Velheppnuđ stund í Selfosskirkju

Í dag voru lesnir Passíusálmarnir víđa, en ţađ er ađ verđa árviss hefđ í Selfosskirkju hjá séra Gunnari Björnssyni. Lesarar voru 17 talsins úr ýmsum starfsgreinum úr sókninni. Hallgrímur Pétursson er í hópi ţeirra sem mest hafa mótađ íslenskt mál og haft mikil áhrif á ţúsundir Íslendinga frá blautu barnsbeini međ kvćđum sínum.

Ţađ er rétt ađ enda daginn á síđasta og 13. erindi 50. sálmsins:

Ég lifi í Jesú nafni,
í Jesú nafni eg dey.
Ţó heilsa og líf mér hafni,
hrćđist ég dauđann ei.

Dauđi, ég óttast eigi
afl ţitt né valdiđ gilt.
Í Kristí krafti eg segi:
Kom ţú sćll, ţá ţú vilt.


mbl.is Passíusálmar lesnir víđa um land
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessađur og sćll Eyţór. Ég ţakka ţér fyrir ágćt skrif um Hallgrím Pétursson. Ţó vil ég koma ađ leiđréttingu varđandi ţessa síđustu fćrslu ţína. Ţađ erindi sem ţú vísar í hér ađ ofan tilheyrir ekki Passíusálmunum 50 heldur sálminum "Um dauđans óvissa tíma". Misskilningurinn hlýtur ađ liggja í ţví ađ sálmurinn er oftast prentađur beint á eftir sálmunum. Síđasta erindi ţeirra er:

Dýrđ, vald, virđing og vegsemd hćst,
vizka, makt, speki og lofgjörđ stćrst
sé ţér, ó, Jesú, herra hár,
og heiđur klár.
Amen, amen, um eilíf ár.

Stefán Einar Stefánsson (IP-tala skráđ) 7.4.2007 kl. 09:51

2 Smámynd: Eyţór Laxdal Arnalds

Ţakka athugsemdina Stefán rétt skal vera rétt. Gleđilega páska.

Eyţór Laxdal Arnalds, 7.4.2007 kl. 09:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband