Margt rétt hjá Martin

Martin Wolf tók málstað Íslands í Icesave. Hann tekur málstað Íslands í ESB málum og hann bendir á hvernig rétt sé að forgangsraða (focus on your strengths).

Allt er þetta rétt hjá Martin Wolf.

Síðast en ekki síst tekur hann málstað almennings gegn ríkisvæðingu skulda:

"Siðferðislega ættuð þið ekki að gera það af því að allir sem lögðu fé í þann fábjánabanka voru fífl og það var heimskulegt af ríkisstjórninni að bæta þeim tjónið eftir á. Það var okkar vandi en ekki ykkar. Þið gerðuð bara það sem réttast er að gera við útlendinga í fjármálageiranum. Þið fóruð illa með þá því það er það sem gert er í fjármálageiranum.“

Vandi Evrópu, Japans og Bandaríkjanna er ekki síst fólginn í ríkisvæðingu einkaskulda með "björgunarpökkum".

Það er mér gjörsamlega óskiljanlegt af hverju þeir sem telja sig sósíalista eru spenntastir fyrir slíkri ríkisvæðingu einkaskulda. Kannski er það vegna þess að þeir vilja ríkisvæða sem flest?

Það má þakka þessum góða gesti fyrir komuna. - Fáum við ekki að sjá hann í Silfri Egils?


mbl.is Wolf segir krónuna reynast vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Manni hreinlega brá þegar áróðursskrifstofa esb, sem kallast Fréttastofa RÚV, sýndi erlendan sérfræðing tala um evruna og segja satt. Er Óðinn Jónsson í fríi?

En að leyfa honum að koma fram í Silfrinu líka gæti verið full stór biti. Maður bíður spenntur.

Haraldur Hansson, 27.10.2011 kl. 00:00

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

já þetta hlýtur að hafa verið sjokkerandi...

Eyþór Laxdal Arnalds, 27.10.2011 kl. 00:10

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei no way hann verður ekki í Silfrinu, það er of langt gengið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2011 kl. 00:15

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Svalur Egill;,Hver er hræddur við Martin Wolf,,?

Helga Kristjánsdóttir, 27.10.2011 kl. 00:53

5 Smámynd: K.H.S.

Óðinsvé viku að máli mannins án útúrsnúninga og viðtali við professor úr háskólaflórunni, til að rétta orð mannsins af. Hvað er um að vera ?

Viðtal í Silfrinu er nú einum of mikil frekja.

Palli littli reddaði eigin skinni, eftir látlausa gagnríni, með því að gefa Óðni lausan tauminn.

 Gagnrínin hvarf og Óðinn rak alla með snefil af sjálfsvirðingu og einhverja hæfileika í blaðamennsku.

R.U.V. varð að Óðinsvéum. 

K.H.S., 27.10.2011 kl. 09:04

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Skrifum agli og förum fram á það við hann.

Valdimar Samúelsson, 27.10.2011 kl. 09:53

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Martin Wolf tók málstað Íslands í Icesave. Hann tekur málstað Íslands í ESB málum og hann bendir á hvernig rétt sé að forgangsraða (focus on your strengths).

Valdimar Samúelsson, 27.10.2011 kl. 10:08

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Skrifum Agli.

egill.helgason@ruv.is pall.magnusson@ruv.is

 Kæri Egill.

 Við viljum Martin Wolf in þáttinn þinn.

Martin segir okkur sannleikan sem við öll vitum bæði í Icesafe málinu og ESB/evru málinu.

Með þökk f

Valdimar

Valdimar Samúelsson, 27.10.2011 kl. 10:11

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Afsaka comment twö kv v

Valdimar Samúelsson, 27.10.2011 kl. 10:12

10 Smámynd: Skeggi Skaftason

allir sem lögðu fé í þann fábjánabanka voru fífl

Af hverju sögðu ekki okkar Icesave-samninganefndir þetta?!

Skeggi Skaftason, 27.10.2011 kl. 13:33

11 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Eyþór.

Já það er alveg merkilegt að þeir sem telja sig til sósíalista skuli vilja, lappa um á brotalamir og græðgisvæðingu hinns alþjóðlega Kapítalisma, með því að koma þeim til hjálpar með þvi að ríksvæða allan subbuskapinn og láta almenning svo greiða allan brúsann !

Slíkar öfugmælavísur og hrossalækningar kalla ég "Sósíalisma Andskotans"

Bendi á grein mína um þetta efni í dag á Moggga blogginu.

Kær kveðja.

Gunnlaugur I., 27.10.2011 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband