Óvissuferðir

Langdregið samningaferli evrulandanna við Grikki virðist engan enda taka þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um að þessu verði að ljúka innan ákveðins frests. Þjóðaratkvæðagreiðslan skilaði engri raunverulegri niðurstöðu þrátt fyrir að yfir 60% segðu nei. Áfram er samið og áfram eru bankar lokaðir. 

Svipaða sögu er að segja af öðru samningaferli þó það snúist um allt annað. Vesturveldin hafa sett viðskiptahindranir á Íran og reynt að fá fram samninga um að Íran fari ekki að framleiða kjarnorkuvopn. Enn er ekki ljóst hvort af samningi verði né hvað hann þýði í raun. Á meðan hafa önnur ríki hugsað sinn gang þeirra á meðal Saudi Arabía sem óttast að Íran muni á endanum fá kjarnorkuvopn; hver sem samningurinn verði eða verði ekki. Líklegt er að þeir séu þegar farnir að viða að sér þekkingu frá Pakistan og það setur svo aftur þrýsting á Írani heima fyrir. 

Bæði þessi samningsferli eiga það sammerkt að enginn botn virðist nást í málin. Það eitt og sér veldur óvissu í báðar áttir. Óvissan ein og sér veldur skaða og mun án efa verða dýrkeypt. Í öðru málinu varðandi framtíð og þróun Evrópu og í hinu málinu liggur hætta á enn skæðari átökum súnnía og síta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband