Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.2.2009 | 20:43
Og hvað svo?
Hörður Torfason og Jóhanna Sigurðardóttir hafa bæði tvö talið Davíð Oddsson standa í vegi fyrir því að hægt sé að ganga í endurreisnarstarf og uppbyggingu efnahagslífisins.
Með nýjum lögum um Seðlabankann er fyrirhugað að skipta út seðlabankastjórunum og ráða inn menn til bráðabirgða án auglýsingar. Ekki hljómar það neitt sérstaklega faglegt.
Fróðlegt verður að fylgjast með framfaramálunum í kjölfarið en viðbrögð ríkisstjórnarflokkanna við tillögum Framsóknar gefa ekki góð fyrirheit. Vonandi verður meiri samstaða en nú hefur verið um að bæta hag heimilanna og fyrirtækjanna í landinu. Að minnsta kosti verður ekki hægt að nota Seðlabankann sem afsökun mikið lengur.
![]() |
Seðlabankafrumvarp afgreitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.2.2009 | 00:10
Fundur með Bjarna Ben í Tryggvaskála
Í kvöld var fjölmennur opinn fundur í Tryggvaskála með Bjarna Benediktssyni formannsefni Sjálfstæðisflokksins. Fundurinn var mjög góður og óx Bjarni verulega í hugum fundarmanna. Bjarni hefur skýra sýn á stöðuna og leiðir út úr vandanum. Hann er ekki fastur í flokkslínum fortíðar en horfir frekar á lausnir. Sem dæmi var Bjarni spurður um hugmyndir framsóknarmanna um niðurfellingu lána. Bjarni tók vel í þær hugmyndir en vildi útfæra þær nánar. Hér er um stórt hagsmunamál að ræða. Rætt var um ESB þó það sé ekki lengur hitamál og fór Bjarni vel yfir þau sjónarmið. Verðtryggingin var líka rædd og sagði Bjarni rök vera á móti henni til lengri tíma litið og reyndar þyrfti að endurskoða gjaldmiðilsmálin í heild.
Vonandi verður kosningabaráttan sem framundan er í prófkjörum og kosningum málefnaleg.
23.2.2009 | 20:13
Þjóðnýting í Bandaríkjunum
Víða eru ríki að eignast stóran hlut í bönkunum. Nú er bandaríkjastjórn að kaupa 40% hlut í Citi bankanum og virðist mörgum sem þjóðnýting bandaríska bankakerfisins sé framundan.
Bílaiðnaðurinn er í raun gjaldþrota en ríkið er að koma að "björgun" iðnaðarins þrátt fyrir afar dökkar horfur framundan. Að mörgu leyti erum við að horfa á nýja heimsmynd þótt breytingarnar séu hægarin en hér á Íslandi þegar allt hrundi á örskotsstundu.
Þjóðnýting er uppgjöf markaðarins og nú þurfa menn að horfast í augu við nýjan veruleika.
23.2.2009 | 19:42
Forgangsröðun á Alþingi
Á meðan fyrirtækin og heimilin svíða er verið að karpa um starfsmenn Seðlabankans. Ég get ekki skilið hvernig starfsmannahald í Seðlabankanum og frumvarp um breytingar á bankanum sé á einhvern hátt að tefja fyrir aðgerðum í efnahagsmálum. Seðlabankinn ber sína ábyrgð en ríkisstjórnin gerir það ekki síður.
Reyndar var áhugavert að heyra hugmyndir framsóknarmanna um aðgerðir í efnahagsmálum í dag og væri betra að meiri áhersla væri á að ræða slíkar aðgerðir - ekki eru svo margir dagar eftir af þinginu...
![]() |
Lausn ekki fundin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.2.2009 | 21:04
Lífeyriskerfið og bankahrunið
Íslenska lífeyrissjóðakerfið hefur verið í allra fremstu röð enda eru flestar þjóðir með "gegnumstreymiskerfi" þar sem treyst er á yngri kynslóðirnar við að standa straum af lífeyriskostnaði. Ergo: Ekkert í sjóði.
Á Íslandi hefur þessu verið öfugt farið ekki síst á síðustu árum. Lífeyrissjóðirnir hafa átt miklar eignir í hlutabréfum og skuldabréfum á Íslandi. Þessar eigur hafa stórskaðast að undanförnu.
Litlu mátti samt muna að staða þeirra hefði versnað enn frekar en það var þegar lagt var hart að þeim að leggja litla 500 milljarða inn í viðskiptabankana sálugu. Þessar hugmyndir lágu til grundvallar "ráðherrabústaðsfundunum" í október.
Sem betur fer var bönkunum ekki lánað enda hefur komið í ljós að þúsundir milljarða skorti upp á efnahagsreikningana eins og þeir líta út núna.
Vonandi standast væntingar lífeyrissjóðanna um að þessi vikmörk haldi en þar sem eignirnar eru taldar í krónum er ljóst að tjónið í evrum eða dölum er verulegt þó ekki sé það tilgreint í þessari frétt sérstaklega.
![]() |
Lífeyrisréttindi óbreytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2009 | 19:29
Helgi Ívarsson
18.2.2009 | 18:47
Rétt ákvörðun hjá Steingrími
Burtséð frá skoðunum Steingríms J. Sigfússonar á hvalveiðum er þessi ákvörðun rétt. Ríkissjóður hefði getað orðið skaðabótaksyldur ef fyrri ákvörðun hefði verið hnekkt af Steingrími.
Fræg er reyndar mynd af Steingrími við hvalskurð.
![]() |
Kvalræði sjávarútvegsráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2009 | 00:00
Sveitarfélög svigna undan skuldaböggunum..
Skuldsetning sveitarfélaga hefur verið gríðarleg á síðustu árum og eru mörg hver orðin svo skuldsett að þau geta ekki ráðist í lágmarks framkvæmdir. Vextir af lánum eru þá orðinn stór útgjaldaliður og í sumum tilfellum er útlit fyrir tap af rekstri næstu árin að óbreyttu. Slíkt getur að lokum leitt til gjalþrots. Ríki og borgir hafa orðið gjaldþrota og nú í fjármálakreppunni er útlit fyrir að slíkt geti endurtekið sig. Skattstofnar minnka og lánamöguleikar hverfa.
Á endanum þurfa sveitarfélög að eyða ekki meiru en þau afla. Sú aðlögun kann að vera sársaukafull en betra er að fara fyrr í það en seinna eins og dæmið sannar hér um Kalíforníu en þar þarf að segja upp tugþúsundum starfsmanna og hækka skatta til að reyna að forðast gjaldþrot.
![]() |
Kalifornía nær gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2009 | 23:19
Sundhöll Selfoss
Kobbi Kútur er ennþá tákn fyrir Sundhöllina og fáir staðir eru jafn eftirsóttir á sumardögum og hún. Hugmyndir um endurbætur hafa frestast hjá meirihlutanum en á síðasta bæjarstjórnarfundi var tillaga um endurbætur á búningsklefunum. Í fljótu bragði hljómar þetta vel enda er búningsaðstaðan orðin lúin og þröngsetin. En þá á þannig í málinu að hér var átt við útibúningsklefa sem tillagan fjallaði um og þeir til bráðabirgða....Þröngt er í búi og miklar skuldir en fátt er dýrara en bráðabirgðalausnir. . .
Talandi um sundið þá var samstaða í Desember um að ókeypis yrði í sund fyrir börn en þá tillögu höfðum við D-lista fulltrúar komið með áður. Nú var samstaða um þessa tilhögun sem hefur mikið forvarnar, heilsu- og félagslegt gildi. Einfaldar aðgerðir eins og þessi geta gert mikið fyrir lítið fé - enda er laugin til staðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2009 | 17:25
Leiðirnar út úr vandanum
Mikið er rætt um vandann og orsakir hans. Það sem mestu máli skiptir samt er hvernig við vinnum okkur út úr vandanum. Hér skiptir miklu máli að við eyðum ekki um efni fram en jafnframt þarf að auka útflutning með öllum tiltækum ráðum. Við búum vel að vera fámenn þjóð á eyju sem hefur miklar náttúruauðlindir og eru þær góður grunnur. Þjóðin er á góðum aldri miðað við Evrópu-þjóðir og þrátt fyrir allt eru enn öflugir lífeyrissjóðir öfugt við gegnumstreymiskefi fjölmargra annara ríkja.
Íslendingar vinna langa vinnudag og er atvinnuþáttaka mjög mikil. Framleiðni er hins vegar frekar lítil og þar er klárlega sóknarfæri hvort sem um er að einkarekstur eða ríkisrekstur. Aukin framleiðsla og bætt framleiðni eru hluti jöfnunnar en meira þarf til. Skuldabyrði heimila og fyrirtækja er komin yfir þolmörk. Ekki er hægt að leysa þau vandamál með því að taka ný lán enda ættum við að vita sem er að lánavandamál verða ekki leyst með nýjum og nýjum lánum. Samt sem áður er það sú leið sem farin er víða um heim til að leysa bráðavandan. En hvað með skatta? Skattahækkanir hjálpa kannski ríkissjóði til skamms tíma en þar sem skuldir heimila og fyrirtækja eru svo miklar eru raunveruleg takmörk fyrir því hvað þau þola af auknum sköttum. Burðarklárinn þolir aðeins svo og svo mikið. Skuldastöðuna þarf því að taka fyrir sérstaklega af festu og með aðgerðum sem leysa vanda þeirra sem eiga rekstrargrundvöll.
Þrátt fyrir að þetta hafi verið rætt af ríkisstjórnunum hafa smá skref verið stigin. Þegar við búum svo við vextabyrði með 18% stýrivöxtum er flestum ljóst að nú þarf að stíga stærri og markvissari skref. Bankarnir eru sem vélarvana skip og á meðan er farmurinn að skemmast. Kosningarnar eru tækifæri til að við taki starfhæf ríkisstjórn með fullt umboð til að takast á við efnahagsvandann og atvinnuleysið. - Annað er ávísun á frekari áföll.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)