3100% meira en áætlað var?

Hlutfallsleg fjölgun á Íslandi er með því mesta í heiminum árið 2006. Það sem vekur athygli er fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra en þeir eru 5.255, en samkvæmt tölum Hagstofunnar á þessi tala að vera 168 á ári og má því segja að fjölgun vegna innflytjenda hafi verið 31X ársmeðaltal Hagstofunnar sem finna má á vef stofnunarinnar.

Þetta hlýtur því að hafa komið nokkuð á óvart?

Hér er hægt að skoða Mannfjöldaspá 2003-2045

20031682020168
20041682021168
20051682022168
20061682023168
20071682024168
20081682025168
20091682026168
20101682027168
20111682028168
20121682029168
20131682030168
20141682031168
20151682032168
20161682033168
20171682034168
20181682035168
2019168


mbl.is Fólksfjölgun á Íslandi með því mesta sem mælst hefur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég fæ nú ekkert út úr þessari töflu þinni, Eyþór (og velkominn í Moggabloggið!). Þarna sé ég bara ártöl frá 2003 til 2035 og töluna 168 við hvert þeirra! Eða er þetta bara sýnilegt sumum tölvum?

Jón Valur Jensson, 2.3.2007 kl. 13:05

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, ég var að misskilja þig, las ekki stutta póstinn þinn nógu vel! En Hagstofan hlýtur bara að meina eitthvað allt annað ...

Jón Valur Jensson, 2.3.2007 kl. 14:12

3 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Þetta er rétt lesið hjá þér samkvæmt spá Hagstofunnar eiga að bætast við 168 á ári (!) og alveg ljóst að það þarf að uppfæra hana. Miðað við töfluna ættu að bætast við 15 innflytjendur ámánuði nettó á Íslandi, en þeir voru 438 á mánuði árið 2006. Munar um minna.

Hér eru skýringar Hagstofunnar um þessar tölur:

"Framreikningur þessi er frá árinu 2003. Forsendur hans eru: Meðalævilengd karla árið 2040 verður 80,1 ár og 82,6 ár hjá konum. Fæðingartíðni (lifandi fædd börn á ævi hverrar konu) er meðaltal áranna 1998-2002 eða 1,99. Búferlaflutningar til og frá landinu eru meðaltal áranna 1993-2002 eða 168 manns á ári."

Eyþór Laxdal Arnalds, 2.3.2007 kl. 15:20

4 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Við getum ekki miðað við 2006 vegna sérstakrar spennu á vinnumarkaði.

Þessar tölur þurfa að endurspegla raunveruleikann. Íslenskt þjóðfélag er ekki fjölmennt.

Annars vegar gefur hæfilegur innfluttningur þjóðfélaginu vítamínsprautu sem sannast á peningamillunni bandaríkjunum sem rakin er að stórum hluta til aðfltutra.  Hins vegar þá má innflutningur ekki vera svo mikill að við ráðum ekki við hann.

Mín skoðun er sú að takmarka eigi innflutning að einhverju leyti eins og alþjóða skuldbindingar leyfa en taka vel á móti þeim sem hingað koma með góðri málakennslu og upplýsingum um íslenskt samfélag. Reglurnar verða að vera nægjanlega sveigjanlegar svo konur þurfi ekki að þola barsmíðar eiginmanna af ótta við að verða vísað úr landi.

Til að hafa aðstöðu fyrir þá sem hingað koma verða tölur Hagstofunnar að vera nær raunveruleikanum.

Jón Sigurgeirsson , 2.3.2007 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband