Færsluflokkur: Matur og drykkur

Kattarkaffi til stuðnings langveikum börnum

Ég lagði loks í það að smakka hið margrómamaða kattakaffi áðan, en það er gert úr indónesískum kaffibaunum sem farið hafa í gegnum meltingarveg Luwak kattarins. Já einmitt - rétt skilið! Sagan segir að eingöngu 100 kg séu "framleidd" á ári og Te og Kaffi hafi tryggt sér ein 20 kg. Kaffið bragðast vel, með smá súkkulaðikeim, en það sem gerir það enn bragðbetra er sú staðreynd að öll sala vegna Luwak kaffisins rennur óskipt til Umhyggju félags til stuðnings langveikum börnum.

Mæli með því.


Hvernig á að meðhöndla "kapítalistasvín"?

Glöggur lesandi bloggsíðunnar benti mér á rétta orðnotkun á VG, en það er vinstri græn. Ég hafði talað um vinstri græna og var þá að ræða um frambjóðendur VG, en rétt skal vera rétt. Til að kynna mér málnotkun og orðmyndir VG skoðaði ég heimasíðu þeirra en þar er vakin athygli á UVG (ung vinstri græn) sem halda úti vefsíðu sem hægt er að skoða hér.

Á síðunni er margt að finna meðal annars er hægt að taka þátt í eftirfarandi viðhorfskönnun þar sem er að finna orðið "kapítalistasvín":

Kapítalistasvín er best...

grillað á teini. (58%) geymt í stíu. (37%) soðið í potti. (5%)
Það er jóst að flestir lesendur síðu UVG vilja fremur geyma "kapítalistasvín" í stíu (37%) fremur en að sjóða það í potti (5%). Best þykir þeim að grilla það á teini (58%)
 
- sjá matreiðsluaðferð á skýringarmynd sem fengin er af síðu UVG:
kapítalistasvín
EN:

Hvað er kapítalistasvín?
Er nokkuð verið að tala um fólk?

 


Þingað í eldhúsinu - Háskóli í stað herstöðvar?

Eldhúsdagsumræður gefa ágæta mynd af áherslum þingflokkanna. Ekki síst skömmu fyrir kosningar.

Að venju voru sumir ræðumenn yfirlýsingaglaðir og á engan er hallað þótt Steingrími J. Sigfússyni sé hrósað fyrir kröftuga ræðumennsku.

Samfylkingin var ekki eins skemmtilegt, enda kannski ekki eins skemmtilegt að vera í Samfylkingunni þessa dagana.

Framsókn varaði við dýrum kosningaloforðum. . . (jú, jú það er vissara)

Frjálslyndir lögðu mjög mikla áherslu á landmærin og íslenskukennsluna...

Geir, Þorgerður og Árni lögðu áherslu á framfarir án öfga þar sem tækifærin nýttust og fólkið fengi að njóta sín....

.....Og boðuðu alþjóðlegan háskóla í stað yfirgefinnar herstöðvar á vallarsvæðinu.
Það væru góð skipti.

Úr Alþingisgarðinum

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband