"You ain´t seen nothing yet"

Einhver óheppilegasti frasi síðustu ára í pólítík hlýtur að teljast "You ain´t seen nothing yet". Margir muna eftir hátíðarræðu forsetans þegar hann lét þessi orð falla um íslensku útrásina.

Þá var tölvupóstur Össurar Skarphéðinssonar frægur þegar hann lýsti Baugsmönnum sem bandítum og klykkti svo út með sömu setningu.

Nú hefur Steingrímur J. Sigfússon bæst í hópinn þegar hann sagði þennan ágæta frasa á opnum fundi um skattamál í gærmorgun. Ég var í salnum og verð að segja það eins og er að ég var ekki að trúa eigin eyrum. Steingrímur hélt því fram að stórfelldar skattahækkanir sem nú hafa tekið gildi séu aðeins fyrsta skrefið; you aint seen nothing yet!

Ekki veit ég af hverju utanríkisráðherra, fjármálaráðherra og forsetinn hafa allir leitað í þess sömu setningu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Verst er að fyrri tvö tilfellin voru algerlega á rökum reist og ég hef grun um að Steingrímur sé að segja satt. Í hans tilfelli hljómar Þetta raunar sem hótun og er í alla staði ósmekklegra og heimskulegra en fyrri tilfellin. Maðurinn er annað hvort í óráði, eða þá fífl, nema hvort tveggja sé.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.1.2010 kl. 20:24

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Maðurinn sem Ísland þarf á að halda - fundinn. Alþjóðlegur sérfræðingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harðorður!

Ég er að tala um frábæra grein, Prófessors Sweder van Wijnbergen, við háskólann við Amsterdam, í NRC Handelsblad. Sá maður er einmitt, sérfræðingur í skuldaskilum ríkja. "Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."

Svo þessi maður, veit allt sem vita þarf, um afleiðingar skuldakreppu! Hann þekkir þessi mál út og inn, fyrst hann var starfandi hjá Heimsbankanum, einmitt á þeim árum, er mörg lönd í 3. heiminum, gengu í gegnum fræga skuldakreppu

Sjá greinIceland needs international debt management

Þetta er að mínum dómi, merkilegasti einstaklingurinn sem tjáð sig hefur opinberlega um málið, og fullyrðing hans "A debt of three or four times GDP cannot be repaid, and therefore will not be repaid" - skal skoðast sem hreinn sannleikur máls, fyrst það kemur frá honum.

Prófill Sweder van Wijnbergen

Fáum þennann mann til landsins!!!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 12:13

3 Smámynd: Ásgeir Jóhann Bragason

Það má vel vera að þetta sé rétt en ég er nú samt á annarri skoðun það skánar með vorinu

Ásgeir Jóhann Bragason, 16.1.2010 kl. 18:29

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tja, ferðamannavertíðin - mun framkalla einhvern fjölda starfa.

Síðan er hún búin.

Þú þarf að hafa í huga, að það ástand er stjórnvöld töluðu upp sem betra, en var reiknað með, er allt orsakað fyrir tilverknað aðgera sem eru tímabundnar.

Rétt fyrir jól kom frétt, að 50% fyrirtækja hafi fengið tímabundna lækkun greiðslubyrði - er að sjálfsögðu hefur verið að framkalla tímabundið minna atvinnuleysi og að auki tímabundið minni samdrátt.

Þetta kemur síðan allt til baka með vöxtum, þegar þær aðgerðir renna út.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.1.2010 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband