Af hverju ekki ESB?

Ég hef lengi haft miklar efasemdir um að Ísland eigi erindi í ESB og tók þátt í stofnun Heimssýnar í júní 2002 ásamt fleira góðu fólki. Sjálfstæðið hefur reynst okkur vel og sem sjálfstæð þjóð höfum við tekið þátt í alþjóðasamvinnu og gengið lengst í samningnum um evrópska efnahagssvæðið (EES) eins og menn þekkja.

Eitt af vandamálunum við ESB er að það er síbreytilegt og stækkar bæði að umfangi og innihaldi. Eins og oft vill verða þegar byggt er á þenslu og vexti er hætt við að undirstöðurnar séu óstöðugar. Nú hefur komið fram það sem menn óttuðust að ríkin sem standa að ESB eru of ólík til að geta staðið með góðu móti að sameiginlegri mynt. Skuldir einkageirans hafa nú verið fluttar í allmiklum mæli yfir á ríkin sjálf sem eiga erfitt með að standa undir skuldunum. Auk þess er undirliggjandi vandi fólginn í því að barneignum hefur fækkað mikið og eru framtíðarhorfur því dekkri en Íslendinga þó skammtímavandi okkars sé mikill.

Nú stendur yfir umsóknarferli Íslands í sambandið og hefur umsóknin orðið til þess að ríkisstjórnin hefur stöðvað gerð nýrra milliríkjasamninga. Nægir hér að nefna fríverslun við Kínverja. Þá hefur mikilll og einbeittur áhugi á að semja um Icesave tengst ESB umsókninni (og AGS líka) þrátt fyrir ítrekaða afneitun sumra um málið. Þetta hefur gert ESB inngöngu ómögulega fyrir þorra þjóðarinnar og þá er komið að því hvort ekki sé ábyrgðarhluti að stunda það sem hafa kalla "bjölluat" það er að segja að sækja um án umboðs og án stuðnigs þings og þjóðar. Ég er viss um að þingmenn hinna þjóðanna 27 spyrja sig þessara spurninga þegar þeir vinna úr gögnum sem varða umsóknina. Það er því eðlilegt að þingið okkar sé spurt hvort rétt sé að halda þessu áfram. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Gríðarlega mistök og valdníðsla að samþykkja ekki tillögu um þjóðaratkvæði um hvort fara ætti í aðildarviðræður.

Fyrir Samfylkingiu var þetta voðaskot í fótinn.

VG vildi fara nær gini ljónsinns til þess að fá andstöðuna upp á yfirborðið.

Vilhjálmur Árnason, 3.7.2010 kl. 19:28

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Það verður að segjast eins og er að þessi ESB för ríkisstjórnarinnar er sú umboðsminnsta sem sögur fara af. Stór hluti ríkisstjórnarflokkanna er á móti en sækir samt um.

Eyþór Laxdal Arnalds, 3.7.2010 kl. 19:29

3 identicon

Er þetta allt og sumt sem þú getur fundið að aðild? Ég get fundið mýmörg atriði sem koma okkur íslenskum almenningi mjög vel ef við göngum í ESB, en þú ert kannski ekkert að gæta hagsmuna almennings, eða hvað? Hérna koma t.d. vaxtalækkanir og lánamöguleikar fyrir almenning ef við göngum í ESB. Þetta mun ayðvitað ekki gerast með það sama, en þetta mun gerast hægt og rólega.

Svona lán munu bjóðast Íslendingum ef þeir ganga í ESB. Þeir gætu valið á milli

   1. Lán með 4 prósenta föstum vöxtum til 30 ára.

   2. Lán með breytilegum vöxtum til 30 ára. Vextirnir á því láni eru nú 1,9 prósent og geta aldrei farið upp fyrir 5 prósent.

  

Sumir Íslendingar vilja borga sín lán með verðtryggingu og vöxtum 17 falt til baka, þ.e. þeir sem eru á móti því að ganga í ESB. Þessi kjör hér að ofan standa dönskum almenningi - og öllum Evrópubúum ef út í það er farið - til boða. Og þau eru öll óverðtryggð enda slíkt fyrirbæri óþarft í heilbrigðum hagkerfum. Þau sem sagt lækka í hvert skipti sem borgað er af þeim. Ef við tökum lán til 40 ára hér á landi og miðum við 5% vexti og 5% verðbólgu, sem sagt allt í fína lagi, þá þurfum við að borga hátt í 200 miljónir til baka á þessum 40 árum. Ef við tökum lán á evrusvæðinu 20 miljónir til 40 ára, þá þurfum við að borga 24 miljónir til baka. Hvort vilt þú?

Gott fólk, út af hverju takið þið ekki afstöðu til ESB út frá því hvort það komi ykkur persónulega vel eða ekki? Kvótagreifinn tekur afstöðu til ESB út frá því sem er best fyrir hann, óðalsbóndinn tekur afstöðu út frá því sem er best fyrir hann. Hvað með þig, langar þig að borga húsnæðislánið þitt 10 falt til baka, eða rúmlega einu sinni til baka? Hættum þessu bulli að láta einhverja sérhagsmunasambönd teyma okkur út í stuðning við örfáa aðila, tökum bara afstöðu til ESB út frá því sem kemur okkur sjálfum og fjölskyldum okkar best. Hvort viltu borga til baka af 20 miljóna króna íbúðarláni, 200 miljónir eða 24? Ertu flón eða maður sem stendur með sjálfum þér?
Lestu eftirfarandi og spurðu sjálfan þig hvort það sé þess virði að styðja við bakið á kvótagreifum og óðalsbændum? Hversu miklu ertu tilbúinn að fórna svo sérhagsmunaaðilar sofi rólega á meðan þú borgar af láninu þínu?



Samkvæmt útreikinginum á kostnað við fasteignalán til fjörutíu ára í Þýskalandi á fasteignavefnum Immobilienscout:=> Fjárhæðin skiptir ekki máli fyrir útreikningana, hún vex í sama hlutfalli hversu há sem hún er, en við miðuðum við 100.000 evrur og þá 4% vexti sem gefnir eru upp til viðmiðunar.

Vaxtarkostnaður við slíkt lán væri 19.475 evrur. Það er, heildarfjárhæðin sem lántaki greiðir til baka á 40 árum er 119.475 evrur. Vaxtakostnaðurinn er tæp 20% af lánsfjárhæðinni.
Kostnaðurinn við þýskt húsnæðislán til 40 ára er því undir 20% af lánsfjárhæðinni. Kostnaðurinn við íslenskt húsnæðislán til sama tíma, miðað við 6% vexti og 5% verðbólgu, er yfir 800% af lánsfjárhæðinni. Munurinn á 20% (0,2x) og 800% (8x) er fertugfaldur.

Hugsið ykkur að ef við göngum í ESB þá lækka vextir á öllum lánum til heimilanna og fyrirtækja um 228 miljarða á ári, já 228 miljarða á hverju ári. Þetta eru peningar sem ég og þú eigum og verðum að vinna hörðum höndum fyrir og láta síðan af hendi við fjármagnseigendur. Að ganga í ESB yrði þess vegna mesta kjarabót sem íslenskum almenningi mun nokkurn tíman standa til boða. Hugsið ykkur einnig allar vinnustundirnar sem almenningur þarf að leggja á sig til að borga þessa 228 miljarða á ári. Þetta er fórnarkostnaðurinn sem við borgum fyrir að vera ekki í nánara samstarfi við aðrar þjóðir, og husið ykkur einnig hve við gætum búið börnunum okkar betra líf ef ekki kæmi til þetta rán á hverju ári. Einnig má velta því fyrir sér allan þann frítíma sem fólk hefði ef það þyrfti ekki að vinna myrkran á milli til að borga þessa okurvexti. Áfram ESB!!!!

 

Valsól (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 19:36

4 Smámynd: Gissur Þórður Jóhannesson

Valsól ! Eru Íslendingar búnir að taka nó af erlendum lánum á undanförnum árum?            Er ekki komin tími til að við förum að vinna fyrir okkur sjálf. Framleiða vörur bæði til útfluttnings og heimabrúks svo ekki þurfi eiða fjármunum þjóðarinnar til að flytja þær inn. 

Gissur Þórður Jóhannesson, 3.7.2010 kl. 21:58

5 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Ágæta Valsól,

ég get fundið miklu fleira ef þú vilt en vildi benda á nokkra punkta sem hafa verið minna í umræðunni en auðlindir okkar og fiskveiðistjórnun.

Annars bendi ég þér á www.heimssyn.is á ítarefni :)

Eyþór Laxdal Arnalds, 3.7.2010 kl. 22:11

6 identicon

Út af hverju er ykkur svona illa við að þjóðin fái að ákveða þetta? Þið í Sjálfstæðisflokknum hafið hingað til ekki verið á því að eltast eigi við niðurstöður skoðanakannana og stjórna landinu eftir könnunum. En núna allt í einu er það mjög mikilvægt. Reynið að ákveða ykkur. Við hvað eruð þið hræddir? Getur það verið að þið óttist að samningurinn sem mun liggja fyrir, verði svo góður að þjóðin geti ekki hafnað honum og að í ljós muni koma að áróður ykkar hefur verið tómt plat?

Valsól (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 22:23

7 identicon

Gissur, er einhver að tala um erlend lán hérna?

Valsól (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 22:24

8 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Valsól, Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að breyta stefnu sinni. Hann hefur alltaf lýst yfir að hann telji okkur ekki betur borgið í ESB. Hann samþykkti að hann væri til í aðildarviðræður ef fyrst færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður. Þjóðaratkvæðagreiðslan hefði skorið úr um vilja landsmanna til þess að sækja um aðild og hvort hefja ætti aðildarviðræður. Samfylkingin og VG nauðguðu samþykkt gegnum þingið og fóru án fullnægjandi baklands í viðræðurnar í óþökk þjóðarinnar. Því er langsótt af þér að bera við að Sjálfstæðisflokkurinn forðist þjóðaratkvæðagreiðslur.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 3.7.2010 kl. 23:28

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Þá hefur mikilll og einbeittur áhugi á að semja um Icesave tengst ESB umsókninni "

Það er ekki hægt að taka menn alvarlega sem tala svona.  Eða sömdu ekki þið sjallar um icesave haustið 2008? Já hélt það.  Og voruði búnir að sækja um esb þá?  Nei hélt ekki.

Hvaða tal er þetta!

Þess fyrir utan er, verð eg að segja, undarlegur málllutningur ráðandi manna, að halda því að fólki að það sé einhver reisn eða vit í að reyna að humma fram af sér að standa undir alþjóðlegum skuldbindingum landsins.  Eg verð að segj að eg er alveg kross bit yfir þessum málflutningi ykkar sjalla.

Svona málflutningur mundi hvergi viðgangast á byggðu bóli í vestrænum ríkjum og þyrfti helst etv. að leita til Zimbabwe o.þ.h. ríkja til að finna hliðstæðu í málflutningi.

,,Nægir hér að nefna fríverslun við Kínverja"

Það lá að. Frísverslun við Kína.  Það var og.  Einmitt.  Það er alveg ROSALEGA SPENNANDI!  Ríki sem þekkt er að marréttindabrotum og kúgun.  Endilega.  Við skulum bara ganga í Kína. 

,,Eitt af vandamálunum við ESB er að það er síbreytilegt"

Já, þetta minnir nú á ísland fyrri alda þar sem engu mátti breyta og aldalöng stöðnun ríkti.  Ísl. höfðingjar voru hræddir við breytingar og héldu innbyggjurum í ánauð og vistaböndum  með hræðsluna að vopni enda högnuðust þeir á einangrun og stöðnun.  Það mátti ekki einu sinni myndast þéttbýli við sjávarsíðuna.

það er nú bara þannig í dag að veröldin er síbreytileg.  Dagurinn í dag er ekki sá sami og í gær o.s.frv.  Það hefur aldrei verið mikilvægara að vera í góðum tengslum við umheiminn.  Þar á að vera nr. 1,2&3 sterk og mikil tengsl við Evropu, okkar menningarlega og sögulega bakland sem við eigum allt, bókstaflega allt, sameiginlegt með.  Það hagnast íslandi best að vera fullur og fomlegur aðili að ESB og verða þjóð meðal þjóða  og vinna að hagsmunamálum íslands í samvinnu við vestræn lýðræðisríki.

Allt tal um Kina er bara útí himinbláinn.  Ísland á eigi að koma nálægt Kína! - nema þá í gegnum ESB.  Annað er hreinlega stórhættulegt og mikill ábyrgðarhluti af ykkur sjöllum ef þið ætlið að koma kínverskum sjórnvöldum  hérna inná gafl.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.7.2010 kl. 23:47

10 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Eythor talar um umbodsleysi, allar kannanir i 15 af fyrir samthikkt bentu til ad thjodin vildi saekja um. Nuna vilja menn nota skodanakannanir en ekki umbod kjosenda til ad draga umsokn til baka. Er ihaldid ad segja ad skodanakannanir eigi ad hafa meira vaegi en kosningar, eda er Eythor bara omerkilegur taekifaerissinna?

G. Valdimar Valdemarsson, 3.7.2010 kl. 23:53

11 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Eyþór, Það er nú bara þannig að Heimssýn er ómarktæk með öllu. Enda er sannleikurinn ekki það sem er markmiðið með þessum samtökum, og hefur aldrei verið.

Ég minni á að hugmyndafræði stofnanda Heimssýn er einangrun Íslands og verri kjör almennings á Íslandi. Enda er þetta maður sem var, og líklega er á móti aðild Íslands að EFTA, EES og núna ESB. Ragnar Arnalds talaði um að ástandið á Íslandi yrði verra við EFTA aðild Íslands, og hann endurtók svipaðan söng við inngöngu Íslands í EES.

Staðreyndin er að íslenskur almenningur mun græða gífurlega á ESB aðild. Enda mun þá verða tekið tillit til hagsmuna almennings í fyrsta skipti á Íslandi, ekki sérhagsmunahópa. Í dag hefur nefnilega sérhagsmunahópum verið hyglað á kostnað almennings. Umræddir sérhagsmunahópar eru eðli málsins samkvæmt á móti ESB aðild Íslands.

Adda, Í ályktun sjálfstæðisflokksins frá árinu 1989 - 1990 segir að sjálfstæðisflokkurinn á að standa að því að íslendingar sæki um aðild að ESB. Frá þeirri stefnu var fallið, eins og þekkt er. Þar er um að kenna þeirri staðreynd að Davíð Oddsson varð formaður og tók upp harða stefnu í ætt við það sem var finna í Bandaríkjunum og Bretlandi (Thatcherism) og stefnu sem er kennd við Ronald Regan. Á samt harðri stefnu í ný-frjálshyggju.

Þessi stefna var auðvitað ekki samhæfð við þá stefnu sem er rekin í ESB, sem byggir á samheldni samfélagsins, stöðugu verðlagi og öflugu eftirliti með markaðinum og fyrirtækjum sem eru á markaðinum.

Sjálfstæðisflokkurinn forðast þjóðaratkvæðagreiðslur eins og heitan eldinn. Allt tal þeirra í dag um þjóðaratkvæði er bara eintóm froða.

Jón Frímann Jónsson, 3.7.2010 kl. 23:56

12 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll G. Valdimar Valdemarsson,

umboð kemur ekki frá skoðanakönnunum. Umboð stjórnarinnar kemur frá Alþingi sem samþykkti aðildarumsókn þrátt fyrir að margir þingmenn VG væru í raun á móti ESB aðild. Það er ákveðið umboðsleysi. Vilji almennings hlýtur líka að skipta máli þó hann sé ekki formlegur aðili eins og ef kosið hefði verið um aðildarumsóknina með þjóðaratkvæði.

Eyþór Laxdal Arnalds, 4.7.2010 kl. 00:06

13 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Gífurlegur áhugi Sjálfstæðismanna á skoðanakönnunum þessa dagana vekur athygli.

Þetta er flokkurinn sem hefur horft upp á eindregna andstöðu almennings í skoðanakönnunum við gjafakvóta árum ef ekki áratugum saman án þess að sýna nokkur viðbrögð önnur en þau að fylkja sér á bak við gjafakvótaþega.

PS
Takk fyrir góða samantekt Valsól

Finnur Hrafn Jónsson, 4.7.2010 kl. 01:01

14 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildaviðræður? Það er eins og að borða matinn áður en hann er matreiddur... Atkvæðagreiðslan væri um Gróusögur og hyllingar en ekki staðreyndir. Bara bull að bera slíkt fyrir þjóðina.

"Sjálfstæðið hefur reynst okkur vel..."

Þetta er svona dæmigerð heilaþvottastaðhæfing sem maður er orðinn frekar vanur að heyra frá xD... að mótmæla þessu lætur mann hljóma eins og maður vilji fara aftur í það að vera hluti af Danaveldi. Staðhæfingin er því ónothæf sem rök í allri umræðu... líkt og að líkja fólki við Hitler eða Nasista. Vinsamlegast hættu að rugla fólk með svona málfari.

"...hætt við að undirstöðurnar séu óstöðugar..."

ESB var stofnað 1952 og hefur bara vaxið á alla vegu síðan þá. Lýðræðisferlið þar er mjög skýrt, þó að það gangi hægt fyrir sig enda þarf það ekkert nauðsynlega að gera það á svo "háu" stigi ákvarðanatöku.

"Skuldir einkageirans hafa nú verið fluttar í allmiklum mæli yfir á ríkin sjálf sem eiga erfitt með að standa undir skuldunum."

Bíddu, er þetta röksemdafærsla sem ÞÚ (sem meðlimur xD) ert að nota gegn ESB? Hefur þú heyrt talað um hræsni? Þetta kallast að kasta inn eldhúsvaskinum ... staðhæfing sem telst neikvæð þessa dagana sem er algerlega ótengd ESB eingöngu.

"Umboð stjórnarinnar kemur frá Alþingi sem samþykkti aðildarumsókn þrátt fyrir að margir þingmenn VG væru í raun á móti ESB aðild"

... og umboð alþingis kemur frá kjósendum. Það kom skýrt fram hjá VG að þeir myndu tala gegn því að ganga í ESB en það væri ekkert að því að sækja um og láta þjóðina ákveða. Þjóðin ræður svo hvort hún hlustar á VG eða ekki... Eitthvað sem xD virðist vera gersamlega ófært að skilja. Þjóðin ræður! Lýðræði!

Varðandi Heimssýn:

Er Evrópusambandið ekki stærsta fríverslunarsvæði heimsins?http://en.wikipedia.org/wiki/Free_trade_area - skilgreining á fríverslunarsvæði:

"Free trade area is a type of trade bloc, a designated group of countries that have agreed to eliminate tariffs, quotas and preferences on most (if not all) goods and services traded between them."

Svar heimssýnar: "Evrópusambandið er ekki fríverslunarsvæði..."

Skilgreining á fríverslun ESB: http://en.wikipedia.org/wiki/Four_Freedoms_(European_Union)

"Customs duties and taxation

The European Union is a customs union. This means that member states have removed customs barriers between themselves and introduced a common customs policy towards other countries."

Semsagt, "Evrópusambandið er ekki fríverslunarsvæði..." er ósatt.

Önnur mikilvæg spurning:

"Héldu Íslendingar yfirráðum yfir fiskveiðum við Ísland ef gengið yrði í ESB?"

Spurningunni er ekki svarað heldur er gefið svona dæmigert pólitískt svar ... "Ef Ísland gengi í Evrópusambandið færðust yfirráðin yfir íslensku fiskveiðilögsögunni til sambandsins. Í þessu fælist að stór hluti þeirra reglna..." og svoleiðis bull.

Hið rétta er hér:

http://ec.europa.eu/fisheries/cfp_en.htm sem segir meðal annars:

"...in order to ensure that smaller vessels could continue to fish close to their home ports, a coastal band was reserved for local fishermen who have traditionally fished these areas. Measures were also adopted for a common market in fisheries products. A structural policy was set up to coordinate the modernisation of fishing vessels and on-shore installations.

All these measures became more significant when, in 1976, Member States extended their rights to marine resources from 12 to 200 miles from their coasts, in line with international developments."

Þannig að "local fishermen" eru með einkanot af veiðum innan 200 mílna landhelgi... verður þetta mikið skýrara?

Ég er orðinn hundleiður á þessu bulli, röfli og rugli ... vinsamlegast gerðu skýran greinarmun á staðreyndum og skoðunum. Ég mæli sérstaklega með því að gera allavega pínulitla leit að heimildum áður en:

- Fólk lætur svona bull út úr sér

- Fólk trúir því sem það les...

Björn Leví Gunnarsson, 4.7.2010 kl. 03:18

15 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Vá, ég bara verð að bæta við eftir að hafa lesið aðeins meira af þessu heimsýnardóti...

"Hver yrðu áhrif Íslendinga innan Evrópusambandsins?

Áhrif Íslands innan Evrópusambandsins, yrði af íslenskri aðild, yrðu svo gott sem engin. Sú meginregla gildir innan sambandsins að vægi einstakra aðildarríkja, og þar með allir möguleikar þeirra til þess að hafa áhrif innan þess, fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru."

Í fyrsta lagi þá myndu Íslendingar fá fulltrúa í "European Commission" (EC) þar sem einn fulltrúi kemur frá hverri þjóð, allir með jafngild atkvæði. Þetta er innsti mótor ESB sem sendir lagatillögur til þingsins, þar sem já... Íslendingar yrðu ekki með marga fulltrúa. Hins vegar virkar þetta ekki eins og hið háa alþingi Íslendinga, þegar það kemur eitthvað frá EC þá er frekar ákveðið hvaða stefnu á að taka og þingið venjulega samþykkir eða sendir til baka þar sem beðið er um eilitlar leiðréttingar...

Allavega, í öðru lagi þá er það European Council þar sem einn ráðherra frá hverju landi hefur sæti (aftur, ekki tengt fólksfjölda).

Í þriðja lagi, dómsstólar sem taka við málum sem er vísað til þeirra af dómstólum hvers lands fyrir sig ef málið á sérstaklega við ESB ... tengist ekkert fólksfjölda.

3 af 4 tengjast ekki fólksfjölda. Ég gæti gargað af gremju þegar maður les svona illa matreidd svör eins og maður finnur á heims... dótinu þarna.

Meira af heimsdótinu þarna:

"Því fámennari, því minni möguleikar á áhrifum, því minna frjáls og fullvalda."

Já er það já... er ekki frelsi einstaklingsins mál allra mála í þínum flokki? Hversu fámennur er einstaklingurinn? ... ertu að segja að frelsi einstaklingsins sé sem sagt glatað mál?

ég bara spyr, svona af því að mér finnst þetta hljóma mjög þverstæðukennt.

Björn Leví Gunnarsson, 4.7.2010 kl. 03:36

16 Smámynd: Júlíus Björnsson

Svona lán munu bjóðast Íslendingum ef þeir ganga í ESB. Þeir gætu valið á milli

   1. Lán með 4 prósenta föstum vöxtum til 30 ára.

   2. Lán með breytilegum vöxtum til 30 ára. Vextirnir á því láni eru nú 1,9 prósent og geta aldrei farið upp fyrir 5 prósent.

 Hvar er sannanir fyrir þessu að finna?  

Júlíus Björnsson, 4.7.2010 kl. 03:48

17 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Af hverju ekki ESB.....vegna þess að við höfum þangað ekkert að gera...einu og án efa stærstu rök Samfylkingarfólks og VG-liða..er að þá er hægt að taka lán á svo "góðum" kjörum...er ekki komið nóg af lánum..hvernig væri að fólk færi bara að vinna fyrir því sem það vill eignast..umsóknaraðild læknar ekki ástandið á Íslandi neitt...málið er mjög einfalt..rekstraraðilar ríkissins..stjórnmálastéttin..hefur staðið sig mjög illa í rekstri ríkissins alveg síðan Ísland fékk sjálfstæði..hættum lántökum og reisum landið á sterkri framleiðslu..og þannig byggjum við land og þjóð...framleiða...framleiða.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 4.7.2010 kl. 10:27

18 Smámynd: Gunnlaugur I.

Margir fylgjendur ESB aðildar falla í þær skotgryfjurnar að það séu bara "vondir" sjálfstæðismenn sem séu á móti aðild og þegar þeir verða verulega reiðir yfir fylgisleysi ESB aðildar þá byrja þeir í áróðursskyni væntanlega að tala um að þetta sé allt saman "náhirð Davíðs Oddssonar" að kenna.

Málið er að þetta snýst ekkert sérstaklega um Sjálfstæðisfllokkinn.

Það er bara þjóðin sjálf sem hafnar ESB aðild algerlega.

Staðreyndir málsins eru þær að það er yfirgnæfandi meirhluti þjóðarinnar algerlega andvígur ESB aðild og þessari aðildarumsókn.  Það eru yfir 70% andstaða.

Andstaðan er í öllum flokkum og líka hjá þeim sem nefna enga flokka.

Hjá Sjálfstæðisflokki, VG og Framsókn og þeim sem engan flokk styðja er andstaðan 70 til 75%

Hjá Samfylkingunni eru aðeins 67% sem virðast styðja þessa ESB herleiðingu flokksforystunnar og næstum 20% segjast vera andvígir ESB aðild. Það eru reyndar miklu fleiri en þeir sárafáu sem hlynntir eru aðild hjá nokkrum hinna flokkanna.

Þannig að nær væri fyrir fjölmiðlana að tala um skoðanaágreiningin og jafnvel alvarlegan klofningin hjá Samfylkingunni vegna ESB málsins, en hjá Sjálfstæðisflokknum eða nokkrum hinna flokkanna.

Við vin min G. Vald vil ég segja að það hljóta að verða umskipti hjá ykkur í Framsókn þar sem yfirgnæfandi meirhluti grasrótarinnar og jafnvel líka einhverjir af nýju þingmönnum ykkar eru andvígir ESB aðild. Þannig að flokkurinn hlýtur að breyta stefnu sinni að vilja mikils meirihluta flokksmanna þ.e.a.s. að skipa sér í sveit sem verður eindregið gegn ESB aðild.

Svo er það alls ekki rétt hjá þér að segja að allar skoðanakannanir sem gerðar voru á s.l. ári og þar á undan alls 15 stk hafi sýnt meirhluta við ESB aðild eða ESB umsókn.  Þessar skoðanakannanir flestar voru mjög leiðandi um einhverjar könnunarviðræður við ESB og þar fram eftir götunum.  Heilt yfir mörg ár aftur í tímann og til þessa dags hefur þjóðin eindregið verið gegn ESB aðild ef frá eru taldir örfáir mánuðir er þjóðin var í losti við upphaf efnahagshrunsins.     

Á það ber líka að líta að allar forsendur fyrir ESB aðildarumsókn hafa verulega breyst.

Allt tal um öryggið og fjármálalegt aðhald og efnahagslegan stöðugleika og um hina eðalbornu fullkomnu evru mynt hefur reynst helber vitleysa.

Áróðurinn sem sagður var í síbylju af ESB trúboðinu á Íslandi það er: 

"ÞETTA HEFÐI ALDREI GERST HEFÐUM VIÐ VERIÐ Í ESB OG MEÐ EVRU" 

Þessi síbyljufrasi ESB trúboðsins hefur reynst einhver versta lygi og blekking gjörvallrar Íslandssögunnar.

ESB trúboðið er á harða flótta það stendur ekki steinn yfir steini í málatilbúnaðinum og fylgisleysið svíður.

Það besta sem gæti gerst fyrir þessa þjóð væri að þessi óheilla ESB umsókn verði dreginn til baka þegar í stað og þá væri möguleiki að hægt yrði að sameina þjóðina á ný til góðra verka í stað þessa hörmulega sundurlyndis og ófriðar sem þessi ESB umsókn hefur kostað þjóðina. 

Gunnlaugur I., 4.7.2010 kl. 10:37

19 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Eyþór

Ég verð nú að segja, að það er ekki hægt annað en að brosa út í annað að þeim rökum, sem þú telur upp í þessu bloggi.

 1. Sjálfstæði okkar er ekki í húfi við aðild að ESB, eða geturðu í alvöru haldið því fram að þau 27 ríki, sem nú eru í sambandinu hafi fórnað sjálfstæði sínu. Finnst þér líklegt að ríki Austur-Evrópu, sem nýbúin eru að endurheimta sitt sjálfstæði eftir 45 ára kúgun kommúnista séu að fórna sjálfstæði sínu. Um 10 ríki bíða þess nú að komast inn í ESB og er það til að fórna sjálfstæði sínu?

2. Óstöðugar undirstöður - Bíddu nú aðeins við, hrundi ekki allt hér á Íslandi fyrir 18 mánuðum og urðum við ekki nær gjaldþrota. Stór hluti heimila og fyrirtækja er annaðhvort farinn á hausinn eða við það að fara á hausinn. Er þessi staða upp í Evrópu, nei alls ekki. Atvinnuleysi jókst aðeins og gengi evrunnar hefur lækkað, eftir að hafa u.þ.b. tvöfaldast að verðgildi gagnvart dolla frá því að hún var innleidd. Þessi lækkun evru mun ger ESB samkeppnishæfara.

3. Hvar hafa skuldir einkageirans verið færðar í meira mæli yfir á þjóðina og hér á landi? Ég minni á nokkur hundruð milljaðra, sem fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og seðlabankastjóri spreðaði í Hruninu. Síðan minni ég á Icesave skuldbindingarnar, sem annar formaður Sjálfstæðisflokksins tók að sér að greiða. Ég minni á að Sjálstæðisflokkurinn kom okkur í þessa aðstöðu á 18 ára valdaferli sínum. Það er hárrétt það var ekki hægristefnan, sem kom okkur í þessi vandræði, heldur sérhagsmunagæslulið og ákveðnar valdafjölskyldur í landinu. Þessir aðilar eru þeir sem skapa hér vandamálin.

4. Fríverslunarsamningar - ESB er með mun meiri fríverslunarsamninga í gangi en við Íslendingar og í sumum tilfellum mjög svipaða. Við hverja heldur þú að fólk hafi áhuga á að gera samninga við ESB með 500 milljónir íbúa eða EFTA með 12 milljónir íbúa. Hefur þú skoðað hversu mikil viðskipti við höfum við Sviss og síðan við ESB - skoðaðu það og skrifaðu svo. Finnst þér líklegt að við siglum í 10 daga með fiskinn okkar yfir norðurpólinn á næstu árum eða fljúgum með hann í 14 klst. þegar við getum flogið með fiskinn á 3-4 klst. eða siglt með hann á 2-3 dögum á bestu markaði í heimi og þá til fólks sem þekkir fiskinn okkar og borðar þorsk, ýsku, ufsa, karfa, makríl og síld! Kynnað sér málin - skrifa svo!

5. Barneignir - Sammála þér í þessu, en þetta er því miður allsstaðar vandamál nema í þróunarlöndum.

6. Stuðningur við aðild - Í Bretlandi fór stuðningur niður í 18% þegar verst lét í samningaviðræðum við ESB. Í Svíþjóð voru ESB andstæðingar allt ferlið fleir en stuðningsmenn, en atkvæðagreiðslunni samþykktu Svíar samninginn.

Það er auðvitað frábær niðurstaða að nú í byrjun aðildarviðræðna, skuli vera 26% stuðningur við aðild og 14% óákveðnir, en um 60% andsnúnir aðild.

Ekki hefur verið spurt út í vilja fólks að klára þessar viðræður, en það er auðvitað lykilspurning fyrir fólk eins og mig, sem vilja ekki ana inn í ESB en vilja sjá hvað er í boði áður en þeir taka upplýsta og vonandi skynsamlega ákvörðun! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.7.2010 kl. 10:49

20 Smámynd: Gunnlaugur I.

Guðbjörn.

Víst var fólk spurt þessarar spurningar það reyndust eilítið færri eða tæp 58% þjóðarinnar sem vildu afturkalla ESB umsóknina tafarlaust.

Það þýðir 70,3% ef aðeins var tekið tillit til þeirra sem afstöðu tóku eins og gert yrði á kosningum.

Svo væri hægt að rakka þessar fullyrðingar þínar niður eina af annarri en ég gef mér ekki tíma til þess núna. Minni þó á að einkaskuldir fyrirtækja og banka hafa í stórum stíl verið færðir yfir á ríkissjóði ESB landanna. Líka heilu björgunarpakkarnir.

Minni þig líka á að atvinnuleysi er að meðaltali talsvert hærra í ESB ríkjunum en er á Íslandi og einnig að hér sjást góð merki um að Ísland sé að vinna sig betur og fyrr útúr kreppunni með sína krónu heldur en önnur kreppulönd ESB ríkjasambandsins.

Bjartsýnistal þitt um að 26% stuðningur við ESB aðildarumsóknina sé bara býsna gott er bara örvæntingarfullur brandari !

Þessi ESB umsókn er dauðadæmd og andvana fædd vegna mikillar andstöðu þjóðarinnar og algjörs fylgisleysis !

Þú mátt halda áfram að slá hausnum á þér við stein og hrópa um ágæti ESB en fylgisleysi ykkar lagast ekkert !

Gunnlaugur I., 4.7.2010 kl. 11:34

21 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

 Til Gunnlaugs I:

Krónan margfaldaði tjón almennings af bankahruninu.

Ef Íslendingar hefðu haft evru eða dollar í stað krónunnar þegar bankarnir hrundu:

- hefðu líkast til verið starfandi útibú erlendra banka á Íslandi sem hefðu haldið áfram starfsemi eins og ekkert hefði í skorist þegar íslensku bankarnir hrundu.

- Hefði ekki skollið á gjaldeyriskreppa sem stórskaðaði utanríkisviðskipti Íslendinga.

- Hefði þjóðarframleiðsla Íslendinga ekki minnkað um ca. 40% á fyrsta árinu eftir hrunið mælt í alþjóðlegum myntum. Líkast til frekar um 10% sem var hlutur bankanna í þjóðarframleiðslunni fyrir hrun.

- Hefði verðlag ekki hækkað um 40%.

- Hefðu gengistryggð og verðtryggð lán einstaklinga og fyrirtækja ekki hækkað um 30-100%.

- Hefðu Íslendingar ekki þurft að leggjast á hnén til að biðja AGS og nágrannaríki um gjaldeyrislán.

- Væru Íslendingar ekki að borga miljarðatugi ef ekki meira árlega í vexti af lánum til að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn.

- Hefði fjöldi fyrirtækja ekki orðið tæknilega og mörg raunverulega gjaldþrota vegna gengishrunsins.

- Mun færri hefðu misst vinnuna vegna þess að mun færri fyrirtæki hefðu orðið gjaldþrota.

Bankahrunið var mikið áfall fyrir efnahagslíf Íslendinga. Gjaldeyriskreppan sem fylgdi í kjölfarið og afleiðingar hennar ollu margfalt stærra áfalli, sérstaklega fyrir almenning.

Þess vegna er með ólíkindum að einhverjir skuli nú koma fram og lofa kosti krónunnar við að takast á við áfallið sem var að miklu leyti tilkomið einmitt vegna krónunnar.

Finnur Hrafn Jónsson, 4.7.2010 kl. 12:21

22 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Finnur...stjórnmálastéttin skapaði þetta hrun krónunnar...gjaldmiðillinn endurspeglar störf stjórnmálastéttarinnar...rekstur ríkissins hefur verið arfa slakur undangenginn 50 ár eða svo..það er endalaust verið að bólgna út ríkisjötuna..og á endanum springur kerfið...íslenska krónan er ekki vandamálið...stjórnmálastéttin er vandamálið...vandamálið eru þeir sem hafa verið belgja út ríkisreksturinn..og ýta fjárlagahallanum alltaf fram fyrir sig..í staðinn fyrir að tekið sé á málunum strax....varðandi hrun krónunnar...þá tók ríkið 250 milljarða úr okkar vasa til fjármagnseigenda...og það er einmitt talan sem fjárlagahallinn er...merkilegt nokk.

Stjórnmálastéttin á 90% sök á gengi krónunnar.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 4.7.2010 kl. 12:37

23 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Svona almenn athugasemd til að byrja með, ég er ekkert sérstaklega hlynntur né andvígur ESB aðild, var einungis að setja út á rökvillur og misvísandi upplýsingar. Ég er sérstakur andstæðingur rökvillna og misvísandi upplýsinga ...

"5. Barneignir - Sammála þér í þessu, en þetta er því miður allsstaðar vandamál nema í þróunarlöndum."

Af hverju er þetta vandamál? Er hægt að gera ráð fyrir því að mannkynið fjölgi sér bara? Er það undirstaða efnahagskerfissins að fólki innan efnahagskerfisins fjölgi eða eitthvað svoleiðis? Að hugsa að barneignir, hvort sem það er til fjölgunar, fækkunar eða stöðnunar sé vandamál er rangt. Kerfið verður að virka án þess að það sé einhver krafa á barneignir X.

"Víst var fólk spurt þessarar spurningar það reyndust eilítið færri eða tæp 58% þjóðarinnar sem vildu afturkalla ESB umsóknina tafarlaust."

Ég gef nú ekki mikið fyrir aðferðafræði skoðanakannana sem spyrja "mataðra" spurninga. Undanfarið hefur verið talað mikið um nákvæmlega þessa spurningu á mjög neikvæðan hátt (kostnað og þvíumlíkt) ... þannig að svar við þessari spurningu er hlutdregið. Kallast skoðanakannanasvindl...

"Svo væri hægt að rakka þessar fullyrðingar þínar niður eina af annarri en ég gef mér ekki tíma til þess núna."

Þetta er náttúrulega jafn rangt að segja og "Sjálfstæðið hefur reynst okkur vel", kalla einhvern Nasista, kommúnista eða fasista. Ef þú hefur ekkert að segja um fullyrðingarnar slepptu því þá.

"Minni þig líka á að atvinnuleysi er að meðaltali talsvert hærra í ESB ríkjunum en er á Íslandi"

Sjáum til...

Hagstofa.is er eitthvað lengi að vinna þetta þannig að ég nota tölur frá: http://is.wikipedia.org/wiki/Atvinnuleysi ... þar er vitnað í úreldar fréttir af mbl.is sem segir að atvinnuleysi á íslandi í febrúar 2010 hafi verið 9,3%

Atvinnuleysi í ESB:

http://epp.eurostat.ec.europa.eu/cache/ITY_PUBLIC/3-02072010-AP/EN/3-02072010-AP-EN.PDF

Miðað við þetta þá eru 15 evrópuþjóðir með minna atvinnuleysi en Ísland, af 27. Meðalatvinnuleysi er 9,6% eða pínulítið hærra. 15/27 = 55% evrópuþjóða eru með lægra atvinnuleysi.

9,6% vs 9,3% ... ómerkjanlegur munur. 55% er svipað... niðurstaða = það er ekki merkjanlegur munur á atvinnuleysi á Íslandi og ESB, staðhæfing þín um atvinnuleysi að meðaltali á ekki við rök að styðjast.

"Bjartsýnistal þitt um að 26% stuðningur við ESB aðildarumsóknina sé bara býsna gott er bara örvæntingarfullur brandari !"

Það er það ekki ef hann leggur fram gögn máli sínu til stuðnings. Algeng rökvilla að halda annað.

"Þessi ESB umsókn er dauðadæmd og andvana fædd vegna mikillar andstöðu þjóðarinnar og algjörs fylgisleysis !"

Í alvöru? Hvað er búið að rífast lengi um hvað ESB þýðir fyrir Ísland? Svarar umsóknin því ekki? Kemur það ekki skýrt fram í svari ESB við umsókninni við hverju er að búast þannig að hægt verði að taka ákvörðun byggða á staðreyndum en ekki spuna og ýmsum misgóðum útúrsnúningum?

... þetta er UMSÓKN, ekki innritun. Skil ekki hvað menn eru svona hræddir við umsókn og þjóðaratkvæðagreiðslu eftir það.

Björn Leví Gunnarsson, 4.7.2010 kl. 13:19

24 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það hefur engum ESB-andstæðing tekist að koma með aðra raunhæfa lausn á gjaldmiðilsmálum Íslands.

Hér með óska ég enn og aftur eftir slíkri lausn. Megið líka svara með athugasemd við nýjasta pistil minn um Evrópumálin.

Theódór Norðkvist, 4.7.2010 kl. 13:29

25 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég tel að óeðlilegur fjármálagrunnur á Íslandi hafi fælt  útbúi erlendra banka frá Íslandi og þess vegna hafi samkeppnin farið fram á þeirra heimamörkuðum eingöngu.

Einokun á því sem kallast negam-lánsform gerir alla langtíma örugga fjármálastarfsemi ómögulega stærðfræðilega. Frelsi er val. Lágir heildarvextir sanna að lán eru örugg ef hæfir aðilar lána.

Svo má líka spyrja sig að því hvað Útlendingar álíta 300.000 manna neytendamarkað þola mikinn fjámagnskostnað: stærð fjámálageira.

Almennt fjár ólæsi einkennir 100% Íslendinga. 

Verðtrygging allra ríkja heims tekur mið af verðlagsbreytinga í hverju ríki fyrir sig til þess að miða leiðréttingar vexti heildargrunnvaxta við eru gerða opinberra svo kallað CPI neysluvístölur í hverju ríki um sig.

Óverðtryggt fylgir ekki neysluverðlagi og slík lánsform eru oftast dýrari en eðlilega neysluverðtryggð lán breytilegra vaxta. Hinsvegar er negam formin þau langdýrustu og erlendis markaðasett vegna viðskipta fasteigna og annarra lítt veða eða mikillar áhættu og þá í skammatíma styttri en 5 ár.  

Júlíus Björnsson, 4.7.2010 kl. 13:48

26 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

"...Stjórnmálastéttin á 90% sök á gengi krónunnar...."

Ég get verið sammála því. Afrek íslenskra stjórnmálamanna á síðustu árum vekja ekki miklar vonir um að þetta lagist.

Lausnin hlýtur því að felast í því að leita nýrra leiða eins og að taka upp evru eða dollar.

Aukin alþjóðaviðskipti gera einnig sífellt erfiðara að halda úti minnsta gjaldmiðli heims án þess að taka upp höft eða einangrunarstefnu.

Finnur Hrafn Jónsson, 4.7.2010 kl. 13:51

27 identicon

Júlíus nr. 16. þessi lán eru í boði í Danmörku.

Valsól (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 15:23

28 Smámynd: Júlíus Björnsson

Eðlilega verðtryggð lá eru í boði í öllum löndum og hér líka fyrir verðtrygging og stefnu á EES nágranna samnings sem á sjálkrafa að tryggja að við verðum formleggt skattland.

Það að við tókum upp efnahagsmálan pakkan 100% sannar að negam einkonurlánsformið á -ruggum 1 veðréttar lánum hér gengur upp í EU líka.

Þrátt fyrir að raunvextir utan Ísland séu 20%-30% [60% brenna um í 3 % verðbólgu á ári] á jafngreiðlulánum [ekki hægt að jafn betur] þá voru þeir árið 2000 og eru nú 120% minnst í 3% verðbólgu ári. Þess vegna er Ísland í Ruslu flokki  frá um 2005.

Þessi 1 veðréttar heimilsfasteigna lán teljast örugg ef lántaki lendir í greiðsluþroti og eign selst hratt á núvirði. [lánastofnanir eru ekki fasteignsalar]

Þess vegna mega raunvextir [grunnvextir] á þessum lánum ekki frara yfir 2%. 

EU er engin trygging fyrir því að hætt verða að fjármagna fjármálgeirann hér með sölu bréfa íbúðalánssjóðs og lífeyrissjóða. Eða skatta gróða stjórnsýslunnar af fjármálageiranum.

EU elskar vaxtaskattaheimtu.

Lán í Danmörku hafa alltaf á fyrsta veðrétti  hafa alltaf verið neytendavæn í samræmi við lög og þroskaðr hefðir.  Það kemur EU ekkert við. Samber Lettland eða Litháen.

Ætli Íslendingar hafi kennt fyrrum gentiskum kommum að samþykkja negam lán hjá sér gagnvart neytendum?

Hér er boltinn  Ríkstjórnarinnar að skera þenna óþvera burt og bjóða Íslendingum upp á eðlileg lánsform.

Júlíus Björnsson, 4.7.2010 kl. 17:58

29 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

"Almennt fjár ólæsi einkennir 100% Íslendinga."

... nei, segir sig sjálft.

Björn Leví Gunnarsson, 4.7.2010 kl. 19:20

30 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hreinræktaða 100%.

Júlíus Björnsson, 4.7.2010 kl. 19:34

31 Smámynd: Vendetta

Björn Leví, það sem þú skrifa fyrir ofan: "Allavega, í öðru lagi þá er það European Council þar sem einn ráðherra frá hverju landi hefur sæti (aftur, ekki tengt fólksfjölda)" er della. Áhrif hvers ráðherra fer eftir fólksfjölda, sbr.:

Qualified majority voting: On most issues, the Council of the European Union takes its decisions by voting. Each country can cast a certain number of votes, roughly in proportion to the size of its population.

Vendetta, 5.7.2010 kl. 22:11

32 Smámynd: Vendetta

Svo ég haldi áfram með þetta efni. Þegar kosning um mál fer fram í Council of the European Union (ráðherraráðinu) hafa núverandi lönd eftirfarandi vægi:

  • Frakkland, Þýzkaland, Ítalía og Bretland: 29 atkvæði
  • Pólland og Spánn: 27 atkv.
  • Rúmenía: 14 atkv.
  • Holland: 13 atkv.
  • Belgía, Tékkland, Grikkland, Ungverjaland og Portúgal: 12 atkv.
  • Austurríki, Búlgaría og Svíþjóð: 10 atkv.
  • Danmörk, Finnland, Írland, Litháen og Slóvakía: 7 atkv.
  • Kýpur, Eistland, Lettland, Luxembourg og Slovenía: 4
  • Malta: 3

Alls. 345 atkvæði. Þannig hefur t.d. Þýzkaland tæplega 10 sinnum meiri áhrif en minnsta landið, Malta. Til þess að einhver nýjar reglur eða aðgerðir sem snertir öll aðildalönd verði samþykktar, þarf sem sagt veginn meirihluta (qualified majority) fyrir því, sem þýðir að:

  • helmingur ríkjanna (í sumum tilfellum 2/3 af ríkjunum) þarf að samþykkja, og
  • amk. 255 atkvæði af 345 (73,9%) verða að vera samþykk

Ef Ísland fær 3 atkvæði í Ráðherraráðinu, sem er sennilegt, getur íslenzkur ráðherra hvorki komið í veg fyrir nýjar reglugerðir né fá samþykkta tillögu nema að fá til liðs við sig mörg önnur lönd. Fyrir mörgum árum hafði hvert land neitunarvald, en það var lagt af þar eð neitunarvaldið var þyrnir í augum þeirra fulltrúa sem voru ákafastir í að setja reglugerður um allt mögulegt sem þeim datt í hug til að auka afskipti ESB-stofnana af innanríkismálum aðildarlandanna.

Vendetta, 5.7.2010 kl. 22:53

33 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Voting_in_the_Council_of_the_European_Union#Treaty_of_Nice

... sem og treaty of Lisbon aðeins neðar á síðunni sem tekur gildi 2014.

To pass: Majority of countries (50% if proposal made by the Commission, or else 67%) and voting weights (74%) and population (62%)

nánari útskýring: http://news.bbc.co.uk/2/hi/in_depth/europe/euro-glossary/1054052.stm

Semsagt, virkar nákvæmlega eins og kjördæmaskipan á Íslandi þar sem mismörg atkvæði eru á bak við hvern þingmann. Hvað er að þessu? Þýskaland með 10 atkvæði og Finnland með 3.

Þýskaland = næstum 82 milljónir manns (81,8)... 10 atkvæði = 8,2 milljónir bak við hvert atkvæði

Finnland = rétt rúmlega 5 milljónir (5,35)... 3 atkvæði = 1,78 milljón mann bak við hvert atkvæði.

Ef Ísland fengi 1 atkvæði þá væri það 350 þúsund manns á bak við hvert atkvæði. Þannig að ef þú hefðir gert PÍNULÍTLA rannsókn á því hvað þetta þýðir þá myndir þú sjá að "roughly in proportion to the size of its population" er stærðfræðilega rosalega röng setning. Ég stend því við að hinir fjóru armar EU eru EKKI hlutfallslega tengdir fólksfjölda og myndi nú leggjast í raun svo langt að segja að enginn, ekki einu sinni þingið er þannig.

Til samanburðar þá voru um 37 þúsund kjósendur í Reykjavík suður í alþingiskosningum 2009 en rúmlega 18 þúsund í norðvestur kjördæmi... hver þingmaður í Reykjavík þarf tvöfalt fleiri kjósendur á bak við sig. Það sama á við um Þýskaland, hvert atkvæði þarf miklu fleiri kjósendur en Finnland.

Já, það er verið að reyna að gera landið að einu kjördæmi... ef EU verður að einu kjördæmi þá má segja að "roughly in proportion to the size of its population" verði satt. Þangað til, bull... bull... bull.

Vinsamlega ef þú berð fram svona heimildir, komdu með tilvísunina þannig að það sé hægt að lesa heimildina í samhengi.

Björn Leví Gunnarsson, 6.7.2010 kl. 00:54

34 Smámynd: Júlíus Björnsson

Frakkar og Þjóðverjar eiga Fjárfestingarbanka EU og Ráða EU Seðlabanka og þar með EU Seðlabanka kerfi. Hvað ríkistjórn vill Bannfæringu eins Seðlabanki Evrópu veitti Seðlabanka Íslands 2006 einu ári eftir að IMF 2005 hafði sannað fyrir fjárlæsum á alþjóða mælikvarða að hér myndi allt stefna í hrun innan 3 ára.  Hvernig aðilar bregðast við svona  kemur fram í Tilskipun 94 sjá þá sem eru ekki tryggðir í hruni. T.d. allir starfandi í markaðinum sem hrunið varð. Ríkar fjölskyldur sem lána stórfé til banka.

Negam-lána langtímagrunnur Íslensku Markaðsbréfavæðingarinnar til að fjármagn sýndar fjálageira á Íslandi gengur ekki upp.

Framleiðsla öruggara veðlosunarbréfa vegna kaupa fyrsta húsnæðis til búsetu er of lítill. Allar alvöru fjármálstofnarnir verða að geta sannað að þær eigi slíkt safn af öruggum bréfum með tilliti til þess að þau verði greidd upp og séu innan öruggra veðbanda allan tíman, Heildar nafnvextir sanna svo hvort áhætta sé fólgin í bréfum.

Þeir eru allstaðar erlendis frá upphafi  samsettir úr grunnvöxtum að hámarki 1,99% plus CPI meðatal síðustu 30 ára eða innan efri þenslu marka viðkomandi ríkis. Viðerum að talum fasta nafnivexti upp að  7,5%. Algengt mun þó þar allmennt ráðstöfunartekjur eru litla að nafnvextir séu 5% fastir.  Úttekt IMF benti  á að um 60% hluti þjóðar væri svo skuldsettur  vegna sjóða, skatta og vaxta að hefði engar raun ráðstöfunartekjur til lengri tíma. hallæri þeirra sem eru ekki þjóðin í miðju góðæri þeirra sem ekki væsir um. Það þarf að velta kynslóð frá kynslóð erlendis. Hér hefi ég oft heyrt síðustu ár hver kynslóð hugsar um  sig.

 Það tók einkabanka um 3 mánuði að veðsetja það litla sem til var af hreinum þrautavarsjóðum 2004 þegar EU opnaði aðgang.  Allar lánstofnanir hafa frá upphafi verðtryggt lausfé í fasteigna lánum, hér hinsvegar gerðist bylting á heimsmælikvarða. Þetta var ekki talið skila nógum hluthafa hagnaði.     

Kommar til hægri og vinstri skilja ekki frjálsan markað. Einokun og negam er fljótasta leiðinn. Verkið lofar meistarann. Menn get haft hugsjónir og kallað hlutina ýmsum verkum hinsvegar koma verkin allt upp um réttu merkingu heitanna. 

80% neytendalána lengst af voru veðaflosunarlán til 30 ára eða 360 jafnstór mánaðarlán eftir því hvernig litið er málin. Þótt afborganir séu allar jafnhár í myntinni til grunvallar þá er verð bólga örugglega 30%- 90%  í öllum ríkjum frjáls markaðar á 30 árum  þess vegna geta allir staðfest erlendi og gamlir Íslendingar að síðasti gjaldagi er um 10% af raunvirði 1 gjalddaga: það er eftir 30 ár. Þetta er einkenni löglegra jafngreiðslu lána. Verðbólguleiðréttingar er mestar til að byrja með  þess vegna er þetta eðlilegt.  

Samanburður á Íslandi og öllum hinum sannar að hér hlýtur að ríkja alvarlegur misskilningur á hefðbundinni öruggir langtíma útlána starfsemi.

100% stendur ennþá.

Júlíus Björnsson, 6.7.2010 kl. 04:00

35 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

þú virðist skilja þetta... 319999/320000 er ekki 100%

Fólk þarf almennt ekki að skilja allt fjármálakerfið, einungis það sem viðkemur þeirra lánum og afborgunum. Vissulega er það orðið tiltölulega flóknara nú orðið með öllu þessu gengisdóti og hvaðeina en það er mun minni vitneskja en að skilja allt kerfið.

Stend enn við 9. og 10. bekkjar stærðfræði... kenndi það fag meira að segja um nokkurt skeið.

Björn Leví Gunnarsson, 6.7.2010 kl. 12:31

36 Smámynd: Vendetta

Björn Leví, þetta sem ég skrifaði er tekið beint af eigin vefsetri ESB, www.europa.eu . Ertu að segja, að þeir viti ekki hvað qualified majority voting er, sem þeir nota í flestallri ákvarðanatöku?

Þessi tafla með vægi mismunandi landa í Council of the European Union er þýdd beint af síðunni: http://europa.eu/abc/eurojargon/index_en.htm undir Qualified majority voting, neðarlega á síðunni. Þú veizt, það sem byrjar á: "On most issues, the Council of the European Union takes its decisions by voting. Each country can cast a certain number of votes, roughly in proportion to the size of its population. The number of votes per country is as follows" 

Varðandi það þegar þú segir að ekkert aðildarland missi neitt sjálfstæði, þá stendur þessi setning efst á einni af síðunum ( http://europa.eu/about-eu/27-member-countries/index_en.htm ): "The EU currently has 27 member countries, which have transferred some of their sovereignty – or lawmaking authority – to the EU".

(Mínar undirstrikanir, V.)

Þar með er allt sem ég vitnaði í, í síðustu athugasemd, tekið beint frá upplýsingasíðum Evrópubandalagsins. Ég held að það sé frekar þú sem ættir að leita þér upplýsinga áður en þú farir að segja að aðrir bulla.

Vendetta, 6.7.2010 kl. 12:42

37 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Byrjum á þessu, alvarlegast:

"Varðandi það þegar þú segir að ekkert aðildarland missi neitt sjálfstæði"

Í fyrsta lagi er þetta tvöföld neitun, hryllilega leiðinlegt að skilja hvað er verið að segja þarna. Í öðru lagi þá finndist mér mjög vænt um að þú bentir mér á hvar ég segi þetta, bein tilvitnun + númer færslu sem tilvísun... manstu?

"tekið beint frá upplýsingasíðum Evrópubandalagsins" ... jamms, ég er samt að segja að "roughly in proportion to the size of its population" er ekki rétt. Skalinn er ekki línulegur og því EKKI roughly in proportion. Ekki misskilja þetta þó textinn sem þeir nota sé ekki réttur miðað við tölurnar hjá þeim. Tölurnar eru réttar, ekki textinn.

Taktu einnig eftir því að í fyrri færslu (nr 33) þá nota ég tölurnar eins og þær verða 2014 (ef Ísland gengur í ESB þá verður það eftir þessa dagsetningu og því tilganglaust að rökræða á núverandi aðstæðum) ... þar sem áhrif stærri þjóða eru mun minni en þau eru núna.

Þetta á einnig bara við í Council og Parliament, Ekki Commission eða Court. Endurtek, "roughly in proportion to the size of its population" er EKKI rétt miðað við tölur 2014.

Ég vitnaði í heimildir og skoðaði tölurnar ... ef þú ert ósammála mér þá verður þú að hrekja þau rök og/eða heimildir sem ég notaði.

Björn Leví Gunnarsson, 6.7.2010 kl. 13:33

38 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

hmm, scrap that :)

Varðandi "roughly in proportion to the size of its population" ... þá eins og það er núna þá er textinn ekki réttur en VERÐUR réttur 2014. Heimildin sem ég vísaði í var Penrose en ekki Lisbon ... Penrose var hafnað en Lisbon var samþykktur. Lisbon gerir það að verkum að "roughly in proportion to the size of its population" verður satt.

Sko, ef heimildirnar hefðu verið skoðaðar miðað við það sem ég sagði þá hefði verið hægt að leiðrétta þetta ;)

Aftur, "roughly in proportion to the size of its population" er EKKI rétt núna en VERÐUR rétt eftir 2014 út af treaty of Lisbon. Misskilningurinn hjá mér er varðandi Penrose sem tekur ekki gildi.

EN, þetta hefur ekki áhrif á Commission þar sem stefnan er mótuð...

Endurtekning til áherslu og skýringar.

Björn Leví Gunnarsson, 6.7.2010 kl. 15:10

39 Smámynd: Júlíus Björnsson

60% yngri hluti þjóðarinnar samkvæmt úttekt IMF byggða á heimildum frá Íslandi hafði ekki meiri skilning á fjármála reikningi en þann að var búinn að skuldsetja sig sig svo mikið að langvarandi myndi hann ekki hafa neinn neyslukaupmátt til að auka inn hagvöxt á Íslandi.  Þessi 60% hafa vaxið og því má draga þá ályktun að sömu 10%-20% séu nú að upplifa væntingar um en meiri hagvöxt í framtíðinni.

Ef einstaklingur sem um fasta skuld til 25 ára að upphæð sem nemur um 30% af tekjum hans á tímabilinu og sagt er að sé innlends neysluvísitölu verðtryggð er það þá góð stærðfræði að geta reiknað út úr greiðslu yfirlitum að lántakinn kemur til með að borga um 30% meira að raunvirði ef verðbólga er 3,5% allan lánstímann? En þá meira sem ársveiflur eru hærri eða verðabólga hærri að jafnaði. 

Þú hlýtur  að bera búinn að kenna ungu kynslóðinni að vara sig á fölskum jafngreiðslu lánum það er negam sögð annuitets.     

Ég viðurkenni fúslega eftir 2 ára háskálnámi í stæðfræði hæstur á stúdentsprófi alls ekki meðal jafningja að ég treysti orðum þeirra pappíra á sínum tíma sem ég skrifaði undir og taldi öruggt þar sem mitt greiðslu mat var lægra en bankans að ég gæti borgað umsamda verðtryggða veðlosunar  greiðsludreifingu jafnhárra gjalddaga upphæða með verðbótauppfærslum á hverjum fyrir sig. 

Hinsvegar um 2007 þegar ég fór að sökkva mér ofan í þessi mál um 2007 þá leiddi eitt að öðru. Menn þurfa að þekkja forsendur eldgamla viðskiptalána reiknilíkanna  erlendis eftir breytingar hér frá 1982 til að skilja hvernig best er að sanna falsið, ég þekki persónulega prófessora sem reyndu það vegna grunnsemda en gáfust upp vegna þess á þeir skildu málið í ljósi skammtíma áhættu orðforða sem var byrjað að taka hér upp um svipað leyti.  Hinsvegar er best að byrja á grunninum á ensku. Þar hér er engin samanburður búinn að vera í boði á eðlilegum lánformunum í 30 ár.

Háskólalið sem getur ekki reiknað í huganum og kann ekki stóru marföldunartöfluna utan að eða deildingu og brot  segjum almenna grunn algebru upp á 10 er ekki upp á marga fiska í samburði við þá sem eru að deyja út hér á landi.  

Kerfið á þjóna fólkinu og það sem er almennt og opinbert á að vera á formi og máli sem almenningur skilur þetta þarf ekki að rífast um við meiri hluta þroskað  Alþjóðsamfélagsins.

Fólkið og torskilið er ekki hægt að réttlæta eða verja eða nota sem afsökun fyrir svindli á almenningi.   Þessi veruleiki  að slíkt sé hægt má segja að finnist á efnahagslega vanþroskuðum neytenda mörkuðum.

Júlíus Björnsson, 6.7.2010 kl. 17:25

40 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Það sem er viðbjóðslegast er einmitt hvernig maður er neyddur til þess að borga vexti fyrst en ekki höfuðstólinn. Jafngreiðslulán væri "allt í lagi" ef afborgunin færi fyrst í að borga höfuðstólinn, síðan vextina. Það er ekki svo langt síðan það komst í gegn að það var hægt að borga inn á höfuðstólinn án þess að það kostaði einhverja formúgu...

Það var einna áhugaverðast að sjá var þegar ég sýndi krökkunum hvað ég fékk í laun og í hvað þau fóru. Leiga, bíll, matur og aðrir reikningar... Fyrsta spurningin frá krökkunum var: "Ha, hvernig lifir þú af?"

30% ... úff já. Það er ferlega vel predikað hérna í US að afborganir af húsi "eiga" að vera 1/3 af launum eða svo, annars ert þú í hættu á að lenda í vandræðum. Það eru engin svoleiðis skilaboð í gangi á Íslandi. Sérstaklega eftir að bankarnir komu "sterkir" inn á húslánamarkaðinn. Tala nú ekki um þegar þeir voru að lána upp í afganginn af verði eftir húsnæðislán frá íbúðalánasjóði...

Það er bara svo dæmigert íslenskt að herða ólina í smá tíma og vinna sig í gegnum svona "tímabil" þar ... það má svo sem segja að sá eiginleiki hafi verið ofnýttur undanfarin ár.

Björn Leví Gunnarsson, 6.7.2010 kl. 21:49

41 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fyrir 9. bekk. Íhaldssamt efnahagstöðuleika neytendalán í UK. síðustu aldirnar. Aðal höfuðstóll 10.000.000 Vaxtahöfuðstóll um samin og fastur 8.000.000 samsetur úr 2.000.000 til að byrja með grunnvöxtum og 6.000.000 innanríkis neysluverðbólgleiðréttingu miðað við verðbólga verði ekki hærri en  90% á 30 ára starfsævi og skuldin greidd með jöfnum greiðslum í 360 skipti. Heildarskuldin alls: 18.000.000 og 12.000.000 minnst verðtryggðar. Allir vilja að verðbólga verði minni nema kannski neytandinn, það eykur þar af leiðandi eftirspurn er vinnuskapandi neysluvarning.

Hvert er mánaðar lánið. Einfalt 18.000.000 / 360 = 50.000.

Í UK eru þetta 80% stóru öruggu neytendalánanna. Allir vita að síðasta greiðsla á 5.000 á núvirði eftir 30 ár.  Reynslan sýnir að verðbólga án stríða fer ekki yfir 3,5% á ári.  Það væru í sjálfum sér landráð að samþykkja ekki þessa staðreynd: hér er þetta skildingsleysi á því að Neytendaverðvísir er ekki það sama og neysluvísitala í hardveri heilans eða softveri.

Þetta í samanburði við skammtíma lélegra veða [áhættu]  er um 1,79% grunnvextir og 3,2% verðbólguleiðréttingar   [Ath 3,2/1,79 gefur verbólguleiðrétt 79% hærri] eða fastir nafnvextir 4,99% á ári.

Í dag í City eru grunnvextir í UK 1,79-1,99% með 1. veðrétti í heimili lántaka sem var að kaupa sína fyrstu í búð. Hin 20% reikna verðbólgu á 10.000.000/360 = 27,777 í hverjum mánuði. Heildarverðbólgu leiðréttingar eftir 30 ár gætu vegna hversu sterkir lánadrottnar eru og þeir græða á því gagnvart 80% lántakendum reynst minni og raunvextir föstu vaxta því hærri. 

Þetta gilti líka hér að hliðstæð veðlán brunn upp í verðbólgu sem er nauðsynlegt til að efnahagslegur stöðuleiki haldist [tappa spennunni af jafnóðum].

Um gjalddaganna 50 % gilda allskonar veðaflosunar umsamin form  sem skipta neytenda yfirleitt engu máli því gjald samkvæmt lögum má ekki breytast. Þess vegna hélt ég af orðum að vertrygging myndi leggjast ofan á fasta gjalddaga miðað við verðbólgu frá útgáfudegi til gjaldaga. 

Eitt form í UK er samhverft um gjalddaga 180 og eru þá  vextir nánast engir en mestir í byrjun og í lok. Sennilega sálfræði.

Þetta tryggir að allir sem búa í borgum búa við fastar afborganir eða leigu á starfsævinni. Þeir sem kaupa húsnæði borg mest fyrst miðvað við verðlag þá eru líka kostaður við börn minni en þegar 15 ára eru liðinn og kemur að borga námskostnað hæfra nemenda í námi sem leifir litla eða engu vinnu í fákeppni auðhringavörukeðjum.

Líka þarf að viðalda eign og borga tryggingar og skatta.

Hinsvegar er hægt að gera mjög góðar langtíma áætlanir um laun neytenda þeir sem spara fyrir útborgun  [tryggja eðlilega sparnað]   fá laun sem jafngilda 30% í húsnæði on 70% í neyslu og varasjóð.  Skattar eru eign ríkisins settir á laun í EU til að taka til baka. Vextir af heimilisfasteignaláninu eru ekki hluti ráðstöfurtekna  eins og hér heldur.

Negam óþverrinn sem er hér grunnur allra lána án til til gæða veða er eins og neyslukarfan óneytendavænt hagstjórnartæki sem ríkir ekki í USA eða UK heldur í siðspiltum og vanþroska með tilliti til efnahagstjórnar mannauðs tengdum ríkjum.

Forsætisráherra var rétt í þessu að staðfesta það sem kemur fram á heimssíðu IMF [birtist aldrei í fjölmiðlum hér] að ríkistjórnirnar skera ekki niður verðbólguleiðréttinga ávöxtuna sem hér hlutverk m.a. að greiða niður affallakostnað þess sem ekki hefur efni á að halda bréfinu í framkvæmd.

80% raunvaxtakarfa á þessum lánum í augum erlendra er slatti. Hinsvegar nægir það ekki og þess vegna var innleidd hér almenn [einokun lánforms] hámarks áhættudreifing  [skammtímalána lélegra veð] og fundið upp að aðskilja grunnvaxtahluta frá verðbólguleiðréttingum  frá raunvaxta hluta óreglum afborgunar lánum þar sem áhættu skiptingar hlutafallið sem samið um er endurreiknað á hverjum mánuði, án þess að neytandi sé í vanskilum. 

Það sjá allir að Ísland hefur ekkert inn í EU að gera, á ekki séns í samkeppninni með svona sér íslenska stöðuleika hagfræði. EU fjármálgeirarnir hafa ekkert á móti því bursta svo Bakkabræður.

Neytandi USA EÐA EU greiðir ekki verðbólgleiðrétting inn í hverjum mánuði með innlánsfé, hinsvegar greiðir hann þær í formi jafnra greiðslna 30 ára húnæðiskostnaðarláns til að byrja með.  

Hugsum ekki á Bakkabræðra Íslensku um efnahagslega stöðuleika hugsum EU eða USA og þá einfaldast málinn.

Tossar hafa alltaf tilhneigingu til að mikla hlutina fyrir sér. Það er hægt að kenna 90% mannkyns tossafræði. Flestir telja það sem er eftir er að skilja sé fróðlegt og gáfað.  Hinsvegar vita reyndir að allt er jafn einfalt þegar það er skilið á annað borð.

Negam lán einkennast af því að grunnivestir breytast og eru byrjunargrunnvexti lægstir.

Hér var plottað en þeir sem eru vanir að gera stóra saminga til margra ára taka enga áhættu og heildavextir liggja altaf fyrir í umhafi samnings. Síðari tíma endurreikningar verða að vera í samræmi. Hér sérstaklega við l-gum um innlendneysluvístölu til verðtrygginga gjalda/greiðslnas á gjaldögum.

Seðlabanka reglugerð  2002 mun gagna út frá því vísu.

Við vitum af 60% hafa ekki vertryggð laun, hinsvegar eiga jafngreiðlulán að vera verðtyggð en eru það ekki í reynd því raunvextir vaxa fram til loka greiðslu.

Eigin Ríkistjórn túlkar reglugerð um verðbætur þannig að þær eigi auka raunvexti í réttuhlutafalli við verðbólgu. ERGO þetta er allt ólögleg langtíma neytenda veðlán.

Þær eyðileggja hefðbundið jafngreiðslu form eins og komið hefur í ljós í samanburði. Ógilda lánssamninga.

Júlíus Björnsson, 6.7.2010 kl. 23:45

42 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Eyþór,

Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti ESB.  En ég er á móti aðildarviðræðum.  Ég einfaldlega treysti ekki stjórnvöldum og embættismönnum á Íslandi til þess að semja við ESB!  Íslendingar eiga það til að telja sig hafa alla hluti í hendi, en spila svo botninn úr brókinni.  Síðasti áratugur er sérstakt dæmi um það.  Íslendingar héldu af stað í einkavæðingu fjármálakerfisins, án þess að hafa hugmynd um hvað þeir voru að gera.  Reglur og rammar sem áttu að halda utan um þetta gáfu sig um leið og á reyndi.  Eftirlit hrundi.  Bankakerfisbólan sprakk og tók landið nánast með sér.  Samningar til ESB eru margfalt flóknari en einkavæðing nokkurra ríkistofnana!  Ég hreinlega treysti ekki löndum mínum til þess að ganga í þetta verk af hyggjusemi og heilindum! 

Hvað varðar lánatilboð, þá verður það ekki fyrr en erlendir bankar setja upp útibú á Íslandi.  Það hefði verið í lófa lagið fyrir þá að gera það árin fyrir hrun en það var einfaldlega ekki áhugi á því.  Það verður langur tími, áratugir, þar til erlendar lánastofnanir hafa áhuga á því að koma til Íslands eftir að hafa tapað tugum milljarða evra á þessu ævintýralega fáránlegu heimskupörum sparibaukanna á Íslandi! 

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 9.7.2010 kl. 05:20

43 identicon

Ein helsta ástæðan fyrir því að Íslandi er betur borgið utan ESB og án evru er einmitt sú að við getum ekki haft á hrif á hagvöxt og verðum háð efnahagfi hrynjandi bandalags.

Ef við tökum upp evru verðum við búin að binda íslenskann efnahag við evruna og framfarir á íslandi vega smátt til að geta gert einhvern hagvöxt.

Án evru og ESB mun krónan hinsvegar styrkjast að því gefnu að innflutningur haldist minni en útflutningur sem ætti ekki að vera vandamál þar sem við erum rík þjóð af auðlindum.  Og þau áhrif sem sá hagvöxtur getur haft eru alls ekki áhrif sem ég myndi vilja fórna og hvað þá fyrir jafn ómerkilegann hlut og ESB aðild.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 16:50

44 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vegna þess af Íslendir eru ekki nógu duglegir við að afskrifa verðbólguleiðréttingar vexti frá heildarvaxtatekjum í hverjum mánuði, myndast hér í bókhaldi eiginir  sem eru svo settar fram sem eignir gagnvart erlendum stjórnsýslum til að fá að borga fyrir lánafyrirgreiðslur. Galdurinn er ná upp fjármagns veltunni upp því fjármálastofnanir ekki síst Seðlabanka gera út á vaxta mun.   Þess vegna er sveiflulega nauðsynlegt að leiðrétta verðmæti veðanna gagnvart þeim erlendu. Almenningur kalla það verðbólgu og skynjar sem kjaraskerðingu minnkandi ráðstöfunartekjur til neysluvarnings.   

Þótt við förum inn í EU Evrópsku Sameininguna formlega, þá er öll Meðlima-Ríkin í samkeppni og skipta sér ekkert  af því hvort vanþroskaðar skammtíma áhættu ákvarðanir séu leiðarljósi í einu samkeppni Meðlima-Ríkinu.

Íslensku Mafíuna verða Íslendingar að uppræta eins Ítalir verða að fást við sína. 

CPI hefur þýtt hér Consumption Prize Numer í Háskólanum og Seðlabanka frá stofnum þeirra og þar sem CPI er neytendaverðvísir og jafnframt lykill að aukinn eftirspurn almennar neytenda er þetta óimissandi tól nema  í Ríkjum kommissera sem vilja skerðaneyslutekjur almennings svo stærri hluti þjóartekna fari í vexti og skatta.

Neysluvísitala, my ass!

Júlíus Björnsson, 14.7.2010 kl. 19:00

45 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sæll E. Arnalds og tel mig eldri, og leyfi mér því að leggja  til að þú ungur skír maðurinn efist ekki í ESB málum.    Ég vil og benda á að það á ekki að svara langhundum.   Þeir eru að öllu jöfnu með slæmt mál og verjast með flækjum.   Sá er heimskur sem ekki getur skírt málsit á einu blaði las ég í forelda húsum en það er hugsanlega orðið gamaldags.   

Hrólfur Þ Hraundal, 17.7.2010 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband