Kalt kaffi

Eitthvað hefur kólnað uppáhellingin hjá Kaffibandalaginu sem farið var í fyrir Framsókn. Nú er það berlega komið í ljós að eini tilgangur stjórnarandstöðunnar var að reyna að koma klofningi af stað. Auðvitað eru kosningar framundan, en það er samt óþarfi að nota stjórnarskránna í kosningabaráttu - til þess er hún ekki gerð.

Það að setja hugtakið þjóðareign í stjórnarskránna er viðkvæmt mál, enda alveg ljóst að það má ekki misnota slíkt hugtak svo það gangi gegn eignarrétti manna. Þjóðnýting má aldrei lesast úr þessu ákvæði. Með ákvæðinu er verið að ná fram sátt, en ekki að stofna til ófriðar.

Stjórnarandstaðan kallar eftir skýringum. Þær munu koma fram í eðlilegu ferli í þinginu. Það er gott að Jón Sigurðsson hefur séð rétta andlit kaffibandalagsins.


mbl.is Stjórnarandstaðan vill útskýringar á stjórnarskrárfrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Kaffibandalagið er eins og kaffið á Aktu Taktu. Ótrúlega vont!

Hlynur Jón Michelsen, 10.3.2007 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband