Hvernig á að meðhöndla "kapítalistasvín"?

Glöggur lesandi bloggsíðunnar benti mér á rétta orðnotkun á VG, en það er vinstri græn. Ég hafði talað um vinstri græna og var þá að ræða um frambjóðendur VG, en rétt skal vera rétt. Til að kynna mér málnotkun og orðmyndir VG skoðaði ég heimasíðu þeirra en þar er vakin athygli á UVG (ung vinstri græn) sem halda úti vefsíðu sem hægt er að skoða hér.

Á síðunni er margt að finna meðal annars er hægt að taka þátt í eftirfarandi viðhorfskönnun þar sem er að finna orðið "kapítalistasvín":

Kapítalistasvín er best...

grillað á teini. (58%) geymt í stíu. (37%) soðið í potti. (5%)
Það er jóst að flestir lesendur síðu UVG vilja fremur geyma "kapítalistasvín" í stíu (37%) fremur en að sjóða það í potti (5%). Best þykir þeim að grilla það á teini (58%)
 
- sjá matreiðsluaðferð á skýringarmynd sem fengin er af síðu UVG:
kapítalistasvín
EN:

Hvað er kapítalistasvín?
Er nokkuð verið að tala um fólk?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Er ekki rétt að segja "Vinstri grænar"; stjórnin nær eingöngu skipuð konum (og einum, sem segist vera öfgafemínisti), listabókstafurinn er sá sami og hjá Kvennalistanum, og nær eingöngu konur koma fram fyrir hönd flokksins?

Snorri Bergz, 3.4.2007 kl. 15:43

2 Smámynd: Gunnlaugur Þór Briem

Velmegunarmörinn þykir svo mjúkur undir tönn.

Þetta er ekkert nýtt --- trúvillingar hafa alltaf verið vinsælir á grillið. :-)

Gunnlaugur Þór Briem, 3.4.2007 kl. 15:47

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Hvað varð um húmorinn Eyþór? Eru menn alveg að missa sig í húmorleysi samanber nöldrið yfir spaustofutextanum um daginn? Er ekki bara verið að tala um svín eins og myndin bendir til, svona grís.)

Ég er í stjórn VG og er ekki kona en örugglega femínisti og það getur vel verið að Snorri Bergz kalli mig "öfgafemínista". Kynjahlutföllin í stjórninni sem er skipur 11 fulltrúum eru nokkuð jöfn. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 3.4.2007 kl. 15:59

4 identicon

Ég er alveg sammála þér Eyþór.. þetta er komið út fyrir alla mannlega kurteisi og virðingu..

Þess ber að nefna að Sjálfstæðismenn eru lítið skárri.. hvernig þeir tala til andstæðinga sinna og þá sérstaklega Samfylkingar er hreint út sagt aumkunarvert og gerir Sjálfstæðisflokkinn afskaplega óaðlaðandi..

Nú er það líka í tísku hjá Framsóknarþingmönnum að kalla Vinstri Græna.. græningja.. ha ha.. eða þannig.. þingmenn ættu allavega að brúka kurteisi eins og þeir geta ef þeir vilja

Það væri gaman að sjá hvern einasta flokk fara að einbeita sér að sínum málefnum og koma þeim á framfæri í staðinn fyrir að vera með þetta óþolandi skítkast..

Björg F (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 17:06

5 Smámynd: halkatla

humm, ég var einmitt að skrifa undir sáttmála framtíðarlandsins rétt áðan og þá þurfti ég að skrifa orðið "kapítalistasvín" í skýringardálkinn, en svo breytti ég því í "kapítalistaógeð" af því að mér finnst svín ekki eiga þessa tengingu skilið. Hvað eru UVG að pæla? Vanalega eru þau yndisleg en að niðurlægja svín svona er ekki fallegt. Eg geri það stundum óvart en þarna liggur mikil vinna á bakvið, t.d að skrifa upp þetta með grillið og svona. Aumingja litlu svínin. Þau hafa aldrei gert okkur neitt og svo eru þau dregin inní pólitík á þennan siðlausa hátt... 

halkatla, 3.4.2007 kl. 18:01

6 Smámynd: Auðun Gíslason

Ef grant er skoðað sést, að hér er um Ung vinstri græn, þ.e. málgagn þeirra. Húmorinn er svolítið ungæðislegur. Vonandi ertu ekki orðinn of gamall, Eyþór, til að muna árin þín fyrir tvítugt. En kannski hentar það bara ekki í þessu tilviki frekar en nákvæmni. Ung vinstri græn---Vinstri græn, ja, hvort er það?

Auðun Gíslason, 3.4.2007 kl. 18:04

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hlynur Hallsson er vel að sér í dýrafræðum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.4.2007 kl. 19:20

8 Smámynd: Björn Heiðdal

Hlynur Hallsson og Ingvi Hrafn eiga greinilega margt sameiginlegt.  Báðir yfirlýstir femínistar.

Björn Heiðdal, 3.4.2007 kl. 20:13

9 identicon

Það er ekki skrýtið að vinstri grænir velja kapítalistasvín.

Kommúnistasvínin eru nefnilega ekki bara ormétin heldur fást ekki nema einu sinni á ári og þá bara ef menn hafa skömmtunarmiða frá miðstjórn landbúnaðarvaraafhendingarmiðlunarstofnuninni.

Hinsvegar fást bragðgóðu kapítalismasvínin í öllum helstu matvöruverslunum allan sólarhringin og allt árið um kring. 

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 22:46

10 identicon

Ég kalla kommana einfaldlega "Vinstri vitlausa" og útskýri hér  , hversvegna

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 23:54

11 Smámynd: Karl Tómasson

Fer þetta ekki að verða spurning um að stja Eyþór í sellófan???

Með bestu kveðju úr Mosó Kalli Tomm.

Karl Tómasson, 4.4.2007 kl. 01:50

12 Smámynd: Karl Tómasson

Ég ætlaði að segja setja ekki stja

Kalli Tomm

Karl Tómasson, 4.4.2007 kl. 01:52

13 Smámynd: Finnbogi Eyvindur Þorsteinsson

Ég skil vel afhverju þið séuð kallaðir ''kapitílastasvín''.

Þegar ég var táningur voru löggurnar kallaðar svín,aðalega til að fá réttlætistilfinningu um að við værum þeim æðri áeinhverju leveli,til að yfirvaldið myndi með einhverju móti kikna í hnjánum og sjá af sér vitleysuna og leyfa okkur að breyta heiminum eftir eigin sannfæringu. Ég efast ekki augnablik um að löggurnar hafi litið á okkur sem undirmálsfólk og aumingja,því það var þannig sem við létum.

Í bók sinni,People of the lie,talar geðlæknirinn M.Scott Peck um að hið illa felur alltaf mótívin sín með lygum.

Það að ungt fólk í VG sé að nota Animal Farm-líkinguna um svínin sem lofa öllu fögru fyrir málstaðinn sem verður,þegar allt er komið í ljós,einungis þeim sjálfum til framdráttar,finnst mér skýr skilaboð um það hvaða breytingar þau vilja sjá.Að afskrifa ungt fólk útfrá því að það ''sé ungt og leikur sér'',eða ''þegar ég var ungur og ekki búinn að fullmóta stjórnmálaskoðanir mínar,vissi ekkert um peninga og var með rómantískar hugmyndir um að sigra heiminn'' er nokkuð sem ekkert af okkur fullorðnu ætluðum okkur þegar við vorum yngri.

Þú spyrð hvort það sé verið að tala um fólk? Ég held það sé barnalegt að taka svona persónulega því í raun eru þau aðeins að reyna að gera sig skiljanleg.

Ég er alveg hlutlaus þegar kemur að stjórnmálum,nema þegar ég hef skoðanir. 

Finnbogi Eyvindur Þorsteinsson, 4.4.2007 kl. 04:16

14 Smámynd: Ár & síð

Er það sem mér sýnist að það sé verið að grilla þennan (bónus)grís í tígullaga dal?
 

Ár & síð, 4.4.2007 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband