Mikilvćgum markmiđum náđ í Árborg

Í dag var í bćjarráđi fjallađ um bréf frá Eftirlitsnefnd međ fjármálum sveitarfélaga. Ţar kemur fram ađ Sveitarfélagiđ Árborg er ekki lengur undir eftirliti nefndarinnar enda hefur ţađ náđ ţeim fjárhagslegu markmiđum sem ţví bar um síđustu áramót. Er ţađ á mjög stuttum tíma eđa ađeins ţremur árum. Sveitarfélagiđ skuldađi 206% af tekjum áriđ 2010 en er nú komiđ undir 150% af tekjum. Rekstarafgangur var of lítill en er nú yfir 15%.

Oft er fjallađ um pólítík á neikvćđum nótum, "fariđ í manninn en ekki boltann", fjallađ um persónur en ekki hvađ ţćr gera. Ţađ er ţví mjög ánćgjulegt ţegar kjörnir fulltrúar ná settu marki um bćttan rekstur eins og nú hefur tekist. Ađhaldsađgerđir hafa skilađ árangri og má hér nefna ađ stjórnendum hefur veriđ stórlega fćkkađ, samkeyrsla eininga hefur gengiđ upp og gćluverkefni hafa ekki fengiđ fjármagn. Sveitarfélagiđ er međ einhvern lćgsta kostnađ í yfirstjórn á íbúa á landinu og tekist hefur ađ ná breiđri samstöđu um betri rekstur.

Hér er bókun bćjarráđs sem samţykkt var samhljóđa í morgun:

"Sveitarfélagiđ Árborg hefur veriđ yfir skuldaviđmiđum Eftirlitsnefndar međ fjármálum sveitarfélaga og veriđ undir eftirliti vegna ţess. Jafnframt var sveitarfélagiđ međ of lítinn rekstrarafgang til ađ uppfylla viđmiđ eftirlitsnefndarinnar. Í júlí 2010 barst sveitarfélaginu athugasemd eftirlitsnefndarinnar og hefur sveitarfélagiđ síđan unniđ markvisst ađ ţví ađ ná viđmiđum hennar og hafa skuldir fariđ úr ţví ađ vera yfir 206% af tekjum í ađ fara undir 150% um síđustu áramót. Ţá hefur rekstrarafgangur veriđ hćrri en 15% af tekjum frá árinu 2010 og ţar međ er Sveitarfélagiđ Árborg einnig yfir viđmiđum eftirlitsnefndarinnar hvađ ţetta varđar. Sveitarfélagiđ hefur ţannig náđ ađ uppfylla skilyrđi Eftirlitsnefndar međ fjármálum sveitarfélaga á ađeins ţremur árum. Af ţví tilefni hefur sveitarfélagiđ móttekiđ bréf frá nefndinni ţar sem tekiđ er fram ađ ekki sé óskađ frekari upplýsinga vegna ţessa máls og er sveitarfélagiđ ţar međ ekki lengur undir eftirliti nefndarinnar. Unniđ hefur veriđ ađ hagrćđingu og bćttum rekstri sveitarfélagsins međ samstilltu átaki bćjarfulltrúa, starfsmanna og íbúa sveitarfélagsins."


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţorsteinsson

Til hamingju međ ţennan frábćra árangur. Ţetta er til fyrirmyndar.  Ţađ vekur  athygli hversu samstíga bćjarstjórnin er í ađ ná árangri viđ erfiđar ađstćđur. Vonandi sjáum viđ aukinn hagvöxt á ţessu ári og ţá mun ţađ skila sér í enn betri rekstri sveitarfélagsins.

Sigurđur Ţorsteinsson, 31.1.2013 kl. 23:48

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Til hamingju Eyţór.

Jósef Smári Ásmundsson, 1.2.2013 kl. 09:40

3 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Innilega ti hamingju, ţetta er frábćrt.

Ásdís Sigurđardóttir, 1.2.2013 kl. 13:16

4 Smámynd: Eyţór Laxdal Arnalds

Takk fyrir góđar kveđjur - ţađ eiga margir heiđurinn af ţessu mikilvćga skrefi

Eyţór Laxdal Arnalds, 1.2.2013 kl. 18:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband