Færsluflokkur: Vísindi og fræði
17.3.2007 | 17:49
Magnaðar myndir
Engin tvö snjókorn eru alveg eins þegar grannt er skoðað. Hér eru nokkuð magnaðar myndir af snjókristölum eins og falla í dag í milljarðatali á suðurlandi.
Bókin Critical Mass sem er fjallað um hér að neðan tekur dæmi um snjókorn. Þau myndast við ákveðið hitastig, en minnstu breytur hafa áhrif á hvernig þau þróast. Eins og fólkið.
Nokkar gamlar myndir af snjókornum
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.3.2007 | 20:00
Suðurströndin á haf út
Ég hef fengið mikil viðbrögð við myndum úr gervitungli NASA sem ég birti hér á blogginu á mánudag en þær eru frá árinu 2002. Brúnn sandfláki liggur tugi kílómetra á haf út. Einhverjar efasemdar raddir hafa heyrst um að þetta geti verið í raun og veru. Myndir NASA hafa ítrekað sýnt þetta ástand. Hér að neðan er ein ansi skýr frá 2004 sem sýnir þetta ansi vel:
Vísindi og fræði | Breytt 16.3.2007 kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
12.3.2007 | 21:07
Landið fýkur burt...
12.3.2007 | 09:56
Á húsnæði heima í neysluvísitölunni?
Neysluvísitalan lækkaði minna en flestir vonuðu. Tvennt virðist valda; minni lækkanir en ætla mætti á vissum sviðum og svo hitt að húsnæðisverð hefur ennþá talsverð áhrif til hækkunar. En á húsnæði heima í neysluvísitölunni? Sumir segja svo, en staðreyndin er sú að við erum með talsverða sérstöðu hvað þetta varðar á Íslandi. Reyndar er það svo að húsnæðiskostnaður er metinn inn í verðbólgutölur víða, en með æði misjöfnum hætti. Þess vegna er húsnæðiskostnaði og húsnæðisverði sleppt í alþjóðlegum samanburði.
Í Bandaríkjunum er húsnæðisverð undandskilið, öfugt við Ísland, en þetta graf sýnir ansi vel hvaða áhrif húsnæðisverð gæti haft ef það væri tekið með í reikninginn:
Matvara hefur lækkað en veitingar síður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.3.2007 | 15:47
Stærsti þjóðgarður í Evrópu verður að veruleika
Vert er að geta þess að stórir þjóðgarðar urðu fyrst til hjá Teddy Roosevelt, en hann gerði 930 þúsund ferkílómetra landsvæði að þjóðgörðum í forsetatíð sinni. Teddy var 26. forseti Bandaríkjanna. Hann var hægrisinnaður Rebúblíkani og náttúruverndarsinni.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.3.2007 | 11:36
CO2 - virkjum þekkinguna
Íslendingar geta verið í fararbroddi við að minnka útblástur CO2 og annara gróðurhúsalofttegunda.
Þetta graf sýnir aukningu CO2 í andrúmsloftinu (rauða súlan) og fylgni við brennslu olíu og kola. Draumurinn um "vetnissamfélagið" getur ræst á Íslandi, ekki síst ef við náum að gera flotann út með vetni. Fallvötnin og háhitinn nýtast þá beint í að minnka okkar útblástur enn frekar.
Við erum nefninlega svo heppin að framleiða raforku úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Þökkum fyrir það.
Við ættum að styðja við bakið á "orku-útrás" þar sem íslenskt hugvit, reynsla og þekking í orkugeiranum nái að margfaldast.
Blair segir gríðarlegar breytingar í vændum í loftslagsmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.3.2007 | 14:49
Vatnið: Undirstaða lífs
Þetta eru magnaðar fréttir um "Haf undir jarðskorpunni". - Við vitum svo lítið um jörðina, það sannast enn og aftur. "Hafið" sem um ræðir er þó ekki þess eðlis sem við erum vön að kalla "haf" því vatnsmagnið er um 0,1%, enda erum við að tala um 1500 km undir jarðskorpunni!
Í raun er vatnið fast í bergi.
En meira um vatnið....
Fyrir nokkrum árum fannst svo vatn á Mars (frosið). Svo núna nýlega hefur vatn og jarðhiti fundist á einu af Tunglum Satúrnusar Enceladus (þvermál um 500km) og telja menn að hægt sé að sjá vatnsmyndun í nýlegum sprungum vegna hitans:
Sjá líka http://www.astrobio.net/news/article1698.html
Fundu vísbendingar um stórt haf undir Austur-Asíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)