Reykvíkingar of frekir?

Borgarstjórinn í Reykjavík er með skýringar á óánægju íbúana, en samkvæmt samræmdri þjónustukönnun Gallup eru íbúar Reykjavíkur óánægðastir allra með þjónustu við aldraða, fatlaða, barnafjölskyldur, grunnskóla og leikskóla. Dagur fullyrðir að Reykvíkingar séu "kröfuharðari en aðrir":

http://www.ruv.is/frett/reykvikingar-krofuhardir-segir-dagur

Íbúar nágrannasveitarfélaga eins og Garðabæjar og Seltjarnaness eru þá sennilega með minni kröfur. 

Nú er það svo að þessi málaflokkar eru frekar stórir hjá borginni.
Þeir taka til sín mikils meirihluta útgjalda borgarinnar.
Þeir ná til flestra íbúa borgarinnar. 

En svo er það rökfærslan: 

Óánægja getur varla talist vera sama og kröfuharka.
Ef svo væri þá væru þau svæði í heiminum þar sem óánægja væri mest þau allra kröfuhörðustu svæði í heimi. 

Varla er það svo?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta er allt svo afstætt er það ekki?

Í Danmörku þykir maður nánast vera furðulegur af maður kallar sig ekki hamingjusaman, óháð líðan.

Í Japan þykir það vera mont og yfirlæti að kalla sig hamingjusaman, óháð líðan.

Kannski vill borgarstjóri meina að Reykvíkingar og íbúar annarra sveitarfélaga séu svolítið í svona mismunandi hugmyndaheimum, eins og Danir og Japanir. Ég er viss um að háskólasamfélagið stekkur á þessa miklu uppgötvun og fer að framleiða rannsóknir og skýrslur í stórum stíl. 

Geir Ágústsson, 3.2.2015 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband