Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
14.2.2010 | 23:43
Viðskiptalífið vill standa utan ESB
Viðskiptaráð stendur fyrir metnaðarfullu Viðskiptaþingi nú á miðvikudaginn kemur. Samhliða þinginu kemur út skýrsla um viðhorf viðskiptalífsins til helstu áhrifaþátta. Spurt var meðal annars um úrræði banka, gjaldmiðil, ESB aðild og skatta.
Samkvæmt frétt Viðskiptaráðs um helstu niðurstöður kemur fram að:
"Tæplega 60% forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja telja hagsmunum íslensks viðskiptalífs betur borgið utan Evrópusambandsins. Þó viðhorf séu skipt eftir atvinnugreinum, þá taldi einungis 31% aðspurðra að íslensku viðskiptalífi væri betur borgið innan ESB."
Lengi hefur því verið haldið fram að atvinnulífið vilji ESB. Í skjóli þeirrar alhæfingar hefur verið skotið fast á Sjálfstæðisflokkinn. Nú þegar kreppir að í heiminum sjá menn hvernig veikum hlekkjum í ESB keðjunni reiðir af. Það er kannski þess vegna sem þessi könnun er svona afgerandi.
http://www.vi.is/um-vi/frettir/nr/994/
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.12.2009 | 11:20
Verð á peningum lækkar hratt (í gulli mælt)
Nú er gullúnsan komin yfir 1212 USD. Gullverð er vísbending um væntingar um verðbólgu en stundum hefur gullið verið haldreipi í skelfingu. Þegar verð síðustu 20 ára er skoðað kemur í ljós að það hefur verið býsna stöðugt árin 1990 til 2005. Reyndar lækkar gullverð á árunum 1990-2000.
Það sem gerist frá 2007 til dagsins í dag er hins vegar hækkun um 100% á þremur árum. Síðast þegar gullverð hækkaði mikið var óðaverðbólga á Carter tímanum. Nú er nær engin verðbólga og því eðlilegt að spurt sé hvað veldur.
Verð á gulli í íslenskum krónum hefur þó vaxið enn hraðar enda hefur gullverð hækkað úr 600 USD í 1200 á sama tíma og USD hefur hækkað úr 60 í 120. Verð á únsu hefur því farið úr 36 þúsund krónum í 144 þúsund á þremur árum. Þetta er 400% hækkun.
Þessar breytingar gerast á sama tíma og fjölmargar eignir svo sem fasteignir, skuldabréf og hlutabréf hafa lækkað í verði. Verð á eign sem hefur fallið í verði um 50% í íslenskum krónum hefur því lækkað enn frekar í gulli talið.
Tökum dæmi: Maður kaupir lóð á 36 milljónir króna í upphafi árs 2007. Verðið á gulli er um 600 USD og dalurinn kostar um 60 krónur. Verðið er því um þúsund únsur. Ef lóðin er nú metin á 18 milljónir króna er verðmætið aðeins 1/8 talið í gullúnsum eða 125 únsur gulls. Nú er spurningin: Hvaða gjaldmiðill endurspeglar rauverulegt virði eignarinnar.
Hér er svo graf sem sýnir þetta ágætlega mælt í USD - (Oft segir mynt meira en 1000 orð.)
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2008 | 17:35
ESB er eitt - gjaldmiðill er annað
Ályktun fundarins í gær er í takt við þá umræðu sem fer vaxandi. Of lengi hefur ESB verið gert að ígildi gjaldmiðilsskipta en innganga í ríkjasamband ESB er annað mál en upptaka gjaldmiðils. Í þeirri fjármála- og gjaldeyriskreppu sem við göngum nú í gegn um er eðililegt að margir láti hugfallast og horfi því til ESB sem "patent-lausnar". Ályktun fundarins gengur út að gjaldmiðilsskipti séu skoðuð sérstaklega og yfirvegað.
Hér er ályktunin í heild:
Fundur fulltrúaráðs Árborgar og sjálfstæðisfélagsins Óðins á Selfossi skorar á stjórnvöld að kanna til hlítar þann kost að taka einhliða upp annan gjaldmiðil í stað krónunnar. Ef niðurstaða slíkrar skoðunnar þykir jákvæð fyrir íslenskt efnahagslíf, heimili og fyrirtæki, verði ráðist í gjaldmiðlabreytingu svo fljótt sem verða má. Upptaka annars gjaldmiðils svo sem dollars eða evru væri hér til skoðunar burtséð frá hugleiðingum um inngöngu í ESB enda sanna nýleg dæmi að einhliða upptaka þarf ekki að vera háð slíkri inngöngu.
Einhliða upptaka gjaldmiðils | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2008 | 23:11
Einhliða upptaka annars gjaldmiðils
Hugmyndir um að taka upp annan gjaldmiðil í stað krónunnar hafa fengið aukinn hljómgrunn síðustu daga. Tafir á láni IMF hefur virkað illa á fólk enda er þrálátur orðrómur um að Bretar hafi fengið stuðning ESB við að tefja lánið. Illt er ef satt reynist.
Þá hafa menn bent á að upptaka evru geti farið fram einhliða með uppkaupum á íslenskum krónum. Þetta hefur verið gert hjá mörgum smáríkjum. Í kvöld voru hagfræðingarnir Geir Zoega og Ólafur Ísleifsson og voru þeir báðir á því að evran væri til mikillla bóta en voru með efasemdir um evru án ESB ekki síst þar sem ESB gæti mislíkað þetta. Ekki er gott ef ESB reynist helsti Þrándur í Götu evrunnar á Íslandi.
Þá er spurningin um aðra gjaldmiðla. VG hafa viljað norska krónu en fyrir utan frændsemi Norðmanna má segja að þar sé auðlindaþjóð í nágrenni okkar og því rök fyrir því að taka upp þennan gjaldmiðil. Gallinn er hins vegar sá að norska krónan er lítil og við þá orðin ansi nátengd og háð norska hagkerfinu.
Þá er það svissneski frankinn og bandaríkjadalurinn. Báðar myntirnar eru virtar en ég þekki ekki hvernig myndi ganga að taka upp CHF. Hitt er annað mál að USD hefur verið notuð víða sem mynt án þess að ríki séu skyldug til að ganga í USA.
Þessi umræða er góð og vonandi verður hún gagnleg. Áhættan við krónuflotið er mikil. En ekki er síður uggvænlegt að finna hve lánveitingar til okkar Íslendinga ganga hægt. Við erum komin með lánsloforð frá Norðmönnum, Færeyingum og Pólverjum fyrir 1 milljarði USD. Ef ég man rétt voru skuldir Exista um 8 milljarðar USD um síðustu áramót. Það er því þörf á góðum hugmyndum.
Góð ráð eru dýr. Eða að minnsta kosti dýrmæt.
Viðskipti og fjármál | Breytt 11.11.2008 kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
28.10.2008 | 09:49
Óvinsæl ákvörðun - IMF
Stýrivaxtahækkun Seðlabankans er frétt á Bloomberg, Sky og mörgum öðrum fjölmiðlum enda langflestir að lækka vexti. Miklar væntingar hafa verið til vaxtalækkunar og þótti mörgum sem lækkun bankans úr 15,5% í 12% gengi of skammt. Sú vaxtalækkun varð skammvinn og stóð eingöngu í 14 daga. Þetta verður mörgum þungt.
Aðkoma IMF kann að hafa breytt stýrivaxtaferlinu upp á ný enda er það þekkt að IMF beitir sér fyrir vaxtahækkunum til að tempra peningaútstreymi. Sumir þeirra sem hafa viljað lægri stýrivexti hafa jafnframt mært IMF.
Hér er til fróðleiks frétt af Bloomberg:
Iceland Central Bank Raises Key Interest Rate to 18% (Update1)
By Tasneem Brogger
Oct. 28 (Bloomberg) -- Iceland's central bank unexpectedly raised the benchmark interest rate to 18 percent, the highest in at least seven years, after the island reached an aid agreement with the International Monetary Fund.
Policy makers raised the key rate by 6 percentage points, the Reykjavik-based bank said in a statement on its Web site today, taking the rate to the highest since the bank began targeting inflation in 2001. It will publish the reasons for today's move at 11 a.m. local time.
The central bank is raising rates as Iceland, the first western nation to seek aid from the IMF since the U.K. in 1976, faces a prolonged contraction, coupled with possible hyperinflation and rising joblessness. The economy will shrink as much as 10 percent next year, the IMF forecasts. Iceland will receive about $2.1 billion in aid from the Washington-based fund, according to a deal struck on Oct. 24.
Today's increase in the key rate comes after the central bank on Oct. 15 cut it by 3.5 percentage points from 15.5 percent.
....og svo þetta:
History shows that attempts to save currencies from plunges by raising interest rates are prone to failure. The U.K. on Sept. 16, 1992, boosted its benchmark rate by 5 percentage points in two moves to 15 percent in a doomed effort to keep the pound in a European exchange-rate system. Britain gave up the attempt the same day and canceled the second rate rise; the pound lost 22 percent against the dollar in the final two months of the year.
During the 1997-98 Asian financial crisis, the International Monetary Fund advocated high rates to help restore confidence in sliding currencies. Central banks from Indonesia and Thailand to South Korea and Singapore lifted borrowing costs. South Korea took its main rate to 30 percent in December 1997.
The strategy failed to prevent exchange-rate collapses across the region. South Korea's won lost 47 percent against the dollar in 1997, the Thai baht fell 45 percent and Indonesia's rupiah plummeted 56 percent.
Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.10.2008 | 22:59
Credit Default Swap Default?
Skuldtryggingaálagið var þjóðinni tamt þar til yfir lauk með bankakerfinu. Það sem stendur á bak við skuldatryggingaálagið eru; skuldatryggingar. Stærðin á skuldatryggingum í heiminum er talin vera yfir 60 trillion USD, en það er svipað og öll þjóðarframleiðsla heimsins og +60X stærra en björgunarfé bandaríkjaþings.
Nú er það svo að stærð þessa markaðar er í lagi þegar allt er í lagi. En nú eru fjármálkerfin að riða til falls. Margt bendir til þess að tryggingaaðilarnir muni ekki geta staðið við skuldatryggingarnar og verði því meira og minna gjaldþrota. Þetta er ofan á bankagjaldþrotin og lausafjárkreppuna.
Hvað er þá til ráða?
Sumir segja sem svo að ekki sé hægt að bjarga þessu risastóra tryggingakerfi. Því sé eina ráðið að taka það úr sambandi. Slík ráðstöfun er mjög róttæk líkt og að skera fé og setja upp sauðfjárvarnir (til dæmis hjá Jóni Sigurðssyni í umboði danakonungs) en hér væri verið að skera burt stærsta tryggingakerfi veraldarsögunnar og gera alla skuldareigendur ótryggða. Rökin með þessari aðgerð væri sú að þá væri ekki frekari veldisvöxtur á hruninu og svo hitt; að tryggingaraðilarnir séu í raun ekki færir um að standa við skuldatryggingarnar.
Á tímum þegar bankar og seðlabankar hrynja er rétt að spyrja: Will we have a CDS default?
25.10.2008 | 12:56
Krónan í augum austur-Evrópu ?
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.10.2008 | 21:27
Jónas Hallgrímsson, Jón Sigurðsson, Sigurður Nordal....og Samson
Þeir Jónas Hallgrímsson og Jón Sigurðsson eiga það sameiginlegt að vera í bankaráði Seðlabankans.
Reyndar er annar Jón Sigurðsson forstjóri FL Group - nú Stoða.
Sigurður Nordal sér svo um upplýsingamál fyrir Existu.
-------------
...og talandi um nöfn þá var Samson sterki maðurinn í Biblíunni sem glataði styrk sínum og hári en snéri svo aftur.
Og felldi musterið niður.
-----------------
21Filistar tóku hann höndum og stungu úr honum augun og fóru með hann niður til Gasa og bundu hann eirfjötrum, og varð hann að draga kvörn í dýflissunni.
22En höfuðhár hans tók aftur að vaxa, eftir að það hafði verið skorið.
23Nú söfnuðust höfðingjar Filista saman til þess að færa Dagón, guði sínum, fórn mikla og til þess að gjöra sér glatt, með því að þeir sögðu: "Guð vor hefir gefið Samson, óvin vorn, í vorar hendur."
24Og er fólkið sá hann, vegsömuðu þeir guð sinn, því að þeir sögðu: "Guð vor hefir gefið óvin vorn í vorar hendur, hann sem eytt hefir land vort og drepið hefir marga menn af oss."
25En er þeir nú gjörðust glaðir, sögðu þeir: "Látið sækja Samson, til þess að hann skemmti oss." Létu þeir nú sækja Samson úr dýflissunni, og varð hann að skemmta þeim. Og þeir höfðu sett hann milli súlnanna.
26Þá sagði Samson við sveininn, sem leiddi hann: "Slepptu mér og leyfðu mér að þreifa á súlunum, sem húsið hvílir á, svo að ég geti stutt mig upp við þær."
27En húsið var fullt af körlum og konum. Þar voru og allir höfðingjar Filista, og uppi á þakinu voru um þrjú þúsund karla og kvenna, sem horfðu á, er Samson skemmti.
28Þá hrópaði Samson til Drottins og sagði: "Drottinn Guð! Minnstu mín! Styrk mig nú, Guð, í þetta eina sinn, svo að ég geti hefnt mín á Filistum fyrir bæði augun mín í einu!"
29Því næst þreif Samson í báðar miðsúlurnar, sem húsið hvíldi á, hægri hendinni í aðra og vinstri hendinni í hina, og treysti á.
30Þá mælti Samson: "Deyi nú sála mín með Filistum!" Síðan lagðist hann á af öllu afli, svo að húsið féll ofan á höfðingjana og allt fólkið, er í því var, og þeir dauðu, sem hann drap um leið og hann beið bana, voru fleiri en þeir, er hann hafði drepið um ævina.
20.10.2008 | 21:32
Páll Óskar góður
Sá brot af orðræðu Páls Óskars í Fríkirkjunni þar sem hann sagði frá reynslu sinni af erfiðum fjármálum. Páll Óskar hefur verið áberandi í auglýsingum BYRs sparisjóðs og núna getur hann miðlað af reynslu sinni. Það eru ótrúlega margt ungt fólk í sárum vegna skuldsetningar. Efnishyggjan gerir það enn erfiðara fyrir fólk en ella að horfast í augu við þennan vanda og vinna sig út úr honum.
Páll Óskar sagðist hafa orðið DJ vegna peningaskorts en áður fundist hann vera of fínn í skífuþeytingarnar.
Ég er ekki frá því að hann sé jákvæðari og sterkari persóna en nokkru sinni fyrr. Tek ofan fyrir Páli Óskari. - Batnandi manni er alltaf best að lifa.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2008 | 13:58
Al-qaida, Talibanar og "the Landsbanki freezing order"
Það er með miklum ólíkindum að sjá yfirlit nýjustu ákvarðanna breska ríkisins varðandi viðskiptabönn en þar er "the Landsbanki freezing order" fyrirferðamest. Reyndar fær Al-qaida, Talibanar og Líbería að fljóta innanum eins og lesa má um hér.
Frétt sú um að nú verði samið við IMF er fengin af Financial Times www.ft.com Best væri að heyra þetta frá ríkisstjórninni sjálfri enda margar sögur á sveimi um skilyrðin.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)