Verkin framundan

Í dag var samþykkt tillaga okkar fulltrúa D-lista um að ráða Ástu Stefánsdóttur sem framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Þótt margir mjög hæfir umsækjendur hafi boðið fram krafta sína er þessi ráðning um margt jákvæð. Við munum nýta þau tækifæri sem gefast til að spara í yfirstjórn sveitarfélagsins eins og gert var strax að afloknum kosningum. Þá lögðum við niður 3 stöðugildi og breyttum samþykktum sveitarfélagsins þannig að bæjarfulltrúum verður fækkað úr 9 í 7. Þá breyttum við starfsheiti bæjarstjóra í framkvæmdastjóra í samþykktum Árborgar en það er hið eiginlega heiti æðsta embættismanns sveitarfélaga samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Þótt heimilt sé að kalla framkvæmdastjórann bæjarstjóra eða sveitarstjóra er það í anda aðhalds að ráða sveitarfélaginu framkvæmdastjóra. Við gerðum okkur far um að hafa ráðningarferlið sem best og sýnist mér að það hafi tekist vel.

Nú eru krefjandi verkefni framundan þar sem við þurfum að takast á við fjárhagsvanda sveitarfélagsins og á sama tíma að horfa á þau sóknarfæri sem hjá sveitarfélaginu felast. Við erum með frábæra staðsetningu, vatnsmestu á landsins og svo erum við með samöngubætur í farvatninu eins og tvöföldun Suðurlandsvegar og Suðurstrandarveg. Grunnurinn að sókninn verður að vera byggður á því að reksturinn skili einhverju af sér í að greiða af fjárfestingarskuldum. Án þess er ekki hægt að gera neitt með góðri samvisku. Ráðning Ástu Stefánsdóttur er skynsamleg til þess að unnt sé að takast á við þessi verkefni af festu strax. D-listinn fékk yfir 50% greiddra atkvæða til þess að breyta áherslum og ná tökum á hallarekstrinum. Það er fyrsta verkefnið og það munum við gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2010 kl. 11:58

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Frábært.

Heimir Tómasson, 6.8.2010 kl. 17:25

3 Smámynd: Heimir Tómasson

Ég hef sagt það áður og segi það aftur, nú er mig farið að hlakka til að flytja heim á Selfoss aftur.

Heimir Tómasson, 6.8.2010 kl. 18:26

4 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Vertu velkominn!

Eyþór Laxdal Arnalds, 6.8.2010 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband