Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Lífið eftir vinnu

Maðurinn var einu sinni án sjónvarps, Internets, ipoda og bóka. En hann var ekki laus við kynhvöt. Kannski lærum við talsvert um sjálf okkur með því að skoða hvernig forfeður okkar voru. Leikföngin eru orðin þróaðari en hvatirnar hafa ekki breyst. Sennilegast erum við enn steinaldarfólk að mörgu leyti, þó minni tími gefist til getnaðaræfinga en þá. Fjölskylduformið er sífellt að breytast og nú er kjarnafjölskyldan frekar á undanhaldi í vestrænu samfélagi. Einsetubúseta eykst, bæði meðal fólks á besta aldri sem og hjá öldruðum.

Það er fróðlegt að heyra af kynlífsleikföngum frá steinöld. Úr hverju voru þau? Kannski er steindaldareðlið enn ríkt í okkur öllum.

Eða er klámiðnaðurinn kannski leifar af steinaldarstigi?


mbl.is Steinaldarmenn lifðu fjörugu kynlífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfir 40 stig í sumar í Englandi?

Fréttir af heitasta aprílmánuði í 3 aldir vekja athygli víða, en undanfarið hafa garðstjórar hennar hátignar unnið að endurskipulagningu almenningsgarða vegna hlýnunnar. Telja menn að hitabeltisplöntur verði settar niður í stað kulsæknari trjágróðurs. Hitinn er um þessar mundir yfir 20 gráður og er varað við skokki síðdegis í sumar. Sumir spá hita yfir 40 stig. Sumarið 2003 er talið hafa valdið yfir 30 þúsund dauðsföllum í Evrópu.

Hér er sýn BBC á málið almennt: http://www.bbc.co.uk/climate/


grillað í garðinum

Ég man þá tíð þegar jörð var freðin út maí á Íslandi og er þó ekki háaldraður. Mér sýnist veður vera að þróast á Íslandi í átt við það sem það var í Bretlandi á árum áður: blautt en hvorki kalt né heitt.

Svo er bara að sjá hvort þessi þróun heldur áfram í takt við spálíkönin eða hvort þetta sé tímabundin sveifla.


Axel Hall leiðréttir rangfærslur um skattamál

Talsvert hefur verið rætt um skattleysismörk og skatta að undanförnu. Samkvæmt könnun Gallup er yfir 70% þjóðarinnar á því að tekjuskattur sé of hár á Íslandi. Sumir hafa haldið því fram að skattar hafi hækkað að undanförnu einkum á lágtekjufólk. Heitar umræður hafa verið um málið og oftar en ekki byggðar á öðru en staðreyndum. Það er því kærkomið að fá tvær greinar frá fræðimanni um þessi mál en þær hafa báðar birst í Fréttablaðinu.

Axel Hall aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík skrifaði grein fyrir viku síðan um skattleysismörk á Íslandi og bar þau saman við Norðurlöndin.

Þótt skattleysismörk séu góð aðferð til að lækka skatta, eru þau í raun sérstakt skattþrep. Norðurlandaþjóðirnar fara hins vegar þá leið að hafa enn fleiri skattþrep eins og við Íslendingar gerður reyndar á árum áður.

En hvernig er samanburðurinn við Norðurlöndin gagnvart lágtekjufólki?

Því er vel svarað í grein Axels sem birtist í morgun á visir.is og hægt er að lesa hér. Þar er byggt á tölum OECD og er Ísland að koma vel út í þeim samanburði.

Í greininni segir meðal annars: "Skemmst er frá því að segja að Ísland er með talsvert lægri skattbyrði í þessum tekjuhópum en hin Norðurlöndin jafnvel þó tekið sé tillit til barnabóta og annarra millifærslna."

Mæli með greinunum báðum fyrir þá sem vilja skoða málið í raun.  


Þriðja spurningin viktar þungt - gerir útkomuna marktækari

Það er þekkt staðreynd úr könnunum á Íslandi að fylgi við Sjálfstæðisflokkinn er ívið meira mælt en þegar talið er úr kjörkössunum. Til að minnka þessa skekkju er mikilvægt að spyrja óákveðna dýpri spurninga. Þetta gerir Capacent Gallup með tveimur spurningum.

Sú fyrri aukapurningin er fólgin í að spyrja viðkomandi hvað hann eða hún telji líklegt þó óákveðin(n) sé. Þriðja spurningin er svo spurð ef ekkert er gefið upp líklegt og er hún um hvort viðkomandi telji sig hallast að Sjálfstæðisflokknum eða öðrum. Tölfræðilega er þetta rökrétt framhald, enda er vafafylgi oftar að skiptast milli hinna framboðanna, auk þess sem það er góð mengjafræði að taka frá stærsta mengið og aðgreina það í svona flokkun. Þetta gefur spyrjandanum tækifæri á að taka eldri módel þar sem fylgi hinna framboðanna er notað sem skapalón á það sem ekki fer til Sjálfstæðisflokks. Þannig sést betur til botns, en þegar óákveðnir eru margir skiptir þetta mjög miklu máli til að fá réttari mælingu.

Þessi aðferðarfræði er því marktækari en ella og má því ætla að Sjálfstæðisflokkurinn sé í stórsókn í Reykjavík. Í síðustu kosningum átti flokkurinn annan fyrsta þingmanninn, en nú er þessu öðru vísi farið. Flokkurinn er með yfirburðafylgi í borginni á ný.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig þingmanni í Reykjavík suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kolviður mætir

Gott framtak að stofna kolefnisjöfnunarsjóðinn Kolvið. Nú geta allir Íslendingar lagt sitt af mörkum til að jafna kolefnisáhrif sín með því að efla skógrækt til jafnvægis við kolefnislosun.

Vefsíða Kolviðs opnar eftir mánuð, en Kaupþing er þegar farið af stað og búið að "kolefnisjafna" sig. Guðfinna Bjarnadóttir er formaður stjórnar og er sagt að upphaflegu hugmyndina sé að rekja til tónleika Fræbblanna árið 2003 í samvinnu við Landvernd og Skógræktarfélag Ísland. Góðir fræbblar.

Þetta framtak er dæmi um hvað hægt er að gera jákvætt með því að virkja frumkvæði einstaklinga, stofnanna og fyrirtækja. Í stað þess að einblína á ráðstefnur um gróðurhúsaáhrifin er strax unnt að virkja áhuga fólks til góðra verka. Skattar eru ekki eina lausnin þegar kemur að því að móta hegðun fólks. Þessi leið er til fyrirmyndar og á eftir að vekja athygli víða.

 


Sjaldséðir hvítir hrafnar og...svartir svanir

Eitt útbreiddasta fríblað landsins er Bændablaðið, en það kemur út í 16.300 eintökum hundrað sinnum á ári. Vefur blaðsins www.bbl.is er lifandi og skemmtilegur og í dag er til dæmis frétt um býflugnadauðann sem bloggað var um hér í fyrradag og svo birtar myndir af svörtum svani sem hefur gert sig heimakominn í Mývatnssveit.

Sjaldséðir svartir svanir.

svartur-svanur


Farsímar að drepa býflugurnar?

Albert Einstein sagði eitt sinn að ef býflugurnar hyrfu hefði mannkynið fjögur ár ólifuð. Hvers vegna? Jú vegna þess að býflugur Apis mellifera eru nauðsynlegar við frjóvgun fjölmargra plantna.

"If the bee disappeared off the surface of the globe then man would only have four years of life left. No more bees, no more pollination, no more plants, no more animals, no more man." 

Að undanförnu hefur borið á því í Bandaríkjunum og eitthvað í Evrópu að býflugur yfirgefi bú sín og skilji drottninguna eina eftir. Í Pennsylvaníu hefur einn býflugnabóndi misst 992 bú af 1.000 án viðhlýtandi skýringa. Í nágrenni London hefur einn býflugnabóndi misst 23 af 40 búum án þess að menn hafi skýringar á því. Nú hefur rannsókn í Landau háskólanum í Þýskalandi gefið til kynna að samhengi geti verið milli notkun farsíma og þess að býflugur hverfi frá búum sínum. Frá þessu er sagt í Independent í dag. Meira þarf að skoða málið til að sannreyna eða afsanna þessa tilgátu, en hún hefur vakið athygli, enda skelfilegt ef satt reynist. Aðrar kenningar eru uppi um brotthvarf býflugnanna eins og á tilgátuvefnum truth.org en farsímatilgátan er óvæntust.
bees5

Líkleglegast er þó að lífið haldi áfram, en þessi frétt minnir okkur á hvað margar minnstu lífverurnar eru okkur mikilvægar.   

 


19,6°C á Neskaupstað - vísbending um hlýnun jarðar?

Það er heitt á Íslandi þessa dagana, sérstaklega á austfjörðum. Þessi mikli hiti er óvanalegur og er spurning hvort að þetta sé tilviljun ein, eða enn ein staðfestingin á hlýnun jarðar? Egilsstaðir eru að mælast svipað og Vínarborg, en talsvert heitar en Montreal, New York og Helsinki. Meira að segja Barcelona er kaldari en Egilsstaðir. Í dag mældust hæst 19,6°C á Neskaupstað, en 19,4 víðar á austfjörðum.  Hátt í 20°C á Celsíus telst sumarhiti á Fróni og enn er vetur á almanakinu....

Hvernig verður vorið?


Valgerður sér tækifæri í hlýnun jarðar

"Bráðnun heimskautaíssins gæti skapað gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga" sagði Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra á ráðstefnu um nýjar siglingaleiðir sem haldin var í dag á Akureyri. Ísland gæti verið með risastóra uppskipunarhöfn sem sinnti heimsskautasiglingum árið um kring annað hvort á Akureyri, Reyðarfirði eða Hvalfirði.

á köldum

Hlýnun jarðar: Ógnir og tækifæri


Hlýnun jarðar: Sólinni að kenna?

Flestir eru sammála um að jörðin sé að hlýna. Gróðurhúsaáhrifin efast fæstir um, en Habibullo Abdussamatov yfirmaður geimrannsókna í St. Pétursborg telur þau hafa lítil áhrif. Þetta kom fram á vef National Geographic. Í staðinn skellir hann skuldinni á sólina sem hefur verið að hitna eilítið síðustu ár. Nú er það svo að sólin er misheit og gengur í 11 ára sveiflum sem gerir mælingar erfiðari. Rannsóknir á hita sólarinnar með gervitunglum eru rétt þrítugar svo við höfum ekki áræðanlegar tölur aftar en svo. Á þessum tíma hefur sólin verið að hitna um 0.05% á áratug, sem er ekki mikið í sjálfu sér, en ef þetta hefur verið í gangi í 100 ár, getur þetta haft veruleg áhrif. Orka sólarinnar er svo gríðarleg að dagsveifla sólarinnar getur verið á við heilsársorkunotkun mannkyns. Sólblettir hafa áhrif á hita jarðar, enda um miklar náttúruhamfarir að ræða. Habibullo Abdussamatov gengur svo langt að spá fyrir um kólnun á næstu 50 árum.

Það sem gerir þessa tilgátu forvitnilega er sú staðreynd að hlýnun á sér stað víðar í sólkerfinu en á jörðinni. Mars hefur hitnað síðustu ár, sömuleiðis tungl Neptúnusar og svo hafa miklir stormar geisað á Júpíter. Meira að segja Plútó sem er fjarst og minnst gömlu reikistjarnanna hefur hitnað á síðustu árum.
Hvað eiga Plútó, Jörðin, Mars og Tríton sameiginlegt? Jú allt tilheyrir þetta sólkerfinu og hefur hitnað undanfarið. Bílar og kolabrennslur eru aðeins á Jörðinni. Maðurinn hefur ekkert með hitnun á öðrum stöðum og því þarf að leita að samnefnaranum sem "ku" vera sólin.

Sannfærandi? Kannski. En flestir vísindamenn eru þó á öndverðum meiði og telja þetta röð tilviljanna sem eigi sér aðrar skýringar.

sun nasa                      Sólin x3

NB: Kannski er vert að hafa það í huga að Rússland flytur út verulegt magn af olíu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband