Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Dagur barnsins

Allir dagar eiga að vera dagar barnanna, en dagurinn í dag má vera góð og þörf áminning um að setja börnin okkar alltaf í fyrsta sæti.  Dagur barnins er haldinn í dag 25. maí og nú skín sólin á okkur.

Til hamingju með daginn!

Til hamingju með afmælið Una Ást. Nú munu allir muna daginn þinn, enda fyrsti reyklausi dagurinn á Íslandi. Takk fyrir allt það góða Ástin mín.


Þakkarvert

Það starf sem er unnið á vegum SÁÁ er afar verðmætt og langt frá því að vera sjálfsagt. Það að horfast í augu við áfengisvandann og taka á honum er þakkarvert. SÁÁ hefur hjálpað tugþúsundum Íslendinga og á engan er hallað þegar Þórarinn Tyrfingsson sé sérstaklega nefndur í því sambandi. Bakhjarlar SÁÁ hafa stutt samtökin og grasrót AA samtakanna hefur reynst sterk, en ekki má gleyma því að SÁÁ rekur heilbrigðisstofnun. Stjórnvöld fjárfesta vart í betri starfssemi en SÁÁ, enda margsannað hvað þau hafa skilað sterkari einstaklingum inn í samfélagið.

Það er þakkarvert að þetta samkomulag er í höfn. Árni Mathiesen og Siv Friðleifsdóttir eiga sérstakar þakkir skyldar eins og Ari Matthíasson framkvæmdastjóri hjá SÁÁ bendir á hér.


mbl.is Heilbrigðisráðuneytið framlengir þjónustusamning við SÁÁ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandræði á Framsóknarheimilinu

Það er kvennakvöld í karlakórshúsinu Ými í kvöld. Jónína Bjartmarz leiðir lista Framsóknarmanna í Reykjavík Suður og er fremst í flokki reykvískra framsóknarkvenna sem halda kvennakvöldið. Ekki byrjaði kvöldið þó vel hjá henni. Sjálfsagt verður um fátt annað rætt en tengsl hennar við konu sem hefur sama lögheimili og ráðherrann. Viðkomandi kona fékk íslenskan ríkisborgararétt með flýtimeðferð.

Sambærileg mál hafa reynst ráðherrum þung t.d. í Bretlandi. Nefni mál David Blunketts sem dæmi

Auðvitað getur þetta verið tilviljun ein en.....

  1. í gær var stjórnarformanni Landsvirkjunar sparkað og Páll Magnússon settur inn í staðinn.
    Siv Friðleifsdóttir neitar að tjá sig um þetta við fjölmiðla og málið er heitt.  
  2. Framsóknarflokkurinn mældist nú síðast með rúm 6% í Reykjavík Suður.

Þarf Framsókn ekki eitthvað annað en innanhúsvandræði til að rífa fylgið upp?


mbl.is Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband