin og setti hryðjuverkalög á Ísland.


Þetta eru sömu menn og töldu Íslendinga bera siðferðislega skyldu til að greiða þeim stríðsskaðabætur vegna einkarekinna banka.
Sama ríkisstjórn og ábyrgist innistæður á stóru eyjum Bretlands en ábyrgjast ekki Guernsey og Isle of Man og sakar svo Ísland um að mismuna eftir staðsetningu útibúa banka. 

Þetta eru sömu ráðherrar og misbeittu AGS og ESB í að innheimta skuld sem íslenska ríkið bar ekki ábyrgð á.

Nú kemur í ljós að þeir hafa sleppt eina manninum sem var dæmdur fyrir Lockerbie fjöldamorðin til að tryggja stöðu breskra olíufyrirtækja.


Og að þeir reyndu að hylma yfir og segja ósatt.

Svei.

 


mbl.is Viðskiptahagsmunir höfðu áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart

Hafi verið "gjá milli þings og þjóðar" í fjölmiðlamálinu ógæfulega var hún enn stærri hér.
Ákvörðun forsetans að synja fjölmiðlalögunum var fordæmalaus.
Ég hafði enga trú á því að forsetinn myndi synja lögunum staðfestingar.
mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband