Allir á mölina?

Jónas Kristjánsson vill senda restina af landsbyggðinni "á mölina", enda "haldist fólk ekki við í plássum án þess að væla um skort á álveri, olíuhreinsunarstöð, háskóla og svo framvegis,"

Sennilega hefði verið "ódýrast og hagkvæmast" - svo notuð séu orð Jónasar - að senda Íslendinga alla úr landi fyrir nokkrum öldum eins og sumir Danir vildu gera.

Hér er svo pistill Jónasar eins og hann var birtur á www.jonas.is í fyrradag: 

Allir á mölina
Íslendingar eiga að búa á höfuðborgarsvæðinu. Það er ódýrast og hagkvæmast. Við þurfum ekki lengur verstöðvar við ströndina. Fiskurinn er verkaður um borð eða settur á fiskmarkaði við Faxaflóa. Það er dauðadómur yfir stofnun að senda hana út á land, samanber Byggðastofnun á Króknum og Landmælingar á Akranesi. Ekkert vit er í að hafa háskóla úti um allar trissur. Þar myndast ekki akademískt andrúmsloft. Enda helzt fólk ekki við í plássum án þess að væla um skort á álveri, olíuhreinsistöð, háskóla og svo framvegis, allt á kostnað ríkisins. Ódýrara er að flytja fólkið suður. Hér er nóg pláss fyrir alla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Æ, hann Jónas. Kristinn Pétursson fjallaði í gær um þessi skrif Jónasar hér í Moggabloggi sínu. Ég skrifaði þar ofurlitla klausu í athugasemdadálkinn, sem mér finnst eftir á svolítið ruddaleg og jafnvel kjánaleg, a.m.k. ekki sérlega málefnaleg. Samt er ég enn sömu skoðunar ..

Hlynur Þór Magnússon, 21.4.2007 kl. 10:00

2 Smámynd: HP Foss

Hann Jónas er nú bara veikur maður, það sýndi sig best þegar hann var við ritsjórn DV, sem endaði með ósköpum.

Ekki þess virði að lesa skrif hans.

HP Foss, 21.4.2007 kl. 12:28

3 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Sem betur fer eru komnir upp margir syterkir pennar sem geta andæft Jóasi sem um munar.

Ef litið er nokkra áratugi aftur í tímann þá rægði hann íslenska bændastétt og landbúnað um áratugum saman.

Ekki tókst honum að rústa landsbyggðinn með skrifum sínum eins og ætlast var til en hann sáði fræum haturs í garð bænda sem ennþá má merkja.Ef hann hefur einhverja sómatilfinningju þá átti hann að leggja penna frá sér. Nú er nóg komið.

Með kveðju,

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 21.4.2007 kl. 14:32

4 identicon

Sennilega hefur hið akademíska andrúmsloft höfuðborgarsvæðisins verið talsvert mengað af svifryki þegar þetta bull bunaði úr penna hans.

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband