Kattarkaffi til stuðnings langveikum börnum

Ég lagði loks í það að smakka hið margrómamaða kattakaffi áðan, en það er gert úr indónesískum kaffibaunum sem farið hafa í gegnum meltingarveg Luwak kattarins. Já einmitt - rétt skilið! Sagan segir að eingöngu 100 kg séu "framleidd" á ári og Te og Kaffi hafi tryggt sér ein 20 kg. Kaffið bragðast vel, með smá súkkulaðikeim, en það sem gerir það enn bragðbetra er sú staðreynd að öll sala vegna Luwak kaffisins rennur óskipt til Umhyggju félags til stuðnings langveikum börnum.

Mæli með því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eyþór ertu ekki að grínast? "í gegnum meltingarvel Luwak kattarins" OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.4.2007 kl. 17:53

2 Smámynd: Snorri Hansson

Ja ég öfunda ekki vísindamennina sem að lokum komust að þessari niðurstöðu

Snorri Hansson, 5.4.2007 kl. 01:24

3 Smámynd: Dagbjört Hákonardóttir

Ég bragðaði einnig á herlegheitunum um daginn og það var ákaflega bragðgott. 

Það gæti jafnvel hugsast að maður splæsti  á sig eins og einum bolla í viðbót!

Dagbjört Hákonardóttir, 5.4.2007 kl. 02:38

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Er ekki skítabragð af þessu? Spyr svona í algeru sakleysi.

Ólafur Þórðarson, 5.4.2007 kl. 03:02

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

tekið til greina.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.4.2007 kl. 04:56

6 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Er  þeim  sem  eru með  kattaofnæmi óhætt að  bragða á þessu.  en án  gríns  þá  er  frábært   að  styrkja  gott málefni

Gylfi Björgvinsson, 5.4.2007 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband