Tvískinnungur?

Flokkarnir á Alþingi koma sér sjaldnast allir saman um mál. Undantekningar eru þó til frá því. Skemmst er að minnast samstöðu um stóraukin framlög til stjórnmálaflokka (sem eiga fulltrúa á Alþingi), en mikið af þeim á að koma frá Sveitarfélögunum!

Nú tókst aftur heildstæð samstaða allra flokka. Aftur eru það aðrir sem eiga að taka á sig verkið; nú voru það eigendur og rekstraraðilar Hótel Sögu sem höfðu tekið við hótelbókunum klám-framleiðenda. Nú er það svo að dreifing og framleiðsla kláms er með öllu bönnuð, en ekkert bannar frjáls ferðalög þeirra sem stunda það í þeim löndum sem það er löglegt. Samstaðan gegn klámi beindist merkilegt nokk að þessum hópi ferðamanna - en ekki öðrum þáttum.

Bent hefur verið á að klám er til staðar á Íslandi. Hótel Saga er að því að ég best veit enn að dreifa klám-kvikmyndum inn á svefnherbergi hótelsins. Þá eru klám-blöð í flestum bókaverslunum og er þeim líka dreift með bensíni og olíu um allt land.

Þann 1. mars verður virðisaukaskattur á bækur og blöð lækkaður úr 14% í 7%. Er það umtalsverð lækkun. Klám-blöð eru hér ekki undanskilin. Ýmsar vörur eru áfram í 24,5% skattþrepi, jafnvel pappírsvörur sem margir telja mikilvægari fyrir heimilishald en klám-blöð.

Það sem vekur spurningar er að það er sama Alþingi sem er að ákveða lækkun virðisaukaskatts á klám-blöð og sú sem beitir hótelrekstur þrýstingi.

Er það ekki tvískinnungur?


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband