Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Ábyrgð Björgólfsfeðga

Nú þegar verið er að safna lánum sem ríkið þarf að greiða er rétt að rifja upp skuldbindingar þær sem Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson tóku á sig í síðasta mánuði. 

Um er að ræða 207 milljón Evra (30 milljarða króna) ábyrgð vegna Eimskipafélagsins sem þeir lofuðu að taka á sig og lesa má um meðal annars hér:

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/09/10/bjorgolfsfedgar_letta_abyrgd_af_eimskip/  

Í yfirlýsingu þeirra segir meðal annars:  

„Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson hafa ákveðið að styrkja stöðu Eimskips, komi til þess að umrædd ábyrgð falli á félagið.  Falli ábyrgðin á félagið, mun hópur fjárfesta undir þeirra forystu kaupa kröfuna og fresta gjalddaga hennar.  Jafnframt er fyrirhugað að hún muni víkja fyrir kröfum annarra lánardrottna á hendur Eimskip.  Með þessum aðgerðum eru takmörkuð þau áhrif sem ábyrgðir vegna lána og annarra skuldbindinga vegna XL samstæðunnar kunna að hafa á starfsemi Eimskips.  Fjárhæð kröfu vegna sölu XL og flugrekstrarleyfisábyrgða, sem ofangreindir fjárfestar hafa lýst sig reiðubúna að kaupa, er um 207 milljónir evra. " 

Talsverð þörf var fyrir þessa ábyrgð í síðasta mánuði en í ljósi síðustu atburða er hún brýn í dag.

Verður ekki staðið við loforðið eða lendir þetta á ríkissjóði? 


mbl.is Óska eftir 6 milljörðum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flytjum bílana út

Mikil verðmæti liggja nú undir skemmdum á Íslandi. Hér er meðal annars átt við bílaflota þann sem enginn nýtir og verður vart seldur í bráð.

Sú hugmynd hefur verið uppi um hríð að flytja út bíla sem útflutningsvöru. Vandinn er sá að búið er að greiða opinber gjöld af þeim. Því þarf ríkið að koma að þessu máli til að þetta gangi upp og endurgreiða þessi gjöld. 

Leyfi mér að endurbirta grein af vb.is:

"Áætlað verðmæti notaðra fólksbíla sem eru til sölu í landinu er á bilinu 20 til 25 milljarðar króna.

Svo virðist sem markaður sé að opnast fyrir þessa bíla í Evrópu og hafa fulltrúar fyrirtækja, m.a. frá Þýskalandi og Danmörku, sem dreifa bílum um alla Evrópu, verið hér undanfarna daga að kynna sér markaðinn með útflutning í huga.

Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir að ekki sé þó grundvöllur fyrir slíkum útflutningi nema til þess komi að ríkið endurgreiði að hluta vörugjöld sem greidd voru af bílunum þegar þeir voru fluttir inn til landsins.

Hann segir að fjármálaráðuneytið verði að komast að niðurstöðu í þessu máli á allra næstu dögum því óvíst sé hve lengi þessi gluggi haldist opinn, sem tengist að sjálfsögðu óvenjulegri stöðu krónunnar.

Málið er til skoðunar núna í fjármálaráðuneytinu. Um er að ræða beiðni um hlutfallslega endurgreiðslu af gjöldum miðað við aldur og afskriftir hvers bíls."

 


Á að skerða eigur íslenska ríkisins?

Egill Helgason spurði réttmætra spurninga í viðtali við Jón Ásgeir Jóhannesson. Fortíðin er mál út af fyrir sig, en nú um helgina er Jón Ásgeir með Philip Green samstarfsmann sinn frá Arcadia ævintýrinu að "kaupa skuldir" Baugs.

Eins og Jón Ásgeir sagði réttilega í viðtalinu þá á sá fyrirtækið sem á skuldirnar. Í dag á íslenska ríkið skuldirnar og því þarf að passa það að láta þær af ekki af hendi á undirverði. Öruggt má telja að þessi skuldabréf eru með góðum veðum (kannski í Iceland) öfugt við peningamarkaðsbréfin illræmdu.

Ég trúi því að stjórnvöld skoði þetta með hagsmuni Íslands í huga.


mbl.is Samskipti Philips Green og Íslendinga endurvakin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutabréf í íslenskum bönkum hjá Bloomberg

Það er athyglisvert að sjá lista Bloomberg yfir veltu mestu hlutabréfin þessa dagana. Landsbanki, Glitnir, Kaupthing og Straumur eru þar meðal efstu fyrirtækja:

 

EUROPE MOST ACTIVE BY VOLUME
 PRICE% CHANGEVOLUME
UNICREDIT SPA2.918.58377592626
LANDSBANKI ISLAN20-1.96353450775
VODAFONE GROUP125.051.92287368850
GLITNIR BANKI HF4.672.64241308575
ROYAL BK SCOTLAN1800.56178618921
HBOS PLC148.124.18166718283
TELECOM ITALIA S1.050.01129113866
BP PLC4640.00120730956
LLOYDS TSB GROUP25010.38112621314
STRAUMUR-BURDARA7.82-6.35111132738

 

 


Lánakaup ríkisins

Nú er útlit fyrir um að þverpólítísk sátt hafi náðst í Washington um uppkaup bandaríska ríkisins á vondum lánum. Heildarkostnaður má vera 700 þúsund milljónir dala.

Til að glöggva sig á stærðinni er ágætt að kíkja á samanburð við fyrri "beilát" sögunnar sem skoða má hér.

Það er athyglisvert að þetta frumvarp er rökstutt sem fjárfestingaraðgerð en ekki eyðsla ("not a spending program").

Nú er að sjá hvernig morgundagurinn verður...

...og svo hlýtur að vera eitthvað fréttnæmt af Fróni.


Styrkur Kaupþings

Þrátt fyrir erfitt árferði er Kaupþing í sóknarhug. Það er styrkur Kaupþings að geta lækkað vexti með þessum hætti. Það er líka styrkur að fá nýjan öflugan hluthafa inn á erfiðum tímum þegar slegist er um hlutafé í alþjóðabönkum.
mbl.is Kaupþing lækkar vexti á íbúðalánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki algalið hjá Helga...

Sú hugmynd að selja virkjanir hljómar ekki vel á sama tíma og frjáls markaður er að missa trúverðugleika sinn í einhverri mestu ríkisvæðingu sögunnar. Víst er að margir hrökkva við þessa hugmynd í fyrstu. 

Hugmyndin sem Helgi reifar byggir á því að mannvirkin séu seld tímabundið eða til jafns við gildistíma raforkukaupasamnings. Vatnsréttindin verði áfram í eigu Landsvirkjunar. Þetta er í raun framvirkur samningur sem gæti losað um sjaldséðan og eftirsóttan gjaldeyri með hagstæðari hætti en á almennum skuldabréfamarkaði. Raforkusamningar eru í erlendri mynt sem sárvantar í íslenskt hagkerfi í dag.

Kannski þarf ríkið að feta þessa leið á næstu misserum?


mbl.is Sóknarfæri að selja virkjanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögin sem eiga að bjarga heiminum frá fjármálahruni:

Hér eru drögin sem Bush stjórnin lagði fyrir þingið fyrir helgi:

LEGISLATIVE PROPOSAL FOR TREASURY AUTHORITY

TO PURCHASE MORTGAGE-RELATED ASSETS

Section 1. Short Title.

This Act may be cited as ____________________.

Sec. 2. Purchases of Mortgage-Related Assets.

(a) Authority to Purchase.--The Secretary is authorized to purchase, and to make and fund commitments to purchase, on such terms and conditions as determined by the Secretary, mortgage-related assets from any financial institution having its headquarters in the United States.

(b) Necessary Actions.--The Secretary is authorized to take such actions as the Secretary deems necessary to carry out the authorities in this Act, including, without limitation:

(1) appointing such employees as may be required to carry out the authorities in this Act and defining their duties;

(2) entering into contracts, including contracts for services authorized by section 3109 of title 5, United States Code, without regard to any other provision of law regarding public contracts;

(3) designating financial institutions as financial agents of the Government, and they shall perform all such reasonable duties related to this Act as financial agents of the Government as may be required of them;

(4) establishing vehicles that are authorized, subject to supervision by the Secretary, to purchase mortgage-related assets and issue obligations; and

(5) issuing such regulations and other guidance as may be necessary or appropriate to define terms or carry out the authorities of this Act.

Sec. 3. Considerations.

In exercising the authorities granted in this Act, the Secretary shall take into consideration means for--

(1) providing stability or preventing disruption to the financial markets or banking system; and

(2) protecting the taxpayer.

Sec. 4. Reports to Congress.

Within three months of the first exercise of the authority granted in section 2(a), and semiannually thereafter, the Secretary shall report to the Committees on the Budget, Financial Services, and Ways and Means of the House of Representatives and the Committees on the Budget, Finance, and Banking, Housing, and Urban Affairs of the Senate with respect to the authorities exercised under this Act and the considerations required by section 3.

Sec. 5. Rights; Management; Sale of Mortgage-Related Assets.

(a) Exercise of Rights.--The Secretary may, at any time, exercise any rights received in connection with mortgage-related assets purchased under this Act.

(b) Management of Mortgage-Related Assets.--The Secretary shall have authority to manage mortgage-related assets purchased under this Act, including revenues and portfolio risks therefrom.

(c) Sale of Mortgage-Related Assets.--The Secretary may, at any time, upon terms and conditions and at prices determined by the Secretary, sell, or enter into securities loans, repurchase transactions or other financial transactions in regard to, any mortgage-related asset purchased under this Act.

(d) Application of Sunset to Mortgage-Related Assets.--The authority of the Secretary to hold any mortgage-related asset purchased under this Act before the termination date in section 9, or to purchase or fund the purchase of a mortgage-related asset under a commitment entered into before the termination date in section 9, is not subject to the provisions of section 9.

Sec. 6. Maximum Amount of Authorized Purchases.

The Secretary’s authority to purchase mortgage-related assets under this Act shall be limited to $700,000,000,000 outstanding at any one time

Sec. 7. Funding.

For the purpose of the authorities granted in this Act, and for the costs of administering those authorities, the Secretary may use the proceeds of the sale of any securities issued under chapter 31 of title 31, United States Code, and the purposes for which securities may be issued under chapter 31 of title 31, United States Code, are extended to include actions authorized by this Act, including the payment of administrative expenses. Any funds expended for actions authorized by this Act, including the payment of administrative expenses, shall be deemed appropriated at the time of such expenditure.

Sec. 8. Review.

Decisions by the Secretary pursuant to the authority of this Act are non-reviewable and committed to agency discretion, and may not be reviewed by any court of law or any administrative agency.

Sec. 9. Termination of Authority.

The authorities under this Act, with the exception of authorities granted in sections 2(b)(5), 5 and 7, shall terminate two years from the date of enactment of this Act.

Sec. 10. Increase in Statutory Limit on the Public Debt.

Subsection (b) of section 3101 of title 31, United States Code, is amended by striking out the dollar limitation contained in such subsection and inserting in lieu thereof $11,315,000,000,000.

Sec. 11. Credit Reform.

The costs of purchases of mortgage-related assets made under section 2(a) of this Act shall be determined as provided under the Federal Credit Reform Act of 1990, as applicable.

Sec. 12. Definitions.

For purposes of this section, the following definitions shall apply:

(1) Mortgage-Related Assets.--The term “mortgage-related assets” means residential or commercial mortgages and any securities, obligations, or other instruments that are based on or related to such mortgages, that in each case was originated or issued on or before September 17, 2008.

(2) Secretary.--The term “Secretary” means the Secretary of the Treasury.

(3) United States.--The term “United States” means the States, territories, and possessions of the United States and the District of Columbia.

 

Nýjustu fréttir herma að Demókratar vilji bæta við þessi lög aðstoð til húseigenda í vanskilum.
Eins og svo oft eru stjórnmálamenn sammála um að "verja fjármunum" til "góðra mála"

Nú er að sjá hver talan verður að lokum....


mbl.is Biðja um 700 milljarða dollara fjárveitingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kapítalisminn er í kreppu - kommúnisminn til bjargar?

Kínversk yfirvöld eru nú ein helsta von ýmissa bankastofnanna. Ríkisvæðingin er á fullu. Í dag er verið að ræða um kaup kínverja á stórum eða öllum hlut Morgan Stanley. Á sama tíma ætlar China Investment Corp. sem er "ríkissjóður" með 200 milljarða dala í umsýslu að kaupa hlut í nokkrum stærstu bönkum Kína sem skráðir eru á hlutabréfamarkað og reyna að rétta af 60% lækkun það sem af er ári. 

Kína hefur verið með jákvæðan vöruskiptajöfnuð við BNA um talsvert skeið og á sama tíma verið iðið við að kaupa ríkisskuldabréf. Þannig hefur Kína lækkað vöruverð (minnkað verðbólgu) í BNA og fjármagnað hallarekstur ríkisins. Nú þegar eyðsluklóin ameríska er búin að taka út "eigið fé" sitt úr húsnæðinu og bankahrun er í algleymingi er það kínverska ríkið sem hleypur undir bagga. Kína þarf á BNA að halda eins og BNA þarf á Kína að halda.

Ógnarjafnvæginu er ekki haldið uppi með kjarnorkuvá heldur skuldum og viðskiptahalla. 

Kapítalisminn er í kreppu. Kommúnisminn kemur til bjargar! 

Hver hefði trúað því?


AIG næst?

Í morgun bárust fréttir um "downgrade" á AIG. Ef AIG fer yfir um getur það verið stærra mál en Lehman þar sem svo margir bankar eru með stöðu í skuldabréfum

Too big to fail?

 

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=amuMN6feT0kE&refer=home 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband