Seðlabankinn

Már Guðmundsson seðlabankastjóri var í löngu viðtali nú á Sprengisandi. Óhætt er að segja að mörgu er enn ósvarað um hvernig var staðið að ákvörðun um að greiða málskostnað hans, enda sagði Már að það væri ekki hans mál. Vonandi munu koma fram svör sem skýra þessa atburðarrás, því ógaman er fyrir málsaðila að hafa þetta í lausu lofti.

Það sem ég hjó þó eftir í þessu viðtali er að seðlabankastjórinn taldi sig eiga rétt á ákveðnum launakjörum eftir að hafa fengið tölur frá forsætisráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur. Breyting varð á kjörunum sem ákvörðuð eru af kjararáði og fór seðlabankastjóri þá í mál að fá þau leiðrétt. Héraðsdómur og Hæstiréttur töldu hann ekki eiga rétt á þessari leiðréttingu.

Seðlabankastjóri er ekki sá eini sem taldi sig hafa ákveðin réttindi sem sum voru bundin í samninga við síðustu ríkisstjórn. Má hér nefna samkomulag um að orkuskattur væri tímabundinn (hann er enn). Þá var margt sem ekki stóðst í samningi aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar "Stöðugleikasáttmálinn"; http://www.forsaetisraduneyti.is/media/frettir/Stodugleikasattmalinn.pdf en í honum er sérstaklega talað um að ná vaxtastigi niður og stóriðjuframkvæmdum verði greidd leið og að "engar hindranir verði af hálfu stjórnvalda í vegi slíkra framkvæmda eftir 1. nóvember 2009". Svo var það "Skjaldborgin um heimilin. - Fleira má telja.

Annað atriði sem mér fannst athyglisvert var að seðlabankastjórinn sagði að ekki væri hægt að bera saman íslenskt hagkerfi við evrusvæðið, enda glímdi það við allt annan vanda. Margir telja að upptaka evru (sem er aðeins möguleg með inngöngu í ESB) leysi okkar vanda, en hér kom skýrt fram að vandinn á evrusvæðinu er samdráttarvandi með verðhjöðnun, en vandinn á Íslandi hefur verið verðbólguvandi og hér er hagvöxtur talsverður. Vaxtastefna evrulanda hlýtur því að vera allt önnur en vaxtastefna á Íslandi miðað við þessi orð seðlabankastjóra. Þetta hljóta að vera fréttir fyrir suma. 

Loks er rétt að rifja upp atriði varðandi sjálfstæði Seðlabankans. Már taldi það skyldu sína að verja launakjör sín til að verja sjálfstæði Seðlabanka Íslands. Vísaði hann til erlendra dæma um að stjórmálamenn hefðu lækkað kjör seðlabankastjóra sem voru með vaxtastig sem ekki var þeim þóknanlegt. Í þessu ljósi er ekki úr vegi að rifja upp aðförina að Seðlabankanum þegar þremur seðlabankastjórum var kastað út úr bankanum með umdeildum lögum:

http://www.althingi.is/altext/stjt/2009.005.html

Fá dæmi eru um slíka atlögu að sjálfstæði seðlabanka á síðari tímum.  



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Allt á þetta sér rót í lýðskrumi Jóhönnu Sigurðardóttur, sem í tómri marklausri syndarmennsku ákvað að enginn embættismaður fengi hærri laun en hún.

Fyrir ríkissjóð munaði þetta ekki rassgat í bala, en lýðurinn þagði um skjaldborgina um stund.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.3.2014 kl. 13:39

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þessi reikningur hlýtar að verða til sýnis.Ef hann er stílaður á Már og  hann sem bankastjóri hefur látið bankann greiða hann,  hlýtur það að fara til lögreglu.Ef hann sem bankastjóri hefur látið stila reikninginn á bankann hlýtur það að fara sömu leið.Eiga ekki sömu reglur og lög að gilda um alla þegna þjóðfélagsins.

Sigurgeir Jónsson, 9.3.2014 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband