Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Svartur September - the madness of crowds

Dow Jones hrapaði meira en 500 punkta og hefur ekki fallið eins mikið síðan í september 2001 eftir 9/11.

Verðfall á mörkuðum vestanhafs er þó lítil miðað við 1987 eða þá 1929 þegar verðfallið var yfir 20% á einum degi og nálægt 90% þegar uppi var staðið.

Heildarlækkun frá hæstu hæðum er um 25% en á Íslandi hefur lækkunin verið mun meiri eða meira en 50% á tólf mánuðum. Verður slíkt að kallast hrun.  

Reyndar hafa flest þessi "kröss" verið um haust eða ýmist í september eða október. Annars er hegðun fjármálamarkaða kapítuli út af fyrir sig enda löngu ljóst að fjárfestar eru ýmist yfir sig bjarsýnir eða þunglyndir og svartsýnir.


mbl.is Reyna að róa bandaríska sparifjáreigendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ójafnvægi í vöruskiptum - styrkja þarf undirstöður

Vöruskiptahallinn var jákvæður um 2.3 milljarða í júní en nú eru þessar tölur vísbending um verulegan halla upp á 18.2 milljarða í einum mánuði. Þótt vel megi vera að þetta sé ekki viðvarandi tala þá er hún bæði óvænt og veruleg. 


 Vöruskiptajöfnuður 2008
Útflutningur alls fob  41.423206.841
Innflutningur alls fob 39.091231.248
Vöruskiptajöfnuður    2.332-24.407

 

Hallinn á fyrri helmingi ársins var um 24 milljarðar og slagar því þessi hallabúskapur í júlí upp í allan halla ársins hingað til.

Hér eru að togast á ólíkir kraftar þar sem hrávöruverð hefur hækkað og olían ein er að valda miklum búsifjum annars vegar og svo aukinn útflutningur vegna stóriðju. Án þess útflutnings væri hallinn mun meiri.

Það er alveg sama hvort við verðum með íslenska krónu, Evru, bandarískan dal eða norska krónu; alltaf þurfa undirstöðurnar að vera í lagi í hagkerfinu okkar. Vöruskiptahallinn þarf einfaldlega að hverfa og verða okkur í vil. Þetta gerist með því að auka framleiðslu Íslands á ýmsum sviðum. Til þess höfum við alla burði; orku, ungt fólk og vel menntað og litlar skuldir ríkis og lífeyrisgreiðenda.

Nú þarf að ná þjóðarsátt um aukna framleiðslu og bætta framleiðni. Það er eina leiðin til að varðveita og endurheimta kaupmátt fólksins í landinu.  


mbl.is Óhagstæð vöruskipti í júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Joseph Stiglitz og verðbólgumarkmið seðlabanka

Í grein eftir nóbelsverðlaunahafann Stiglitz birtist í Fréttablaðinu í dag, en þar deilir hann í verðbólgumarkmið seðlabanka hemsins.

Eins og menn vita hefur Seðlabanki Íslands verðbólgumarkmið sem lögfest var af Alþingi. Sama á við um margar aðrar þjóðir.

Verðbólga hefur verið lítil síðustu árin í heiminum, en nú er að verða á því mikil breyting. Nú fyrst reynir á verðbólgumarkmið sem aðferð.

Stiglitz vill greina á milli verðbólgu eftir eðli hennar. Í dag er verðbólga helst vegna hækkunar á hrávörum sem margar hverjar eru nauðsynjar. Þeim verður seint stjórnað með stýrivöxtum.

Hvað segir íslenski seðlabankinn um þetta sjónarmið?


Grafalvarlegt mál

Þessi hækkun er meiri en árs skammtur á landsins vonda fjanda. Það gagnast lítið að menn bendi hver á annan því í þessari stöðu þurfa allir aðilar að taka höndum saman sem allra fyrst. Keðjuverkun verðbólgunnar þrífst á því að menn standi ekki saman en hækki hver "sem svar" við hinum.

Verðbólgan á Íslandi er nú í tveggja stafa tölu. Þetta er veruleiki sem við verðum að horfast í augu við og bregðast við með öllum ráðum. Verslunarmenn, stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins eiga erfitt verkefni fyrir höndum en ef allir leggjast á eitt er hægt að vinna á þessu.

Verðbólgan á Íslandi er óviðunandi enda grefur hún undan stoðum rekstur fyrirtækja og heimila.

Það sem gerir málið erfiðara er að á sama tíma er lausafjárkreppa og því þarf að fara varlega í að "skrúfa fyrir alla krana".

Það sem hefur líka breyst er að nú er það ekki lengur húsnæðið sem veldur verðbólgu heldur eldsneyti, matur og innflutt vara.

Veiking krónunnar vegur hér þyngst.


mbl.is Mesta verðbólga í tæp 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haarde og Brown - Bear Stearns mælir með krónunni...

Það er viðeigandi að Geir H. Haarde hitti kollega sinn Gordon Brown, enda eru báðir forsætiráðherrar með sterkan bakgrunn í fjármálum sem farsælir fjármálaráðherrar.
Geir hefur þó vinningin þar sem kemur að menntun þar sem hann er velmenntaður hagfræðingur, en Brown er með doktorsgráðu í sagnfræði.

Umfang fjármálafyrirtækja og banka er mikið í hagkerfum beggja eyjanna.
Báðar halda út sínum gjaldmiðli þó íslenska krónan sé lítil í samanburði.
Báðar þjóðir starfa innan vébanda ESB; við erum í EES og Schengen, en höldum okkar mynt. Bretar eru í ESB, en hafa ekki tekið upp evru og eru utan Schengen.
Breski Seðlabankinn tók talsverða áhættu þegar hann þjóðnýtti Northern Rock. Vonandi kemur ekki að slíkri aðgerð á Íslandi.
Breski Seðlabankinn ákvað nýverið að leggja fram 7500 milljarða í formi skuldabréfa til að greiða fyrir fjárflæði fjármálastofnanna. Þetta hefur sá íslenski gert að einhverju leyti - en í krónum.
Lækkandi skuldatryggingarálag ætti að greiða fyrir auknu fjárflæði, en bankarnir hafa sjálfir verið öflugir að afla sér lausafjár á erfiðum tímum.

Já - og svo er Íslandsvinirnir í Bear Stearns að spá styrkingu krónunnar. . .

 


Verðbólgu eða samdrátt?

Sú erfiða staða er uppi á Íslandi (og reyndar í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar) að nú takast á tvö ólík sjónarmið; Verðbólgumarkmið og tryggt lausafjárframboð. 

Seðlabanki Íslands berst helst við verðbólguna, en Seðlabanki Bandaríkjanna berst af mestum krafti við lánsfjárskortinn. 

Ljóð Robert Frost rifjast upp við þessar aðstæður: 

Some say the world will end in fire; 
Some say in ice. 
From what I've tasted of desire 
I hold with those who favor fire. 
But if it had to perish twice, 
I think I know enough of hate 
To know that for destruction ice 
Is also great 
And would suffice. 

Ekki er gott að velja á milli þessara "kosta". 

Nóbelsverðlaunahafinn Finn Kydland fjallaðu í hádeginu upp í HR. Fjallaði hann um samfélagslegan kostnað af verðbólgu. Niðurstöðurnar voru þannig að spyrja má hversu dýru verði má kaupa verðbólgubaráttuna. Verðbólga í módeli Kydlands kostaði minna en ætla má að samdráttur íslenska hagkerfisins verði ef spár Seðlabankans ganga eftir. Ef baráttan kostar samdrátt má meta herkostnaðinn og spyrja sig hversu langt megi ganga.

Hversu stór þarf gjaldeyrisvarasjóðurinn að vera?

Sem lánveitandi til þrautavara er Seðlabanki hvers lands með laust fé þegar á bjátar. Íslenski Seðlabankinn er nú í þeirri þröngu stöðu að "íslensku" bankarnir eru með meirihluta eiginfjár, lánsfjár og lána sinna í erlendum myntum. Til að vera lánveitandi til þrautavara í gjaldeyri er Seðlabankinn eingöngu með um 2 milljarða evra, en það er um 3-4 daga velta á íslenska gjaldeyrismarkaðnum.

VG vilja auka gjaldeyrisforðann um "allt að 80 milljarða".
Ráðherrar hafa nefndi "allt að 500 milljarða".
Þorvaldur Gylfason sagði hjá Agli Helgasyni gjaldeyrisforðann þurfa að vera amk. jafn stóran og erlendar skammtímaskuldir bankanna. Hvað ætli það sé há upphæð? Heildarskuldir bankanna skipta þúsundum milljarða.

Sagt er að í svona slag þurfi menn að passa að hafa nógu sterk spil á hendi. Helst má ekki sjást á spilin og best er að hafa þau ívið betri en sögnina.

Soros tókst að slást við sterlingspundið. Krónan er mjög lítil mynt eins og menn vita og einhverjir hafa gefið út veiðileyfi á hana.  

Fróður maður sagði mér að til að þetta eigi að vera trúverðugt þurfi forðinn að vera allt að 1000 milljarðar.

Nú verður fróðlegt að fylgjast með aðgerðum og framvindu á markaði.


Milli steins og sleggju

Ástandið á fjármálamarkaðnum hefur lítið batnað þó hlutabréfaverð hafi eitthvað gengið til baka. Verðbólga á Íslandi fer vaxandi og allir eru sammála um að við því verði að sporna. Seðlabankinn lætur ekki sitt eftir liggja frekar en fyrri daginn: Nú eru vextir á Íslandi þeir hæstu í heimi og verður fróðlegt að sjá hvernig markaðurinn metur þá stöðu. Dagurinn í dag var frekar dapur í þeim efnum. Sumir líta á hækkunina eina sem hættumerki. Spá Seðlabankans um 30% raunlækkun húsnæðisverðs vakti líka athygli.

Fjármálakreppan og verðbólgan eru sem steinn og sleggja. Seðlabankar, fjármálastofnanir og heimilin eru þar á milli.

Nú verður fróðlegt að fylgjast með aðgerðum í efnahags- og bankamálum á næstunni, enda ljóst að ýmsir bankamenn vænta frekari aðgerða.

 

 


101 Financing

Skorturinn kenndi mörgum að taka skortsstöðu í hinum og þessum bréfum í vetur. Sumir græddu á því. Aðrir eru enn að vona að himnarnir hrynji.

Jim Rogers hefur til að mynda verið óþreytandi að taka stöður gegn fjárfestingabönkunum í BNA. Bear Stearns er þar á meðal. Hann sagði í viðtali við Bloomberg í síðasta mánuði þegar hann var spurður um "hvaða fjárfestingabanka" hann hefði tekið skortstöðu í:

"Ég má ekki taka skortstöðu í ákveðnum bönkum vegna stöðu minnar - lögmaður minn bannar mér það - ég tek skortstöðu í vísitölu fjárfestingabankanna".

Af hverju er það bannað?
Vegna þess að bannað er að "manipulera" markaðinn. Hann á að vera frjáls.

Lítið hagkerfið upp á Fróni hefur sjálfsagt verið freistandi á köldu janúarkvöldi.
Ekki síst fyrir þá sem höfðu "orðið fyrir" tapi.

Ekki það að brennt barn forðist eldinn....


mbl.is Allir taka skort í Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólga og óvissa

Miklir óvissutímar eru í fjármálaheiminum, en af þeim bönkum sem Bloomberg skoðar helst eru íslensku bankarnir með hæsta skuldatryggingarálagið. Nú yfir 1000.

Arnar Sigurðsson og Ívar Pálsson eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt framkvæmd peningamálastefnu og ríkisfjármála eins og meðal annars lesa hér.

Nú hafa vörubílsstjórar ítrekað mótmælt bensín og díselhækkunum.

Davíð Oddson er í fréttum eins og hægt er að lesa um hjá Bloomberg þar sem hann boðar rannsókn á atlögu að íslenska fjármálakerfinu.

Hvað verður næst?

Geir H. Haarde boðar aðgerðir sem fróðlegt verður að fylgjast með.

Nú reynir á.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband