4.3.2014 | 21:53
Enginn vill í dansinn - nær að horfa á það sem við getum gert
Mikil umræða er um hvort halda eigi áfram að ganga smám saman inn í ESB þrátt fyrir að öllum sé ljóst að enginn málsaðili vill klára málið með inngöngu. Ekki ríkisstjórnin, ekki Alþingi, ekki þjóðin og ESB vill ekki halda áfram án þess að vilji Íslands sé fyrir inngöngu. Málið er því í besta falli villuljós sem beinir athyglinni frá því sem þarf að gera og því sem unnt er að gera.
Fjöldamörg mál bíða úrlausnar ríkisstjórnar og Alþingis:
Skuldamál heimilanna eru í farvegi en þau þarf að klára.
Atvinnulífið þarf að efla með því að hvetja til fjárfestinga.
Álögur þarf að lækka.
Kostnað í rekstri hins opinbera þarf að lækka.
Allt eru þetta stórmál sem eru á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Þetta eru raunveruleg mál sem hægt er að klára. Er ekki nær að við stöndum saman að því að bæta framleiðni, minnka skuldasöfnun, stuðla að arðbærum fjárfestingum og skilvirkni í opinberum rekstri frekar en að karpa um mál sem var andvana fætt?
Evrópusambandið vildi skýr svör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- sisi
- nr123minskodun
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Hvenær var þjóðin spurð?
Sumarliði Einar Daðason, 4.3.2014 kl. 22:00
Ekki þegar sótt var um.
Hún hefur hins vegar verið spurð þessarar lykilspurningar mjög oft í skoðanakönnunum. Alltaf hefur svarið verið það sama; Nei
hér er ein nýleg:
http://www.vb.is/frettir/102052/
Hlutfallið er 29% já - 52% nei. Nokkuð vel afgerandi.
Eyþór Laxdal Arnalds, 4.3.2014 kl. 22:28
Sjaldan verið ánægðari með þig Eyþór. Þakka fyrir skýra afstöðu með þjóðatkvæðagreiðslu þeirri sem aldrei var haldin.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.3.2014 kl. 23:09
Ef farið er eftir skoðanakönnunum, er þá núna ekki yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sem vill halda viðræðunum áfram?
Sumarliði Einar Daðason, 4.3.2014 kl. 23:29
Sumarliði, getur hluti þjóðarinnar skipað ríkistjorninni að hefja viðræður þvert ofan í stefnu flokkanna? Andstöðu sem þeir voru kjörnir út á? Það væru nú kosningasvik í lagi.
Þú blandar svo ekki akoðanakönnum um beina andstöðu við inngöngu við skoðanakönnun um það hvort klára eigi ferlið og kjósa svo.
Það er þó það góða við þetta upphlaup að nú kemur skýrar í ljós að það er engan pakka að kíkja í. Loksins munu staðreyndir málsins koma í ljós. Við skulum taka púlsinn þá í stað þess að taka alvarlega móðursýkislegt upphlaup um þingsályktun.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 00:07
Það er allavega loksins orðið öllum ljóst að um aðlögun er að ræða. Nokkuð sem menn þrættu sig bláa yfir bara fyrir nokkrum vikum.
Er það að furða þótt þjóðin sé illa upplýst og auðreitt til móðursýkislegra upphlaupa í öllum þessum pólitíska sýndarveruleika Samfylkingarinnar og spunamiðla hennar?
Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 00:58
Þú gleymir að nefna (af óútskýrðum ástæðum) að samhliða öllu því sem þú nefnir vill lýðurinn að kosningaloforð séu efnd!
Jón Kristján Þorvarðarson, 5.3.2014 kl. 01:31
Lofuð stjornarflokkarnir því að halda áfram með umsoknarferlið Jon Kristján? Því var lofað að ekki yrði haldið áfram nema að undangengnum þjóðaratkvæðum. Ennþá hefur það ekki verið svikið af því að engin ákvörðun hefur verið tekin um þetta áframhald. Reyndu nú að skilja þetta og hættu að henda þessu sama kommenti inn á öll blogg sem þú hrasar inná. Ég ræð þér heilt. Kynntu þér málin áður en þú ræðst á lyklaborðið.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 06:23
Helstu málpípur Sjálfstæðisflokksins töluðu afar skýrt fyrir síðustu kosningar (líka eftir kosningar) og svo þarftu ekki annað en að lesa stefnuskrá flokksins, minn ágæti Jón Steinar. Ég legg það ekki í vana minn að gefa gömlum skörfum sem tæpast geta lesið sér til gagns heilræði...
Jón Kristján Þorvarðarson, 5.3.2014 kl. 09:25
Hvað sögðu þeir nákvæmlega Jon? Hvernig hljomar stefnuskrá sjálfstæðisflokksins. Ef þú vilt reka eitthvað ofan í mig þá komdu með það og slepptu fúkyrðunum.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 09:55
Það væri eins og að spila rispaða plötu að rifja upp hvað frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins sögðu í aðdraganda kosninga (og skömmu eftir kosningar).
Það ætti ekki að taka þig mörg æðarslög að skilja einfalda setningu í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins: "Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu"
Og í rauninni gerðu frambjóðendur flokksins lítið annað en að draga þennan boðskap enn skýrar fram í dagsbirtuna.
Hvað fúkyrði varðar ættir þú kannski að líta í eigin barm.
Jón Kristján Þorvarðarson, 5.3.2014 kl. 10:52
Annað hvort erum við í liðinu eða stöndum utan við það, Jón Ragnar.
Hversu oft er búið að spila upptökurnar með svörum og fyrirheitum frambjóðendanna sem nú eru orðnir ráðherrar?
En mér finnst fallegt af þér að efast um að fjármálaráðherrann hafi á fundi gefið það loforð sem hann svo segist "ekki geta fullkomlega staðið við.
Og finnst þér ekki ljótt af R. Marshall að kalla menn hryggleysingja og lindýr þó þeir geti ekki staðið við þau loforð sem þeir gáfu fyrir kosningar?
Menn verða að skilja það að til að ná atkvæðum og komast í ríkisstjórn verða frambjóðendur "að leggja svolítið á sig sko"!
Árni Gunnarsson, 5.3.2014 kl. 13:06
Jón, lestu þetta vandlega. "Þjoðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður á kjörtímabilinu"
Það stendur ekkert um áframhald þessa ferlis sem nú er í gangi. Það eru 8 manuðir liðnir af þessu kjörtímabili.
Það var tekin ákvörðun um aðildarviðræður í tíð síðustu stjórnar. Það er varla átt við að endurtaka það sem þegar er staðreynd.
Það er ljóst að menn hefðu getað orðað þetta afdráttalausar og gert rað fyrir spunatilhneigingum Evrópusinna.
Ef umsóknin er dregin til baka nú er hægt með afgerandi hætti að leyfa þjóðinni að kjósa um það sem henni var meinað um í aðdraganda umsóknarinnar. Þá er sá lýðræðishalli leiðréttur. Annað stóð aldrei til. Það yrði kosið um það í lok kjörtímabils hvort sækja eigi um.
Bara það að menn vildu það ekki í tíð fyrri stjórnar af augljosum ótta við afstöðu þjóðarinnar, sem skýr var í öllum skoðanakönnunum, er ástæða ófara þeirra stjórnar í málinu. Forsendur ESB fyrir umsokn voru meira að segja brotnar þar.
Eins og þú getur lesið í bæklingnum Understanding enlargement bls. 9.
http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/20110725_understanding_enlargement_en.pdf
Það er önnur og alvarlegri hlið á málinu, sem er hugsanlegt stjórnarskrár og lögbrot í aðdraganda umsóknar. Þá var hún seld þingheimí sem " könnunarviðræður" án nokkurrar aðlögunnar eða afleiðinga fyrir stjórnsýslu og lög. Þessvegna dugði ályktun til en ekki lagasetning eins og þörf var á í því ljósi.
Vonandi verður sú leið athuguð og ábyrgir látnir bera ábyrgð samkvæmt lögum.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 21:18
Það eru tveir möguleikar í stöðunni þegar þessi setning er túlkuð.
A. Að sjálfstæðismenn hafi ætlað að binda endi á umsóknina og láta kjósa um inngöngu í lok kjörtímabils.
B. Að sjálfstæðismenn hafi ætlað að halda áfram með umsóknina og láta kjósa um það í upphafi kjörtímabils.
Fyrri kosturinn felur í sér að sjálfstæðismenn slitu viðræðum formlega eða drægju umsóknina til baka. Þar væru þeir að efna sín kosningaloforð um að hætta þessari för. Nú var fyrri ríkistjorn búin að slíta viðræðum áður en sjalfstæðismenn settust í ríkistjorn og því var það ómak af þeim tekið. Það er því annað í boði en að afturkalla umsóknina. Barrosso krafðist meira að segja að ríkistjornin tæki hraða ákvörðun um það hvort yrði ofaná.
Seinni kosturinn felur í sér fyrirheit um áframhald viðræðna þvert á stefnu og samþykktir flokksins og sannfæringu 90% kjósenda hans og þar með ein blóðugustu kosningasvik sögunnar.
Hér eru evrópusinnar að heimta að Sjálfstæðisflokkurinn fremji kosningasvik eða þá að þeir eru einfaldlega að umsókninni verði ennþá haldið í pækli, sem er því miður ekki í valdi Íslendinga einna að ákvarða. Skilaboðin frá Brussel eru skyr. Ákveðið hvort þið eruð með eða ekki og það fljótt. Þeir afturkölluðu ferlið raunar óformlega með að afturkalla aðlögunarstyrkina (IPA, Instrument for Pre Accession assistance)
Það eru svo fleiri en Sjálfstæðismenn sem sitja í þessari ríkistjórn og það eru framsóknarmenn sem fara með utanríkismál. Í stjórnarsáttmála segir:
"Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu".
Þessi málsgrein er skipt í forgangsatriði:
A. Að gera formlega hlé á viðræðum. Það hefur verið gert og sendinefndir kallaðar heim.
B. Gerð verður útekt gerð á stöðu mála. Skýrsla Hagfræðinefndar.
C. Ekki verður haldið lengra með umsóknina nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þessi síðasti liður getur ekki þýtt að menn ætli að halda áfam. Það er þó undirstrikað að það verði ekki gert nema að þessum skilyrðum gefnum. Ekkert loforð um að það verði gert nota bene. Hér er einungis verið að hnykkja á því sem fyrirfórst þegar sótt var um, þ.e. að leyfa fólki að kjósa.
Ekki er sagt í stjornarsáttmála að þetta eigi að gerast á kjörtimabilinu. Aðeins að ekki verði haldið af stað fyrr en að fólkið fái að hafa síðasta orðið. Þetta er sjálfsagður varnagli og fyrirheit um leiðréttingu á lýðræðishalla ef til kemur.
Það et svo annars hjakátlegt að heyra evrópusinna hrópa um kosningasvik og snúa út úr einni óformlegri setningu forætisráðherra sem hann lét af munni falla eftir kosningar.
I rest my case.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 22:04
Öll er þessi umræða óþörf – um þjóðarkönnun eða ekki þjóðarkönnun. Hvers vegna ? Jú það er vegna þess að framkvæmd umsóknarinnar var brot á stjórnarskrá Lýðveldisins. Umsóknin er ógild og ekki einu sinni þörf að slíta viðræðunum, bara að viðurkenna að allt ruglið í Össuri og Jóhönnu var nákvæmlega það sem blasir við öllum: tómt Sossa-rugl !
http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1361765/
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 6.3.2014 kl. 22:08
Þú sem kallar þíg Jean Remi. Þú áttar þig væntanlega á rökvillunni sem felst í því að segja að þar sem engin lönd hafi kosið um þetta áður, se það sjálfgefið að kjósa ekki hér. Að gera semsagt ekkert sem fordæmi eru fyrir fordæmisins vegna.
Það er eitt sem þú getúr hugleitt í rólegheitunum um samhengi þessarar kröfu hér, en hún varðar einmitt lýðræði. Hvergi hefur mælst jafn mikil andstaða við ráðahaginni og hér og hvergi hefur það hent að ríkistjorn fari klofin í viðræður sem þessar. Aðeins einn flokkur hafði etta á stefnuskra sinni. Að auki var þessi stjórn sú veikasta sem hér hefur setið og hékk hér á einum manni í stjórnarandstöðu.
Í reglum sambandsins er gert fyrir viðtæku samráði og sátt aður en sótt er um. Jafnvel ESB hefði kosið þetta í ljosi stöðunnar þótt þeir almennt séu á móti þjóðaratkvæðum og sættí sig bara við þá niðurstöðu sem þeir vilja sjá, annars er bara kosið aftur og aftur og aftu þar til niðurstaða fæst.
Semsagt ef svarið er nei, þá verða þeir allt í einu ákafir stuðningsmenn þjoðaratkvæða til að fá endurkosið. Nei er ekkert svar í ESB.
Lestu svo betur það sem ég útlista hér og reyndu að skilja það og hættu að snúa útúr.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.3.2014 kl. 07:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.