www.xi.is og kindabolurinn

Það verður spennandi að heyra áherslur nýja framboðs Ómars, Margrétar og Jakobs Frímanns. Hugmyndir Ómars um eldfjallagarða eru áhugaverðar þó þær þurfi frekari útskýringa við, en Ómar er kraftmikill og hugmyndaríkur. Vatnajökulsþjóðgarður er stórt skref sem nú hefur verið stigið af núverandi ríkisstjórn. Sjálfsagt er að skoða næsta spor.

Ástæða er til að óska þeim öllum til hamingju með daginn, enda er áhugi á framboðinu. - Það sannar umræðan.

Ég var að leita að upplýsingum um framboðið, þar sem ég var ekki staddur í Þjóðmenningarhúsinu í dag og prófaði því www.islandshreyfingin.is og www.islandsflokkurinn.is, á báðum stöðum var mér úthýst:

Forbidden

You don't have permission to access

En þá mundi ég að öll framboðin hafa þann háttin á að nota bókstaf sinn og x fyrir framan

www.xd.is  fyrir Sjálfstæðisflokk
www.xb.is  fyrir Framsóknarflokk
www.xs.is  fyrir Samfylkingu
www.xf.is  fyrir Frjálslynda flokkinn

Svo ég prófaði www.xi.is  ..... en þá var mér bara boðinn kindabolur frá Ósóma til sölu

Osoma-XY-bolur_small_28

Við verðum bara að bíða um sinn...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Valdemarsson

Ómar hefði átt að fara einn í framboð

og bjóða upp á Cogn krít framtíðarsýn.

XO!!!

Kjartan Valdemarsson, 22.3.2007 kl. 23:21

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það verður fróðlegt að sjá þegar vinstri hægri sjónarmiðin fara að bítast á.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.3.2007 kl. 00:07

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þannig að þeir virðast þurfa að notast við einhvern annan bóksta en i, gætu notað Í væntanlega. En það er annað sem mig langar mikið að sjá og það er hvað þeir stefna á að gera fyrir landbúnaðinn og eins sjávarútveginn/kvótamálin. Annars angrar það mig ekkert verulega.

Sigfús Sigurþórsson., 23.3.2007 kl. 08:29

4 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Heimasíðan fer upp á næstu dögum en ef þið viljið kynna ykkur betur eldfjallagarðinn á Reykjanesi á er þetta byrjunin.

Eldfjallagarður - ný sýn og ný tækifæri á Reykjanesskaga
Laugardaginn 24. mars n.k. kl. 14.00 - 16.30 verður opin ráðstefna í Hraunseli, Flatahrauni 3 í Hafnarfirði um þá framtíðarsýn, að Reykjanesskagi verði eldfjallagarður og fólkvangur.
 

Lárus Vilhjálmsson, 23.3.2007 kl. 10:53

5 Smámynd: Tryggvi H.

just wait, its going to happen in the next three hundred years, I can feel it!- þarf lítið annað en stórmenni íslenskra auglýsingastofa til að finna flötinn á þessari markaðsetningu.- nema hægt sé að nota "sápu-trixið"

Tryggvi H., 23.3.2007 kl. 13:53

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Eyþór. Þú gleimdr aðal síðunni í þessar upptalningu þinni. xv.is fyrir Vinstri græn. Vona að það hafi ekki verið viljandi Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 25.3.2007 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband