Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
30.3.2008 | 12:43
Atlaga að Íslandi?
Financial Times rifjar upp atlögu að Hong Kong fyrir tíu árum þar sem spekúlantar fundu veikleika í litlu hagkerfi. Stjórnvöld gerðu gagnárás og tókst að loka "björninn í gildru" eins og þeir komust að orði.
Nú er blaðið að velta því fyrir sér annars vegar hvort svipað sé upp á teningnum á Íslandi og svo hitt; hvort að íslensk stjórnvöld geti lært af reynslu Hong Kong búa. Það sem þeim tókst var ekki bara að hrinda skortkaupmönnum burt, heldur líka það að mynda hagnað með stöðutöku.
Hvað hefur blaðið fyrir sér að spákaupmenn og skortstöðutökufólk sé að "búa til" ástand?
Jú þeim finnst skuldatrygginaálagið ekki vera í takt við stöðu bankanna. Ennfremur finnst þeim umræðan í fjölmiðlum vera neikvæð.
Allt er þetta enn á huldu, en það er athyglisvert að þessi frétt á föstudag er í takt við það sem Seðlabankinn heldur fram.
Sama dag og frétt FT birtist fór skuldatrygginarálag Glitnis og Kaupthings yfir 1000 punkta.
Samkvæmt fréttum Bloomberg er það álag eins og bankarnir verði gjaldþrota að mati þeirra sem um þetta sýsla.
Nú er að sjá hverju fram vindur á næstu dögum. Miklu skiptir að íslenska ríkið sýni styrk og trú á íslenskt efnahagslíf. Orðspor skiptir miklu máli og hvernig trú menn hafa á kerfinu.
Eins og sagt hefur verið um bankaheiminn: "Perception is reality"
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2008 | 14:14
Saman fylkja þau sér að baki Seðlabankanum
Flestir áttu von á stýrivaxtahækkun, enda gengisfallið og verbólguhorfur allar bæði miklar og slæmar. Hækkunin er þó hressilegri en margan hugði; eða 1,25% í einum rykk!
Heilir 15% í grunnvexti eru heldur betur háir, ekki síst þegar Seðlabanki BNA er nýbúinn að fara með vexti um 2% undir verðbólguna þar í landi. Vaxtamunur ISK við USD er gríðarlegur. Krónan hefur styrkst í dag og hlutbréf hækkað.
Það sem var hins vegar nokkuð fróðlegt áðan var að sjá að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir styður þessa ákvörðun Seðlabankans um hækkun vaxta. Ég hef ekkert heyrt hins vegar til bankamálaráðherrans. Það skiptir miklu að ríkisstjórnarflokkarnir séu samstíga í þessum mikilvægu málum.
Ríkisstjórnin kemur svo væntanlega með útspil samhliða aðgerðum Seðlabankans, enda brýnt að menn stilli saman strengi og vinni saman að því að ná niður verðbólgunni.
Fróðlegt verður að sjá hvort menn endurskoði verðbólgumælingar sem eru nokkuð á skjön við ESB og BNA varðandi húsnæðisliðinn. Þá verður fróðlegt að sjá hvað gerist í ábyrgðum ríkisins í húsnæðismálum, en það er eitt stærsta málið um þessar mundir á fjármálamörkuðum.
Eðlileg viðbrögð Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2008 | 11:15
Skiptimynt
Í morgun var Síminn skráður á markað í annað sinn á þeim 100 árum sem hann hefur starfað. Eignarhaldsfélag Símans; Skipti hf. er skráningarfélagið og voru bréf í því félagi boðin fagfjárfestum fyrir stuttu. Nú berast þær fréttir að stjórn Exista muni leggja fram yfirtökutilboð í hluti Skipta. Ef þetta er rétt stoppar Síminn stutt við á markaði í þetta "skiptið".
Vodafone verður þá aftur eina skráða fjarskiptifyrirtækið á markaði!
Greitt verður með bréfum í Exista og er því um aukningu hlutafjár í Exista að ræða ef af þessu verður.
Það eru þá stærstu hluthafar Skipta hf. sem skipta bréfum í Skiptum í skiptum fyrir bréf í Existu.
Exista vill yfirtaka Skipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.3.2008 | 20:17
Er verðbólgan rétt mæld?
Verðbólgan er mikil á Íslandi um þessar mundir, en verðbólgan er mæld sem meðaltal síðust 12 mánaða. Það sem er sérstakt eins menn vita er að húsnæðisverð er tekið með í reikninginn. Þetta hefur aukið á mælda verðbólgu síðustu ár, en ef notuð er mælistika ESB eða USA er verðbólga á Ísalndi lág.
Nú er það hins vegar að gerast að verðbólguþættir þeir sem ekki heyra til húsnæðisverðs eru í sókn. Hrávara hækkar matvöru. Olía hækkar bensín. Verðbólgan hækkar ört nú vegna þessa og svo er krónan að snarlækka.
Ef verðbólgan væri mæld eins og víða annars staðar væri hún eins og áður sagði mun lægri. Skiptir þetta máli? Já svo sannarlega. Bæði hefur þetta áhrif á verðtryggð lán sem hækka í takt við vísitöluna og svo er það hitt að það er afar erfitt fyrir Seðlabankann að lækka vexti þegar verðbólgutölurnar eru svona háar.
Þá er spurning hvort ekki megi leiðrétta þessa mælistiku verðbólgunnar í átt að alþjóðlegum stöðlum?
Og eða hitt; að víkka út markmið Seðlabankans svo hann þurfi ekki að einbeita sér eingöngu að verðbólgumarkmiðinu?
18.3.2008 | 14:58
Ekki gera ekki neitt..
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2008 | 11:27
Náttúruauðlindir - gengi félaga í kauphöll frá áramótum
Á stuttum tíma hefur matur, orka, málmar og önnur hrávara skákað bönkum og yfirtökufélögum sem uppspretta auðs. Skortur á hráefnum er ein helsta ástæðan, enda fer saman minna framboð og stóraukin eftirspurn, ekki síst frá Asíu.
Ísland á miklar náttúruauðlindir, ekki síst orku, fisk og svo náttúruna sjálfa. Þetta er mikilvægur styrkur þegar nú hriktir í fjármálakerfum heimsins. Þennan grunn hafa ekki allar þjóðir. Skynsamleg nýting náttúruauðlinda í strjálbýlulandi er okkar spil á hendi.
Sumir ganga svo langt að segja það skyldu okkar að nýta endurnýjanlega orku okkar sem allra mest og segja sem svo að hún valdi ekki gróðurhúsalofttegundum og fari annars "til spillis" - eða renni til sjávar.
Best er þó að við nýtum orkulindirnar þannig að þær skerðist sem minnst, náttúran fái að njóta sín og fjölbreyttur iðnaður verði til.
Á endanum viljum við virkja hugvitið, enda er mannauðurinn títtnefndur mesta auðlind hverrar þjóðar. Grunnurinn sem við höfum; orkan, fiskurinn og náttúran er einstakur grundvöllur sem við getum byggt okkar sérstöðu á. - Auk bankanna og fjármálafyrirtækjanna.
Það er merkilegt að skoða þau fyrirtæki sem skráð eru á markað á Íslandi. Fjármálafyrirtækin eru mjög dóminerandi og eru framleiðslufyrirtækin fá. Century Aluminum er bandarískt félag sem er einnig skráð á markað hérlendis. Það framleiðir ál í BNA og á Íslandi og hyggur á nýtt álver í Helguvík.
Það er merkilegt að skoða breytingar á gengi hlutabréfa síðustu vikur þar hefur allt lækkað utan eitt frá áramótum.
Þetta segir ákveðna sögu:
Hækkanir á árinu
Century Aluminum Company | 4.800 | 1.450 | (43,28%) |
Lækkanir á árinu
SPRON hf. | 5,01 | 4,05 | (44,70%) | ||
FL Group hf. | 8,30 | 6,20 | (42,76%) | ||
Icelandic Group hf. | 3,00 | 2,15 | (41,75%) | ||
Exista hf. | 11,63 | 8,12 | (41,11%) | ||
365 hf | 1,38 | 0,73 | (34,60%) | ||
Bakkavör Group hf. | 39,0 | 19,0 | (32,76%) | ||
P/F Atlantic Petroleum | 1.450 | 585 | (28,75%) | ||
Atorka Group hf. | 7,29 | 2,59 | (26,21%) | ||
Straumur-Burðarás | 11,17 | 3,93 | (26,03%) | ||
Glitnir banki hf. | 16,85 | 5,10 | (23,23%) | ||
Landsbanki Íslands | 28,2 | 7,2 | (20,34%) | ||
Hf. Eimskipafélag Íslands | 28,0 | 6,7 | (19,31%) | ||
Kaupthing Bank | 714 | 166 | (18,86%) | ||
Teymi hf. | 4,95 | 1,02 | (17,09%) | ||
Atlantic Airways P/F | 197,00 | 34,50 | (14,90%) | ||
Marel Food Systems hf. | 88,2 | 13,8 | (13,53%) | ||
Føroya Banki P/F | 150,0 | 22,0 | (12,79%) | ||
Össur hf. | 88,5 | 10,0 | (10,15%) | ||
Icelandair Group hf. | 24,80 | 2,80 | (10,14%) | ||
Alfesca hf. | 6,76 | 0,15 | (2,17%) |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.3.2008 | 23:06
Hriktir í bankakerfi BNA
Frétt dagsins á Wall Street var án efa fall Bear Stearns og sértækar aðgerðir Seðlabanka BNA til að reyna að bjarga bankanum. Það eru aðeins nokkrir dagar síðan yfirmenn Bear Stearns fullyrtu að þeir glímdu við engan lausafjárvanda. Núna segja margir að bankinn verði ekki til um áramót í óbreyttri mynd...
Bear market anyone?
13.3.2008 | 10:37
Jenið hefur hækkað um 40% frá því í fyrra.
Jæja þá er bandaríkjadalurinn kominn í 70 krónur. Á sama degi er jenið að verma 70 aura og krónan orðin lægri en eitt evrusent.
Reyndar er japanska jenið hástökkvari ársins. Þessi lágvaxtamynt er að hækka hratt, ekki síst á móti hávaxtamyntunum. Jenið kostaði 50 aura í júlí í fyrra en kostar nú í dag 70 aura. Hefur því hækkað um 40%.
Eignir í jenum hafa því hækkað mikið í krónum talið.
Sama er því miður að segja um lán í jenum. - Þau hafa stórhækkað þegar menn telja þau nú í íslenskum krónum.
7.3.2008 | 22:15
Boom, gloom and doom?
Gaman að Jim Rogers og Marc Faber þessa daganna. Í öllum bölmóðnum ljóma þessir kappar, enda engu líkara en allt það sem þeir hafa spáð sé að rætast. Vonandi verður það ekki.
Mæli samt með þessu frá Marc Faber en hann er með gloomboomdoom.com síðuna sína með óborganlegum myndskreytingum.
Jim Rogers þekkja margir frá bókum hans eins og investment biker og svo þegar hann kom hér á heimsferð sinni og keypti í íslenskum fyrirtækjum um síðustu aldamót.
Hér er dæmi um boðskapinn frá honum þessa daganna, en hann spáði réttilega árið 1999 að hrávörur myndu taka flugið. Allir eru sammála um að það hefur ræst.
Nú er að sjá hvort að doom taki við af boom og gloom . . . .!
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2008 | 10:12