Færsluflokkur: Ljóð

Stefnumót í Hvíta húsinu: - Viðskiptaráðherra, DV, spil og Framsókn

Í gær fékk ég það hlutverk að aðstoða Elínu Reynisdóttur yfirdómara Stefnumóta, en DV hélt eitt slíkt í sjálfu Hvíta húsinu á Selfossi með liðsinni Hrútavina. Lið Guðna Ágússsonar og Björgvins G. Sigurðssonar kepptu í spennandi spurningakeppni sem endaði með sigri ráðuneyti Björgvins, en hann hafði Unni Brá Konráðsdóttur sveitarstjóra og Guðmund Karl Sigurdórsson ritstjóra Sunnlenska til halds og trausts. - Og svo salinn.

Sigurlaunin - 100.000 krónur - ánafnaði hópur Björgvins til fíkniefnahundarins. Ólafur Helgi sýslumaður var einmitt í liði Guðna og vann því stórt þó liðið hafi beðið lægri hlut.

Guðni steig svo á stokk og vitnaði í Stein Steinarr og sagði sig og Framsókn vinna vel en tapa í könnunum og keppnum þrátt fyrir það (Framsóknarmenn eru samt nokkuð lunknir í póker):

Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið.

(Og allt með glöðu geði
er gjarna sett að veði).

Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,
því það er nefnilega vitlaust gefið.
Steinn Steinarr


50 tonn af páskaeggjum

Meðalþyngd íslenskra karla var 79,4 kg árið 1968 en var komin upp í 87,9 kg árið 1998. Gætum verið komin yfir 90 kg í dag miðað við þetta. Ég þekki það á eigin skinni að aukakílóin sækjast í selskap hvert við annað. Það er kannski illa gert að vera að minna á þessa þróun daginn áður landsmenn torga kannski 50 tonnum af súkkulagðieggjum, en einhvernveginn kom þetta upp í hugann í morgun.

Í dag eru lífslíkur Íslendinga meiri en flestra annara og eru nú svo komið að íslenskir karlmenn eru í fyrsta sinn manna líklegastir til að ná hárri elli og nálgast 80 ár að jafnaði. Margir eru á því að mesta heilbrigðisógn 21. aldarinnar sé offita. Það er því ekkert að því að kaupa aðeins minna páskaegg, enda er 1 málsháttur í hverju eggi, enda skiptir stærðin ekki máli í þeim efnum.

Gestaþáttur Hávamála fjallar um átið þótt minna hafi verið um offitu á þeim tímum:

Gráðugur halur,
nema geðs viti,
etur sér aldurtrega.
Oft fær hlægis
er með horskum kemur
manni heimskum magi.

Hjarðir það vitu
nær þær heim skulu
og ganga þá af grasi.
En ósvinnur maður
kann ævagi
síns um mál maga.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband