Seđlabankinn

Már Guđmundsson seđlabankastjóri var í löngu viđtali nú á Sprengisandi. Óhćtt er ađ segja ađ mörgu er enn ósvarađ um hvernig var stađiđ ađ ákvörđun um ađ greiđa málskostnađ hans, enda sagđi Már ađ ţađ vćri ekki hans mál. Vonandi munu koma fram svör sem skýra ţessa atburđarrás, ţví ógaman er fyrir málsađila ađ hafa ţetta í lausu lofti.

Ţađ sem ég hjó ţó eftir í ţessu viđtali er ađ seđlabankastjórinn taldi sig eiga rétt á ákveđnum launakjörum eftir ađ hafa fengiđ tölur frá forsćtisráđuneyti Jóhönnu Sigurđardóttur. Breyting varđ á kjörunum sem ákvörđuđ eru af kjararáđi og fór seđlabankastjóri ţá í mál ađ fá ţau leiđrétt. Hérađsdómur og Hćstiréttur töldu hann ekki eiga rétt á ţessari leiđréttingu.

Seđlabankastjóri er ekki sá eini sem taldi sig hafa ákveđin réttindi sem sum voru bundin í samninga viđ síđustu ríkisstjórn. Má hér nefna samkomulag um ađ orkuskattur vćri tímabundinn (hann er enn). Ţá var margt sem ekki stóđst í samningi ađila vinnumarkađarins og ríkisstjórnarinnar "Stöđugleikasáttmálinn"; http://www.forsaetisraduneyti.is/media/frettir/Stodugleikasattmalinn.pdf en í honum er sérstaklega talađ um ađ ná vaxtastigi niđur og stóriđjuframkvćmdum verđi greidd leiđ og ađ "engar hindranir verđi af hálfu stjórnvalda í vegi slíkra framkvćmda eftir 1. nóvember 2009". Svo var ţađ "Skjaldborgin um heimilin. - Fleira má telja.

Annađ atriđi sem mér fannst athyglisvert var ađ seđlabankastjórinn sagđi ađ ekki vćri hćgt ađ bera saman íslenskt hagkerfi viđ evrusvćđiđ, enda glímdi ţađ viđ allt annan vanda. Margir telja ađ upptaka evru (sem er ađeins möguleg međ inngöngu í ESB) leysi okkar vanda, en hér kom skýrt fram ađ vandinn á evrusvćđinu er samdráttarvandi međ verđhjöđnun, en vandinn á Íslandi hefur veriđ verđbólguvandi og hér er hagvöxtur talsverđur. Vaxtastefna evrulanda hlýtur ţví ađ vera allt önnur en vaxtastefna á Íslandi miđađ viđ ţessi orđ seđlabankastjóra. Ţetta hljóta ađ vera fréttir fyrir suma. 

Loks er rétt ađ rifja upp atriđi varđandi sjálfstćđi Seđlabankans. Már taldi ţađ skyldu sína ađ verja launakjör sín til ađ verja sjálfstćđi Seđlabanka Íslands. Vísađi hann til erlendra dćma um ađ stjórmálamenn hefđu lćkkađ kjör seđlabankastjóra sem voru međ vaxtastig sem ekki var ţeim ţóknanlegt. Í ţessu ljósi er ekki úr vegi ađ rifja upp ađförina ađ Seđlabankanum ţegar ţremur seđlabankastjórum var kastađ út úr bankanum međ umdeildum lögum:

http://www.althingi.is/altext/stjt/2009.005.html

Fá dćmi eru um slíka atlögu ađ sjálfstćđi seđlabanka á síđari tímum.  « Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Allt á ţetta sér rót í lýđskrumi Jóhönnu Sigurđardóttur, sem í tómri marklausri syndarmennsku ákvađ ađ enginn embćttismađur fengi hćrri laun en hún.

Fyrir ríkissjóđ munađi ţetta ekki rassgat í bala, en lýđurinn ţagđi um skjaldborgina um stund.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.3.2014 kl. 13:39

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ţessi reikningur hlýtar ađ verđa til sýnis.Ef hann er stílađur á Már og  hann sem bankastjóri hefur látiđ bankann greiđa hann,  hlýtur ţađ ađ fara til lögreglu.Ef hann sem bankastjóri hefur látiđ stila reikninginn á bankann hlýtur ţađ ađ fara sömu leiđ.Eiga ekki sömu reglur og lög ađ gilda um alla ţegna ţjóđfélagsins.

Sigurgeir Jónsson, 9.3.2014 kl. 21:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband