Ekki botnað enn

Þessar tölur sýna því miður að botninum er ekki náð. Samdrátturinn á sér stað á sama tíma og ríkið og sveitarfélögin eru rekin með miklum halla. Nú liggur fyrir að opinberir aðilar verða að skera enn frekar niður og ekki verður lengur treystandi á "hagvöxt" sem byggir á hallarekstri.

Nú vona ég að sem flestir sjái hvað það er lífnauðsynlegt fyrir Ísland að auka framleiðslu og framleiðni. Hallarekstur eykur ekki þjóðarframleiðslu nema í örstutta stund. Fjármagnskostnaðurinn sem hallanum fylgir minnkar frekar hagvöxt og hagsæld.

Auðlindir, menntun og lágt gengi krónunnar ætti að mynda kjöraðstæður til uppbyggingar á útflutningsvörum. Vonandi verður hægt að fara í sókn á þessum sviðum fljótt.


mbl.is 3,1% samdráttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Kæri Bloggvinur E. Arnalds.  Það bæði hamlar ferð og krefst fjármuna ef haldið er fast í handbremsuna.  Nú er þar komið að það þarf að nefna hlutina því nafni sem þeir heita. 

Það sem á sér stað á Íslandi núna er valdníðsla.  Hvað lengi svo getur gengið bara veit ég ekki, en óttast afleiðingarnar þegar eða ef Íslands þrælar vakna.

Hrólfur Þ Hraundal, 3.9.2010 kl. 17:59

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ekki vantar tækfærin, t.d. á Suðurnesjum, en þessi gæfulausa ríkisstjórn gerir hvað hún getur til að koma í veg fyrir aukna framleiðslu og aukinn útflutning.

Það er aðeins ein leið út úr skuldasúpunni og efnahagsvandræðunum og hún er að spýta í lófana, vinna og spara!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.9.2010 kl. 11:52

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er varla við miklu að búast af fólki sem ekki getur lesið í einföldustu efnahagstölur. Fólki sem ekki vill svo mikið sem ræða eða skoða hugmyndir sem geta hjálpað okkur úr kreppunni, af þeirri einföldu ástæðu að hugmyndin gæti hugsanlega verið komin frá Sjálfstæðis- eða Framsóknarfólki. Þegar fólk sem hefur ekki meiri gáfur og er með slíkt hugarfar er við stjórnvölinn þurfum við ekki að búast við miklu. Því er aðeins ein leið til að koma okkur út úr kreppunni, að koma þessari stjórn frá og fá nýja sem gerir fólki kleift að spýta í lófana og vinna sig út úr vandanum!!

Ef stjórnarslit kosta nýjar kosningar verður svo að vera. Mestu skiptir að ekki verði beðið miklu lengur, við höfum nú kastað á glæ einu og hálfu ári í vitleysu. Við þolum ekki mikið meira!!

Gunnar Heiðarsson, 7.9.2010 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband