Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.3.2009 | 14:13
Seðlaprentun
Fyrst lækka vextir svo kaupa seðlabankar skuldabréf og síðan er farið í seðlaprentun. Aukið peningamagn í umferð á að auka flæði í hagkerfinu en getur óhjákvæmilega leitt til verðbólgu.
Á tímum þegar verðhjöðnun er helst í spilunum er bara tímaspursmál hvenær seðlabankar fara að prenta peninga.
Hér segir Bloomberg frá Bretum:
http://bloomberg.com/apps/news?pid=20601068&sid=aqYbzucRY73o&refer=home
Á Íslandi erum við reyndar á reit eitt með afar háa vexti en aukin útgáfa skuldabréfa ríkisins er framundan til að fjármagna hallann. Það að eiga eigin gjaldmiðil hjálpar Bretum - og Íslendingum - við það að auka peningamagn í eigin gjaldmiðli. Verðbólgan getur étið upp skuldir ríksins í flestum tilfellum en á Íslandi er meirihluti íslenskra skulda verðtryggð. Nú er að sjá hvernig nýja peningamálastefnunefndin leggur upp kapalinn...
1.3.2009 | 23:13
Enron - Ísland
Margir horfa sjálfsagt á heimildarmyndina um Enron sem sýnd er á RÚV. Þessa mynd sá ég á sínum tíma og nú hefur hún nýjar skýrskotanir; bankar um heim allan og svo Ísland.
Ágætur maður kallaði FL Group "FL-ENRON" - það þótti gróft á sínum tíma en þykir sjálfsagt ekki lengur. Stjórnendur Enron fóru í fangelsi en enn er óvíst hvort framin voru lögbrot hjá fjármála- og fjárfestingafélögunum. Engu að síður var hvoru tveggja byggt á sandi og hrundi hratt þegar á reyndi. Snillingar reyndust gamblerar.
Sagan af Enron er saga af hroka og græðgi. Sama má segja um íslenska "útrásarævintýrið". Þetta eru ekki ný sannindi heldur gömul og sígild þar sem dramb er falli næst.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.3.2009 | 13:03
Vaxtaokrið veldur atvinnuleysi
Það er merkilegt ef það kemur AGS á óvart hve atvinnuleysið vex hratt. Aðgangur að lánsfjármagni er meira og minna lokaður og himinháir vextir eru að jarða fyrirtæki og heimili. Á sama tíma og stýrivextir eru að fara nálægt núllinu í mörgum löndum eru vextir á Íslandi hæstir í Evrópu. Hér er á sama tíma efnahagshrun.
Rök fyrir háum vöxtum hafa verið verðbólgan og gengi krónunnar. Nú er verðbólgan sama og horfin auk þess sem gengisstýringar halda krónunni uppi eins og kútur. Fyrirtækin þola ekki 25% bankavexti sem eru algengir á sama tíma og verðhjöðnun á sér stað í margskonar þjónustu. Atvinnuleysið er fylgifiskur bankahrunsins en það magnast upp með háum vöxtum.
![]() |
Vextir fara að lækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2009 | 10:19
Tvíeggjað sverð hnattvæðingar
"Jörðin er flöt" var viðkvæðið þegar talað var sem mest fyrir kostum hnattvæðingarinnar eða "glóbaliseringarinnar" en bók Thomas L. Friedman the world is flat kom þessu hugtaki rækilega á kortið árið 2005.
"Jörðin er kúpt" var eðlilegt andsvar þegar á móti blés og á síðasta ári kom út bókin "the world is curved" eftir David M. Smick þar sem hann bendir á hætturnar við heims-hagkerfið sem nú hefur orðið til.
Heimsverslun er í eðli sínu góð út frá hagfræðilegu sjónarhorni þar sem ólíkar hliðar (eða víddir) á sama peningnum. Kostirnir og styrkleikarnir geta orðið gallar og veikleikar þegar á móti blæs þegar allir eru háðir öllum ekki síst þegar afleiður vegna framtíðarviðskipta eru farnar að vega þyngra en viðskiptin sjálf.
![]() |
Óttast áhrif bankakreppu í A-Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2009 | 23:22
Horft á langtímalausnir
Rektor hittir hér naglann á höfuðið enda þurfum við að horfa á lausnir og þá sérstaklega langtímalausnir. Þjóðfélagið er í miklum öldudal. Ekki bara peningalega, heldur bæði siðferðislega og hvað varðar vonir, væntingar og markmið. Ef við höfum ekki von höfum við lítið.
Það er ekki nokkur spurning að við verðum að komast til botns í öllu því sem miður fór og menn þurfa að axla ábyrgð vegna hrunsins. En það er ekki síður mikilvægt að við horfum á og sameinumst um langtímalausnir í samfélaginu bæði hvað varðar efnahagsmálin, peningamálin og svo lagaumhverfið allt. Já svo ekki sé minnst á siðferðið.
Mér finnst Kristín Ingólfsdóttir horfa fram á við með reisn og það er virðingarvert. Stjórnmálin þurfa að gera slíkt hið sama.
![]() |
Leiðir út úr vandanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2009 | 13:52
Vatnsskortur í Kalíforníu - skömmtun á vatni í kortunum
Eftir mikla þurrka síðust árin er komið að því að raunverulegur vatnsskortur er orðinn í Kalíforníu. Í gær fyrirskipaði ríkisstjórinn 20% minnkun á notkun en ef það stenst ekki er skömmtun í spilunum. Vatnskerfið er sagt anna 18 milljónum manna en nú nota yfir 25 milljónir vatn frá ríkinu sjálfu.
28.2.2009 | 11:49
Lítil endurnýjun hjá Samfylkingu
Nú stefnir í afar litla endurnýjun hjá Samfylkingunni í vor. Helmingur ráðherra Sjálfstæðisflokks í "Þingvallastjórninni" hafa ákveðið að kveðja stjórnmálin en öðru máli gegnir um Samfylkinguna.
Nýr formaður stýrir nú Framsóknarflokki og nýr formaður mun taka við stjórn Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi. - Samfylkingin mun að vísu fá nýjan varaformann.
Það "nýja" í framvarðarsveit Samfylkingar er að nú er teflt fram öðru "forsætisráðherraefni" í stað formannsins. Samfylkingin mun örugglega njóta vinsælda Jóhönnu Sigurðardóttur en hins vegar verður fróðlegt að heyra í kosningabaráttunni hvað Samfylkingin hefur að segja um t.d. endurnýjun, pólítíska ábyrgð og það að axla ábyrgð.
Margir áttu von á meiri breytingum eftir allt saman.
![]() |
Ingibjörg býður sig fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2009 | 16:14
Norskur starfsmaður ráðinn í starf Seðlabankastjóra
Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt. Embættismaður hver skal vinna eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni.
Látum það vera - en svo segir í fréttum RÚV:
"Nú ber svo við að bráðabirgðabankastjórinn var aðstoðarfjármálaráðherra fyrir Verkamannaflokkinn í Noregi í fjögur ár í byrjun 10. áratugarins en Verkamannaflokkurinn er systurflokkur Samfylkingarinar það er flokks Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra."
Ekki er langt síðan talað var um að seðlabankastjóri ætti ekki að vera fv. pólítíkus en hér er maður með pólítískan feril að baki að minnsta kosti fjögura ára langan.
Fróðlegt væri að skilja þetta ósamræmi betur. - Annars óska ég bráðabirgðabankastjóranum velfarnaðar og vona að hann fái að lækka vexti sem allra fyrst.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.2.2009 | 15:01
Bæjarmálin í forgang - framboðsfrestur til prófkjörs rennur út á morgun
Mikil umræða hefur verið um mögulega frambjóðendur til þings - ekki síst hér í Suðurkjördæmi. Fyrr í vikunni ákvað ég í samráði við mitt heimafólk að gefa ekki kost á mér í prófkjörinu 14. mars næstkomandi. Framundan eru sveitarstjórnakosningar á næsta ári og mikil þörf á endurnýjun í bæjarstjórn Árborgar.
Krafan um endurnýjun á þingi er viðvarandi og nú hafa margir fv. ráðherrar á borð við Björn Bjarnason, Sturlu Böðvarsson, Geir H. Haarde og nú Árna M. Mathiesen hafa dregið sig í hlé. Í Suðurkjördæmi eru nokkrir nýir frambjóðendur og svo fjórir sitjandi þingmenn sem gefa kost á sér þau Björk Guðjónsdóttir, Kjartan Ólafsson, Árni Johnsen og Ragnheiður Elín sem er úr kraganum.
Framboðsfrestur rennur út á hádegi á morgun...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.2.2009 | 21:13
http://www.recovery.gov
Bandaríkjastjórn er að takast á við mikla efnahagskrísu og hefur nú þegar fengið miklar heimildir til að koma fjármálakerfinu til hjálpar. Nú er verið að fara af stað með endurreisnarpakka upp á 838 milljarða bandaríkjadala sem felur í sér skattaívilnanir og fjárfestingar. Sambærilegur pakki væri rúmlega hundrað milljarða íslenskra króna miðað við þjóðartekjur.
Á vefsvæðinu www.recorvery.gov er svo ágætt yfirlit yfir skiptingu útgjalda, tímasetningar og svo árangur (þegar að því kemur). Nú þegar almenningur á von á aðgerðarpakka frá ríkinu á næstunni væri ekki úr vegi að hafa svipaða framsetningu svo venjulegt fólk geti skilið og fylgst með aðgerðunum. Þetta eru jú á endanum peningar úr sameiginlegum sjóðum landsmanna og mestu fjármagnað með skuldsetningu sem lengi mun standa.
Hér er dæmi um mynd af pakkanum og hvernig hann skiptist í grófum dráttum: