3.4.2007 | 15:29
Hvernig á að meðhöndla "kapítalistasvín"?
Glöggur lesandi bloggsíðunnar benti mér á rétta orðnotkun á VG, en það er vinstri græn. Ég hafði talað um vinstri græna og var þá að ræða um frambjóðendur VG, en rétt skal vera rétt. Til að kynna mér málnotkun og orðmyndir VG skoðaði ég heimasíðu þeirra en þar er vakin athygli á UVG (ung vinstri græn) sem halda úti vefsíðu sem hægt er að skoða hér.
Á síðunni er margt að finna meðal annars er hægt að taka þátt í eftirfarandi viðhorfskönnun þar sem er að finna orðið "kapítalistasvín":
Kapítalistasvín er best...
grillað á teini. (58%) geymt í stíu. (37%) soðið í potti. (5%)- sjá matreiðsluaðferð á skýringarmynd sem fengin er af síðu UVG:
Hvað er kapítalistasvín?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 17:18 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 860781
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- sisi
- nr123minskodun
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Af mbl.is
Erlent
- Breytingar bera árangur: París verður hjólaborg
- Byggja geymslu fyrir kjarnorkueldsneyti
- Innsetningarathöfnin færð inn í þinghúsið
- Verð að fá tíma til að fara yfir stöðuna
- Sonja í fullu fjöri með gangráðinn
- Hæstiréttur staðfestir TikTok-bann
- Öryggisráð Ísraels samþykkir vopnahlé
- Fasísk öfl bak við innbrot í sendiráð
Athugasemdir
Er ekki rétt að segja "Vinstri grænar"; stjórnin nær eingöngu skipuð konum (og einum, sem segist vera öfgafemínisti), listabókstafurinn er sá sami og hjá Kvennalistanum, og nær eingöngu konur koma fram fyrir hönd flokksins?
Snorri Bergz, 3.4.2007 kl. 15:43
Velmegunarmörinn þykir svo mjúkur undir tönn.
Þetta er ekkert nýtt --- trúvillingar hafa alltaf verið vinsælir á grillið. :-)
Gunnlaugur Þór Briem, 3.4.2007 kl. 15:47
Hvað varð um húmorinn Eyþór? Eru menn alveg að missa sig í húmorleysi samanber nöldrið yfir spaustofutextanum um daginn? Er ekki bara verið að tala um svín eins og myndin bendir til, svona grís.)
Ég er í stjórn VG og er ekki kona en örugglega femínisti og það getur vel verið að Snorri Bergz kalli mig "öfgafemínista". Kynjahlutföllin í stjórninni sem er skipur 11 fulltrúum eru nokkuð jöfn. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 3.4.2007 kl. 15:59
Ég er alveg sammála þér Eyþór.. þetta er komið út fyrir alla mannlega kurteisi og virðingu..
Þess ber að nefna að Sjálfstæðismenn eru lítið skárri.. hvernig þeir tala til andstæðinga sinna og þá sérstaklega Samfylkingar er hreint út sagt aumkunarvert og gerir Sjálfstæðisflokkinn afskaplega óaðlaðandi..
Nú er það líka í tísku hjá Framsóknarþingmönnum að kalla Vinstri Græna.. græningja.. ha ha.. eða þannig.. þingmenn ættu allavega að brúka kurteisi eins og þeir geta ef þeir vilja
Það væri gaman að sjá hvern einasta flokk fara að einbeita sér að sínum málefnum og koma þeim á framfæri í staðinn fyrir að vera með þetta óþolandi skítkast..
Björg F (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 17:06
humm, ég var einmitt að skrifa undir sáttmála framtíðarlandsins rétt áðan og þá þurfti ég að skrifa orðið "kapítalistasvín" í skýringardálkinn, en svo breytti ég því í "kapítalistaógeð" af því að mér finnst svín ekki eiga þessa tengingu skilið. Hvað eru UVG að pæla? Vanalega eru þau yndisleg en að niðurlægja svín svona er ekki fallegt. Eg geri það stundum óvart en þarna liggur mikil vinna á bakvið, t.d að skrifa upp þetta með grillið og svona. Aumingja litlu svínin. Þau hafa aldrei gert okkur neitt og svo eru þau dregin inní pólitík á þennan siðlausa hátt...
halkatla, 3.4.2007 kl. 18:01
Ef grant er skoðað sést, að hér er um Ung vinstri græn, þ.e. málgagn þeirra. Húmorinn er svolítið ungæðislegur. Vonandi ertu ekki orðinn of gamall, Eyþór, til að muna árin þín fyrir tvítugt. En kannski hentar það bara ekki í þessu tilviki frekar en nákvæmni. Ung vinstri græn---Vinstri græn, ja, hvort er það?
Auðun Gíslason, 3.4.2007 kl. 18:04
Hlynur Hallsson er vel að sér í dýrafræðum.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.4.2007 kl. 19:20
Hlynur Hallsson og Ingvi Hrafn eiga greinilega margt sameiginlegt. Báðir yfirlýstir femínistar.
Björn Heiðdal, 3.4.2007 kl. 20:13
Það er ekki skrýtið að vinstri grænir velja kapítalistasvín.
Kommúnistasvínin eru nefnilega ekki bara ormétin heldur fást ekki nema einu sinni á ári og þá bara ef menn hafa skömmtunarmiða frá miðstjórn landbúnaðarvaraafhendingarmiðlunarstofnuninni.
Hinsvegar fást bragðgóðu kapítalismasvínin í öllum helstu matvöruverslunum allan sólarhringin og allt árið um kring.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 22:46
Ég kalla kommana einfaldlega "Vinstri vitlausa" og útskýri hér , hversvegna
Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 23:54
Fer þetta ekki að verða spurning um að stja Eyþór í sellófan???
Með bestu kveðju úr Mosó Kalli Tomm.
Karl Tómasson, 4.4.2007 kl. 01:50
Ég ætlaði að segja setja ekki stja
Kalli Tomm
Karl Tómasson, 4.4.2007 kl. 01:52
Ég skil vel afhverju þið séuð kallaðir ''kapitílastasvín''.
Þegar ég var táningur voru löggurnar kallaðar svín,aðalega til að fá réttlætistilfinningu um að við værum þeim æðri áeinhverju leveli,til að yfirvaldið myndi með einhverju móti kikna í hnjánum og sjá af sér vitleysuna og leyfa okkur að breyta heiminum eftir eigin sannfæringu. Ég efast ekki augnablik um að löggurnar hafi litið á okkur sem undirmálsfólk og aumingja,því það var þannig sem við létum.
Í bók sinni,People of the lie,talar geðlæknirinn M.Scott Peck um að hið illa felur alltaf mótívin sín með lygum.
Það að ungt fólk í VG sé að nota Animal Farm-líkinguna um svínin sem lofa öllu fögru fyrir málstaðinn sem verður,þegar allt er komið í ljós,einungis þeim sjálfum til framdráttar,finnst mér skýr skilaboð um það hvaða breytingar þau vilja sjá.Að afskrifa ungt fólk útfrá því að það ''sé ungt og leikur sér'',eða ''þegar ég var ungur og ekki búinn að fullmóta stjórnmálaskoðanir mínar,vissi ekkert um peninga og var með rómantískar hugmyndir um að sigra heiminn'' er nokkuð sem ekkert af okkur fullorðnu ætluðum okkur þegar við vorum yngri.
Þú spyrð hvort það sé verið að tala um fólk? Ég held það sé barnalegt að taka svona persónulega því í raun eru þau aðeins að reyna að gera sig skiljanleg.
Ég er alveg hlutlaus þegar kemur að stjórnmálum,nema þegar ég hef skoðanir.
Finnbogi Eyvindur Þorsteinsson, 4.4.2007 kl. 04:16
Er það sem mér sýnist að það sé verið að grilla þennan (bónus)grís í tígullaga dal?
Ár & síð, 4.4.2007 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.