Mikilvægur dómur

Morgunblaðið fjallar um dóm Hæstaréttar frá því á miðvikudag þar sem dómurinn kveður á um að greiðslur úr félögum við slit og gjaldþrot. Það er ljóst að ekki ber nein skylda til að greiða út í öðrum gjaldmiðli en í krónum enda séu kröfur reiknaðar sem krónukröfur.

Eins og segir í dómnum: "Þegar kröfunum var skipað í réttindaröð var það gert eftir skráðu sölugengi Seðlabanka Íslands þann 22. apríl 2009. Við það urðu þessar kröfur á hendur varnaraðila að að kröfum í íslenskum krónum." 

Þar að auki er ljóst að þrotabú verður alltaf gert upp í íslenskum krónum eins og skýrt er kveðið á um í lögum um gjaldþrotaskipti:


XVI. kafli. Kröfur á hendur þrotabúi.
 99. gr. Allar kröfur á hendur þrotabúi falla sjálfkrafa í gjalddaga við uppkvaðningu úrskurðar héraðsdómara um að búið sé tekið til gjaldþrotaskipta án tillits til þess sem kann áður að hafa verið umsamið eða ákveðið með öðrum hætti.
 Kröfur á hendur þrotabúi um annað en peningagreiðslu sem verða ekki efndar eftir aðalefni sínu skulu metnar til verðs eftir þeim reglum sem gilda um slíkt mat við aðför.

 Kröfur á hendur þrotabúi í erlendum gjaldmiðli skulu færðar til íslensks gjaldmiðils eftir skráðu sölugengi á þeim degi sem úrskurður gekk um að búið væri tekið til gjaldþrotaskipta að því leyti sem þeim verður ekki fullnægt skv. 109.–111. gr. 

Sú staðreynd að unnt er að greiða kröfuhöfum út í krónum styrkir íslenskt þjóðarbú á margan hátt. Í fyrsta lagi minnkar þetta þrýsting á Seðlabankann við að greiða út í gjaldeyri. Í öðru lagi styrkir þetta samningsstöðu ríkisins. Í þriðja lagi ætti þetta að auðvelda Nýja Landsbankanum að vinda ofan af skuldabréfi hans við þann gamla í erlendri mynt þ.e. ef engin augljós leið er fyrir þann gamla að fara með gjaldeyrinn út. 

Föllnu íslensku bankarnir voru íslensk fyrirtæki með höfuðstöðvar sínar á Íslandi. Rekstrarmynt þeirra var íslenska krónan. Ég hef aldrei skilið af hverju föllnu bankarnir ættu að vera gerðir upp í annari mynt en rekstrarmynt þeirra var. Nú er ljóst að engin skylda er að greiða út í gjaldeyri. Það ætti að einfalda úrvinnsluna í framhaldinu.  

Hér er svo dómurinn: http://www.haestirettur.is/domar?nr=9035 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég las þetta en HVAÐ er svona mikilvægt við þennan dóm - lítið um umfjöllun ennþá allavega

Rafn Guðmundsson, 27.9.2013 kl. 22:32

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Rafn,

margir hafa talið það skyldu slitastjórna að greiða kröfur í þeirri mynt sem þær voru stofnaðar í. Nú er ljóst að slitastjórnir þurfa ekki að greiða út kröfur í erlendri mynt. Jafnframt er staðfest það sem mörgum var ljóst að í gjaldþrotameðferð ber að gera upp kröfur í krónum. Hvoru tveggja skiptir miklu í uppgjöri við gömlu bankana, t.d. er ljóst að stóra skuldabréf nýja Landsbankans við þann gamla er ekki skylt að greiða út til kröfuhafa. Þetta ætti því að styrkja samningsstöðu Íslands.

Eyþór Laxdal Arnalds, 28.9.2013 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband