Hvað erum við að búa til?

Alþjóðavæðingin teygir sig víða og kemur ekki síst fram hjá bönkunum. Sú var tíðin að menn þekktu hvern annan í fámenninu, en er ekki fullangt gengið að spyrja 18 ára pilt um hryðjuverkastarfssemi hans? Og skyldmenna hans? Á Íslandi eru haldgóðar upplýsingar um alla. Hér eru kennitölur með fæðingardegi. Hér er Reiknistofa Bankanna sem heldur utan um allar færslur. Þetta er meira en gengur og gerist. Þegar ég bjó í Bretlandi þar sem engar kennitölur eru og engin Reiknistofa Bankanna þurfti ég að sanna tilvist mína með því að leggja fram launaseðla og reikninga frá þremur ólíkum aðilum á heimilisfang í Bretlandi. Þannig reyna bankamenn í Bretlandi að staðfesta tilvist þeirra sem sækja um viðskipti. En á Íslandi eru hæg heimatökin og óþarfi að búa til skrifræði að óþörfu.


mbl.is „Ertu hryðjuverkamaður?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Sammála. Einhverjum hefur orðið hér verulega á. Ef ekki, verður að spyrna við fótum.

Ólafur Als, 7.4.2007 kl. 11:04

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Þetta sýnir hvernig við erum að verða, öpum allt upp eftir kananum. Það getur ekki verið erfit fyrir hryðjuverkamenn að berjast við fólk sem hegðar sér eins og apar.

Tómas Þóroddsson, 7.4.2007 kl. 11:08

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Nákvæmlega Kristinn..... Segir þetta ekki allt sem segja þarf typikal EURO standard

Óttarr Makuch, 7.4.2007 kl. 12:09

4 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Göngum í Evrópusambandið og fáum meira svona

Guðmundur H. Bragason, 7.4.2007 kl. 12:19

5 Smámynd: Einar Ben

Meðan ég bjó í Danmörku keypti ég í tvígang tölvu í gegnum netið frá DELL,  báðar eftir 11/9 2001, í báðum tilfellum var spurt hvort ég ætlaði að nota tölvuna í einhverjum tengslum við hryðjuverka starfsemi.  Fyrri skiptið var sennilega í byrjun árs 2002 og seinna skiptið um mitt síðasta ár. Ég er ekki viss um að þetta komi frekar frá sjöllunum en einhverjum öðrum stjórnmálaflokki.

Þetta er engin  ný bóla, og get ég ekki séð að þetta skipti einhverju máli, geri einnig ráð fyrir að þetta komi ekki frá stjórn bankans, heldur eins og sagt er að ofan Typikal Euro. Reikna með að 100% aðspurðra segi NEI.

kv. af skaga.

Einar Ben, 8.4.2007 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband