Takk fyrir matinn!

Takk Árni M. Mathiesen, Björn Bjarnason, Einar Guðfinnsson, Geir Haarde, Guðni Ágústsson, Jón Sigurðsson, Jónína Bjartmarz, Magnús Stefánsson, Siv Friðleifsdóttir, Sturla Böðvarsson, Valgerður Sverrisdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrir að lækka matarskattinn!   

ríkisstjórnin

 

Nú fer maturinn ekki í vaskinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ditto.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.3.2007 kl. 10:25

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Nei eg er sko ekki sáttur með þetta matvælverð á landbunaðvörum,og eg þakka sko ekkert fyrir það/en þetta er kansnki byrjun á þvi að bilta þeim málum!!! ///HalliGamli xd

Haraldur Haraldsson, 1.3.2007 kl. 11:12

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ég skil ekki í þér að þakka ríkisstjórninni fyrir lækkun matarskattarins. Vissulega þurfti að koma til stuðningur frá ríkisstjórninni vegna þessa en þeir hafa barið höfðinu við stein mörg undanfarin ár og neitað að hlusta á rökin fyrir því að lækka skattinn.

Þegar ríkisstjórnin áttaði sig loksins á að hún væri við það að fara frá þá hefur hún gripið öll þau hálmstrá sem hún hefur fundið og hrifsaði eitt slíkt úr höndum Rannveigar Guðmundsdóttur, þingmanns Samfylkingar, sem hefur öðrum þingmönnum fremur barist fyrir lækkun matarskattsins. Þér væri nær að þakka henni, og henni einni!

Rannveig hefur svo sem ekki verið að berja sér á brjóst vegna þessa enda er það þannig að mörgum okkar er nokk sama hvaðan gott kemur, svo fremi það verði að veruleika.

Lifðu heill.

Ingibjörg Hinriksdóttir

Ingibjörg Hinriksdóttir, 1.3.2007 kl. 13:29

4 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Takk fyrir athugasemdina Ingibjörg. Rannveig á allt gott skilið fyrir baráttu sína fyrir lækkun á matarskatti. Það er sama hvaðan gott kemur. Reyndar er þetta mál þannig vaxið að enginn greiddi atkvæði á móti frumvarpinu.
En ríkisstjórnin lagði það fram og á að fá hrós fyrir það.

já:
Anna Kristín Gunnarsdóttir, Arnbjörg Sveinsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Árni M. Mathiesen, Ásta R. Jóhannesdóttir, Ásta Möller, Birgir Ármannsson, Drífa Hjartardóttir, Einar Oddur Kristjánsson, Geir H. Haarde, Guðjón Ólafur Jónsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Hallvarðsson, Guðrún Ögmundsdóttir, Helgi Hjörvar, Hjálmar Árnason, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Jón Kristjánsson, Katrín Fjeldsted, Katrín Júlíusdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Lúðvík Bergvinsson, Magnús Þór Hafsteinsson, Magnús Stefánsson, Mörður Árnason, Pétur H. Blöndal, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigríður A. Þórðardóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Sigurrós Þorgrímsdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Sólveig Pétursdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Sæunn Stefánsdóttir, Valdimar L. Friðriksson, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þórarinn E. Sveinsson, Þórdís Sigurðardóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson

fjarst.:
Birkir J. Jónsson, Björgvin G. Sigurðsson, Dagný Jónsdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Einar Már Sigurðarson, Guðjón Hjörleifsson, Guðjón A. Kristjánsson, Guðni Ágústsson, Gunnar Örlygsson, Halldór Blöndal, Jóhann Ársælsson, Jónína Bjartmarz, Kjartan Ólafsson, Kristján L. Möller, Margrét Frímannsdóttir, Sigurjón Þórðarson, Sturla Böðvarsson, Össur Skarphéðinsson

Eyþór Laxdal Arnalds, 1.3.2007 kl. 14:40

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Athyglisvert samt að sjá í þessum lista að Landbúnaðarráðherra sá sér ekki fært að taka þátt í henni??

Baldvin Jónsson, 1.3.2007 kl. 19:33

6 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Nú er bara að vona að ekki komist vinstri stjórn að, því þá verður fljótlega hækkað aftur.

 Her í noregi er vinstri stjórn, og þeirra fyrsta verk var að hækka vsk á matvæli. 

Anton Þór Harðarson, 1.3.2007 kl. 20:27

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Já bara TAKK Ríkisstjórn Íslands fyrir þessa meiriháttar viðleitni að lækka matvöruverð
á Íslandi!  TAKK  TAKK!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.3.2007 kl. 00:35

8 identicon

 Takk  fyrir mig og takk fyrir bjórinn fyriri 18 árum

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 03:20

9 Smámynd: Jón Lárusson

Ég hef aldrei fattað þetta með matarskattinn, að kalla þetta matarskatt. Þarna er bara um að ræða virðisaukaskatt. Væri þá ekki rétt að tala um fataskattinn, bílaskattinn eða raftækjaskattinn? En annars er alltaf gaman þegar skattar lækka sama hvað þeir heita. Hins vegar hefði ég viljað sjá aðrar lækkanir koma fram áður en þessi kæmi til, en skoðun mín á þessari lækkun komu annars fram hér hjá mér fyrir nokkru.

Í grunnin þá er skoðun mín á þessu slík að ég er ósammála ákvörðuninni um lækkun virðisaukaskattsins af þeirri einföldu ástæðu að kjarabætur sem ríkið veitir almenningi í gegnum þriðja aðila, hafa tilhneigingu til að enda hjá þriðja aðilanum. Ég tel að mínum hagi sé betur borgið með að lækka tekjuskattinn fyrst.

Jón Lárusson, 2.3.2007 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband