Þakkarvert

Það starf sem er unnið á vegum SÁÁ er afar verðmætt og langt frá því að vera sjálfsagt. Það að horfast í augu við áfengisvandann og taka á honum er þakkarvert. SÁÁ hefur hjálpað tugþúsundum Íslendinga og á engan er hallað þegar Þórarinn Tyrfingsson sé sérstaklega nefndur í því sambandi. Bakhjarlar SÁÁ hafa stutt samtökin og grasrót AA samtakanna hefur reynst sterk, en ekki má gleyma því að SÁÁ rekur heilbrigðisstofnun. Stjórnvöld fjárfesta vart í betri starfssemi en SÁÁ, enda margsannað hvað þau hafa skilað sterkari einstaklingum inn í samfélagið.

Það er þakkarvert að þetta samkomulag er í höfn. Árni Mathiesen og Siv Friðleifsdóttir eiga sérstakar þakkir skyldar eins og Ari Matthíasson framkvæmdastjóri hjá SÁÁ bendir á hér.


mbl.is Heilbrigðisráðuneytið framlengir þjónustusamning við SÁÁ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér Eyþór varðandi allt sem þú segir um SÁÁ. Það sem mér finnst aftur á mótu löngu tímabært er að hætta þessu sem ég vil kalla reddingum á elleftu stundu. Það er óþolandi að þessi samtök skuli þurfa á hverju ári að semja um hvort hægt er að halda þeim gangandi eða hvort pakka þurfi saman. Það er löngu tímabært að þessi starfsemi fari annað hvort á föst fjárlög eða þá að þjónustusamningur sé gerður til lengri tíma til að hægt sé að þróa starfið og efla enn frekar á grunni framtíðarmarkmiða en ekki reddinga frá degi til dags.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 23:06

2 identicon

Það er líka athyglisvert að SÁÁ þurfi að berjast fyrir hverri krónu og á meðan sýnt árangur á heimsmælikvarða í starfi sínu meðan önnur meðferðarheimili hafa fengið nánast það sem þau vilja, þrátt fyrir átölur

Svo gildir þessi samningur til ársloka 2007. Hvað það þýðir það? Er þetta skammtíma úrræði fyrir SÁÁ? Á að semja aftur í haust og þá til lengri tíma? Eða er þetta stundarredding Framsóknar rétt fyrir kosningar?

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 04:04

3 Smámynd: Guðjón Sigurðsson

Það er gott mal að þessi samningur er kominn i höfn. Það starf sem SAA hefur unnið i þessum geira er til fyrirmyndar og það er a engann hallað þo að eg nefni Þorarinn Tyrfingsson enda er hann einn sa besti i heimi i þessum malaflokki, þetta heyrði eg talað um i Sviðþjoð. Eg hefði viljað samning til lengri tima svo að SAA hafi vinnu frið.

Guðjón Sigurðsson, 29.4.2007 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband