Færsluflokkur: Menning og listir
25.3.2007 | 14:05
300
Nei ég er ekki að tala um bíómyndina, heldur umdeildan afmælisþátt Spaugstofunnar. Það er flestum ljóst að í gær hafa verið brotin lög um þjóðsöng Íslendinga.
Kannski vissu Spaugstofumenn ekki betur, en við skulum ekki gleyma því að þetta er Ríkisútvarpið (þótt ohf. sé) sem stendur bæði að þáttagerðinni og útsendingunni.
3. grein laga frá árinu 1983 um þjóðsöng Íslendinga segir:
,,Þjóðsönginn skal ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Ekki er heimilt að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni. "
Ég ætla ekki að endurrita skrumskælinguna, en hún varðaði bæði auglýsingar og viðskipti um álver í Hafnarfirði. Þáttinn er enn hægt að sjá um allan heim hér.
Nú er að sjá hvort að þetta muni eiga sér eftirmála eður ei.
24.3.2007 | 18:01
Hin fagra list - erótík í boði hins opinbera
Sagt hefur verið að stjórnmál sé list hins mögulega. Í kvikmyndalist takast á fantasíur og raunveruleiki. Ég sé að gamli góði Fjalakötturinn er enn að sýna valdar kvikmyndir. Japönsk erótík er þar í aðalhlutverki. Sumir muna eftir Min Tanaka listamanninum sem dansaði hálf nakinn árið 1980 á listahátíð Reykjavíkur. Það þótti gróft.
En nú er öldin nokkuð önnur, enda eru sýndar erótískar myndir í boði Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins eins og sjá má á lista yfir styrktaraðila. Myndirnar þóttu "opinskáar, kynferðislegar og ljósbláar" eins og segir í auglýsingu.
Við erum víst orðin umburðarlynd og víðsýn þjóð.
![]() |
Ljósbláar kvikmyndir japansks leikstjóra í Fjalakettinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt 25.3.2007 kl. 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2007 | 22:47
www.xi.is og kindabolurinn
Það verður spennandi að heyra áherslur nýja framboðs Ómars, Margrétar og Jakobs Frímanns. Hugmyndir Ómars um eldfjallagarða eru áhugaverðar þó þær þurfi frekari útskýringa við, en Ómar er kraftmikill og hugmyndaríkur. Vatnajökulsþjóðgarður er stórt skref sem nú hefur verið stigið af núverandi ríkisstjórn. Sjálfsagt er að skoða næsta spor.
Ástæða er til að óska þeim öllum til hamingju með daginn, enda er áhugi á framboðinu. - Það sannar umræðan.
Ég var að leita að upplýsingum um framboðið, þar sem ég var ekki staddur í Þjóðmenningarhúsinu í dag og prófaði því www.islandshreyfingin.is og www.islandsflokkurinn.is, á báðum stöðum var mér úthýst:
Forbidden
You don't have permission to access
En þá mundi ég að öll framboðin hafa þann háttin á að nota bókstaf sinn og x fyrir framan
www.xd.is fyrir Sjálfstæðisflokk
www.xb.is fyrir Framsóknarflokk
www.xs.is fyrir Samfylkingu
www.xf.is fyrir Frjálslynda flokkinn
Svo ég prófaði www.xi.is ..... en þá var mér bara boðinn kindabolur frá Ósóma til sölu
Við verðum bara að bíða um sinn...
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.3.2007 | 00:16
Laberinto del fauno
Var að koma af þessari dásamlegu mynd. Hún verkar á allar tilfinningaflóruna. Falleg, ævintýraleg og sorgleg. Saga lítillar stúlku. Saga þjóðar. Þjóðsögur og borgarastríð. Barn og móðir, systir og bróðir, fæðing og dauði. Ævintýri fyrir fullorðna. Ég vissi ekki á hverju ég átti von, hafði heyrt að þetta væri góð mynd. En hún er það ekki. Hún er frábær.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.3.2007 | 21:12
Björgólfur gegn Baugi?
Baráttunni um Króníkuna lauk kl. 17 í dag, þegar eigendur hennar tilkynntu DV mönnum að ekki yrði af kaupum. Pétur Gunnarsson vék að þessu á blogginu hér áðan. Sagt er að klukkan 15 hafi eigendur Króníkunnar verið tilbúin í söluna, en Björgólfur eigandi Ólafsfells ehf. hafi komið í veg fyrir það. Ólafsfell sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og á ennfremur 8% hlut í Árvakri hf. og 82% í Vöku Helgafelli hf. Ástæðan er sögð sú að ekki var fallist á að framselja lán upp á rúmar tuttugu milljónir. DV menn hafi þó verið tilbúnir að bæta það upp að fullu.
Má segja að í dag hafi átakalínan í fjölmiðlum legið um þetta vikurit sem rekið er með tapi.
Stjórnarformaður DV er Hreinn Loftsson...en Árvakur sér um prentun og dreifingu þess
. . . .já þetta er lítið land. . .
p.s.
bæði Ólafsfell og Helgafell eru á ferðaáætlun Ferðafélags Íslands...
http://www.fi.is/files/FI2007_1312766787.pdf
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.3.2007 | 23:52
Er Hollywood komið í stríð við Íran?
Myndin 300 sem slegið hefur aðsóknarmet í bíóhúsum er byggð á samnefndrum bókum eftir Frank Miller, en hann gerði líka Sin City. Sagan byggir á orrustu milli Spartverja og Persa þar sem Spartverjar börðust hetjulega við mikið ofurefli liðs. Eitthvað virðast Íranir taka þetta til sín og hafa lýst því yfir að Hollywood hafi með þessu hafið stríð við Íran.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem gerð er mynd um þetta efni, en myndin "The 300 Spartan" var gerð 1962. Ekki er vitað um að sú mynd hafi vakið sambærileg viðbrögð....
![]() |
Íranar gagnrýna bandaríska mynd um Persastríðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |