Vandi hænunnar er vandi eggsins (og öfugt)

Bankakrísan 2008 leiddi af sér ríkjakreppu. Það hefur áður gerst í sögunni þegar vanskilin hafa með einum eða öðrum hætti "lent" á ríkissjóðunum.

Evrukrísan 2011 er ríkisskuldakreppa. Vaxandi skuldsetning ríkjanna er að rústa evrópsku bönkunum þar sem eigið fé þeirra byggir á ríkisskuldabréfum. Þannig leiðir ríkisskuldakreppa af sér aðra bankakreppu.

Nú er haldið áfram að "bjarga" bönkunum með enn frekari skuldsetningu ríkssjóða Evrópu. Þessi skuldsetning mun lækka enn frekar mat markaðarins á útistandandi skuldum ríkjanna. Þessi verðlækkun á ríkisskuldabréfum er ekki komin fram í bókum bankanna nema að litlu leyti en "björgun" bankanna getur í raun flýtt fyrir enn verri stöðu þeirra sjálfra þar sem eigið fé þeirra fellur í verði. Þetta vita Þjóðverjar sem vilja verja sitt ríkislánstraust. Þeir vilja frekar að einkafjármagnið fái að gjalda fyrir slæm lán.

Neyðarlögin íslensku eru sjaldgæf undantekning frá þessari neikvæðu keðjuverkun. "Björgunaraðgerðir" ESB eru í raun tilflutningur á skuldum frá einkageiranum yfir á skattborgara. Engar skuldir hafa í raun verið hreinsaðar burt. Þær eru einfaldlega ríkisvæddar. - Það hefur lengi þótt léleg þrif að sópa skítnum undir mottuna.


mbl.is Plástur á deyjandi sjúkling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

Næsta mál er að sópa mottunni undir skítinn

Magnús Ágústsson, 24.10.2011 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband