CO2 - virkjum þekkinguna

Top: Increasing atmospheric CO2 levels as measured in the atmosphere and ice cores.  Bottom: The amount of net carbon increase in the atmosphere, compared to carbon emissions from burning fossil fuel.

Íslendingar geta verið í fararbroddi við að minnka útblástur CO2 og annara gróðurhúsalofttegunda.
Þetta graf sýnir aukningu CO2 í andrúmsloftinu (rauða súlan) og fylgni við brennslu olíu og kola. Draumurinn um "vetnissamfélagið" getur ræst á Íslandi, ekki síst ef við náum að gera flotann út með vetni. Fallvötnin og háhitinn nýtast þá beint í að minnka okkar útblástur enn frekar.
Við erum nefninlega svo heppin að framleiða raforku úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Þökkum fyrir það.

Við ættum að styðja við bakið á "orku-útrás" þar sem íslenskt hugvit, reynsla og þekking í orkugeiranum nái að margfaldast.

Virkjum þekkinguna. Carbon dioxide


mbl.is Blair segir „gríðarlegar“ breytingar í vændum í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Er ekki einhver leið að virkja og græða á svifrikinu?

Hlynur Jón Michelsen, 10.3.2007 kl. 10:17

2 Smámynd: Gunnlaugur Þór Briem

Ekki veit ég um vetnissamfélagið sem lausn, en mæl þú manna heilastur þegar þú hvetur til hugsunar um kolefnisvandann.

Ég birti smá hugleiðingu um efra grafið hér --- bæði gagnrýni og málsvörn.

Gunnlaugur Þór Briem, 10.3.2007 kl. 13:39

3 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Þakka athugasemdina Gunnlaugur. Vetnissamfélagið er enn aðeins draumur, en ef hann er einhvers staðar fær ætti það að vera á Íslandi. Grafið á síðunni þinni segir enn meira en það sem ég var með.

Eyþór Laxdal Arnalds, 10.3.2007 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband