Löng er legan

VG er á móti ESB en Samfylkingin vill ekkert annað sjá. VG vill tefja iðnaðaruppbyggingu en Samfylkingin slær úr og í. VG var á móti AGS og greiðslu Icesave framan af en sneri svo við blaðinu. Svona má lengi telja og öllum hefur verið ljóst nema forsætisráðherra að því er virðist.

Það sem kemur mér hins vegar á óvart er það verklag að skammast út í samstarfsflokkinn á sama tíma og stjórnarsamstarfið gengur erfiðlega. - Slík verkstjórn er ekki líkleg til árangurs. 

En þetta með stjórnarandstöðuna og að hún sé ekki nógu leiðitöm þá er rétt að minna á að næst stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn kom Jóhönnu í forsætisráðherrastólinn með því að verja bráðabirgða stjórnina með sérstöku samkomulagi. - Ekki er Jóhanna þakklát Framsókn þarna.

Þá hefur stjórnarandstaðan stuðlað að samstarfi um viðunandi samning vegna Icesave sem Jóhanna ætti að þakka fyrir. - Án þess værum við í enn verri málum öllsömul. 

Ekki virðist hvarfla að Jóhönnu að óvinsældir Samfylkingarinnar séu í tengslum við áherslur Samfylkingarinnar?

Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað... 


mbl.is Ósamstaða VG veikir stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband