Vetur og sumar frusu saman - á ári gullsvínsins

Vetur og sumar frusu saman og veit það á gott sumar samkvæmt þjóðtrúnni. Persónulega legst sumarið afar vel í mig, en samkvæmt kínverskri talnaspeki erum við á ári Gullsvínsins. Dulspekingar hafa miklar skoðanir á tölum og í sumum fræðum er 7 happatala í öðrum varasöm. 007 hefur verið lygilega heppinn í gegn um tíðina, en 8 og sérstaklega 888 eru happatölur Kínverja. Dagurinn lofar góðu enda fallegur. Á eftir opna kosningaskrifstofur í Árborg og víðar og viðrar vel til opnunar í Tryggvaskála, en það er klukkan 3 í dag sem formleg opnun er.

Þá er 07.07.07 dagsetning sem margir horfa á, en slíkar dagsetningar eru eðli máls samkvæmt aðeins 12 á öld

01.01.. 2001
02.02. 2002
03.03. 2003
04.04. 2004
05.05. 2005
06.06. 2006
07.07. 2007
08.08. 2008
09.09. 2009
10.10. 2010
11.11. 2011
12.12. 2012


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vonandi skín sólin á okkur öll í víðtækasta skilningi orðisins.  Gleðilegt sumar bloggvinur góður!

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2007 kl. 16:49

2 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Gleðilegt sumar Eyþór

Vilborg G. Hansen, 19.4.2007 kl. 20:10

3 Smámynd: Kjartan Valdemarsson

Dóttir mín, hún Viktoría fæddist 9.9.99, og fyrsti maðurinn sem ég hitti eftir sjúkrahúsvistina var Eyþór Gunnarsson, fæddur 9,9,61. Tilviljun?

Kveðja Kjartan

Kjartan Valdemarsson, 25.4.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband