Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Góður Ari Trausti - "Á skal að ósi virkja"

Ari Trausti Guðmundsson er með fróðlega og skemmtilega þætti um vísindi. Þegar ég var lítill strákur fannst mér Nýjasta tækni og vísindi bera af öðrum þáttum og horfði á þá árum saman. Fyrst var Örnólfur Thorlacius með þá en svo tók Sigurð H. Richter við. Þættir Ara Trausta minna á gömlu þættina en eru þó með áherslu á íslensk vísindi og því er meiri vinna við þáttagerðina.

Í fyrsta þættinum var meðal annars fjallað um mögulegar virkjanir sem nota osmósu og þar var sýnt fram á möguleika á að nýta Ölfusárósa. Hugmyndin fellst í því að nota osmótíska krafta sem liggja í muni á saltmettun sjávar og árinnar. Samkvæmt rannsóknum er unnt að ná miklum fallþunga með því að virkja þrýstinginn. Þetta er dæmi um auðlind sem ekki hefur verið rannsökuð og getur því verið ein af duldum verðmætum Íslands.

Hugmyndafræðin hefur helst verið þróuð í Noregi og vil ég benda á ágæta grein Þorsteins I. Sigfússonar frá því í ársbyrjun 2008 sem ber heitið "Á skal að ósi virkja":

http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1183226


Mólíkúlin mynduð

Sagt er nú frá því að tekist hafi að mynda mólíkúl í fyrsta sinn. Myndin sem birt er af efni sem notað er í sólarsellum. Bilið á milli hverrar einingar er 1/1000000 af stærð sandkorns. 

Hér er myndin sem tekin er af vísindamönnum sem starfa fyrir IBM:  

molecule.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Til samanburðar er hér tölvulíkan af sama mólíkúli:

molecule2.jpg

 


Vatnsskortur á Indlandi?

Himalaya fjöllin vista vatnsforðabúr fyrir norðvestur Indland en þar er til dæmis að finna Nýju Delí. Vísbendingar eru um að alvarlegur vatnsskortur sé í pípunum á þessum slóðum.

Litlar breytingar hafa verið á rigningu en neðanjarðar eru að eiga sér stað breytingar á vatnsbirgðum sem notaðar eru af hundruðum milljóna manna. Landbúnaður tekur hér stærstan skerf.

Engar lausnir eru á þessu máli sem hefur verið hugsanlegt en er nú sannað með gervitunglamyndum NASA þar sem teknar hafa verið myndir yfir 6 ára tímabil.  

vatnsskortur


Ný vídd í jafnréttisumræðunni?

Fréttir af Thomas Beatie og konu hans hafa vakið athygli að undanförnu. 

Af hverju? 

Hann er ófrískur: 

 

http://www.timesonline.co.uk/tol/news/world/us_and_americas/article3628860.ece 

 

 

 


Joseph Stiglitz og verðbólgumarkmið seðlabanka

Í grein eftir nóbelsverðlaunahafann Stiglitz birtist í Fréttablaðinu í dag, en þar deilir hann í verðbólgumarkmið seðlabanka hemsins.

Eins og menn vita hefur Seðlabanki Íslands verðbólgumarkmið sem lögfest var af Alþingi. Sama á við um margar aðrar þjóðir.

Verðbólga hefur verið lítil síðustu árin í heiminum, en nú er að verða á því mikil breyting. Nú fyrst reynir á verðbólgumarkmið sem aðferð.

Stiglitz vill greina á milli verðbólgu eftir eðli hennar. Í dag er verðbólga helst vegna hækkunar á hrávörum sem margar hverjar eru nauðsynjar. Þeim verður seint stjórnað með stýrivöxtum.

Hvað segir íslenski seðlabankinn um þetta sjónarmið?


karlmennogkrabbamein.is

Gott og tímabært átak að vekja athygli á krabbameinum þeim sem leggjast á karlmenn. Krabbameinsfélagið hefur verið frumherji á heimsvísu í baráttunni við þögla óvininn og er ekki síst þakkarvert sem gert hefur verið í reykingavarnamálum og svo krabbameinum kvenna svo sem í brjóstum. Ég man vel þegar við Geir Þorsteinsson, Ari Matthíason og Andrés Magnússon vorum að berjast gegn reykingum í Hagaskóla. Það fól meðal annars í sér baráttu okkar við heimilisfólk sem reykti.

Við karlmenn erum ekki nógu duglegir að fara til læknis og förum oft of seint. Stundum viljum við vera "frískir og harðir" og "hörkum þetta af okkur". Staðreyndin er samt sú að það harkar enginn af sér krabbamein, en það getur skipt sköpum ef það finnst í tæka tíð.

Krabbamein í eistum og blöðruhálskirtli voru lengi vel feimnismál. Ég man vel eftir því þegar Andy Grove fv. forstjóri Intel braut þagnarmúrinn og lýsti baráttu sinni við krabba í blöðruhálskirtli. Það vakti marga til umhugsunar.

www.karlmennogkrabbamein.is er í anda gömlu reykingarverkefna fyrri ára. Fræðandi og skemmtilegt um leið.

Tökum vel undir með þessum þarfa boðskap.


Rise of the robots?

Terminator myndirnar sýndu ófagra framtíðarsýn. Þó ekki séu enn komnir holdteknir vélhermenn á borð við "Tortímandann" eru komnar sjálfvirkar vígvélar sem geta stjórnað sér sjálfar og elt menn uppi til drápa:

http://www.breitbart.tv/html/50644.html

Ef svona vélar verða áberandi í herjum framtíðar vakna ýmsar spurningar um siðferði og ábyrgð.

Er þetta það sem koma skal?


Gróðurhúsaloftegundir og áhrif þeirra

Heimildarmyndir um hlýnun jarðar spretta nú upp víða. Fræg mynd Al Gore um "inconvenient truth" vann meira að segja Óskarinn. Tímanna tákn. Heimildarmynd sú sem Rúv sýndi í kvöld var af öðrum meiði. Þar var á nokkuð sannfærandi hátt sýnt fram á að hlýnun jarðar sé ekki af völdum CO2 heldur sólarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta er sagt, en myndin gerði þessu góð skil.

Umræðan um orsök og afleiðingu mun sjálfsagt verða vaxandi á næstu árum, enda um fátt meira talað en orku og hlýnun jarðar.

Gróðurhúsalofttegundir eru staðreynd, en hversu mikil áhrif þær hafa á hlýnun jarðar er enn umdeilt. Best er samt að láta jörðina njóta vafans.


Enn hækkar olían

Hráolían hækkaði hressilega á síðustu dögum og nálgast nú 70 dali. Samkvæmt Bloomberg telja flestir greininingaraðilar að þetta muni halda áfram á næstu dögum. Ísland er orkuland, þó ekki sé það (ennþá) olíuríki. Hitaveita og raforkuvinnsla úr endurnýjanlegum orkugjöfum setur okkur í tvennskonar sérstöðu: Ísland er minna háð olíuhækkunum en flest önnur ríki hvað varðar útgjöld og svo hitt að við erum "grænni" en öll önnur ríki sem við miðum okkur við.

Samningar vegna raforkusölu fara hækkandi, bæði hér á landi og erlendis. Oft er um langtímasamninga að ræða og þegar þeir losna hækkar verðið á ný. Þetta veldur því að breytingar á raforkuverði eru hægfara og ætla má að veruleg undirliggjandi verðhækkun sé því innbyggð í heimsmarkað á raforkuverði.

BP spáir því að aðeins 40 ár séu í að olían sé uppurin. Reyndar er það svo að BP hefur spáð þessu áður fyrir áratugum síðan og þá voru það líka 40 ár. Spádómar sem þessir eru kannski ekki yfir gagnrýni hafnir, en eitt eru menn sammála um og það er að olían verður sífellt dýrari í vinnslu. Menn þurfa að kafa dýpra í setlög á hafsbotni, vinna úr þurrausnum olíulindum og jafnvel vinna olíu úr sandi og bergi. Slík vinnsla kostar meira sem aftur skilar sér beint til neytenda.

Verður bensínlítrinn kominn í 200 kall á næstu árum?


Ísinn á Suðurskautinu - "nýjar myndir" frá 2005

Það kann að hljóma annannalega að tala um nýjar myndir, en þessar gervihnattamyndir eru tveggja ára gamlar og sýna bráðnun á Suðurheimskautinu - Antartíku - á nokkrum stöðum. Suðurheimsskautið geymir gríðarlegan vatnsforða og er svæðið sem er merkt á myndinni stærra en Kalífornía. Hér er svo grein um málið frá því í gær.

antartica

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband