Milestone, Invik, Penninn, Te og Kaffi í morgunsárið...

...og dagurinn rétt að byrja. Sjötíu milljarða fjárfesting Milestone í Invik eru ein stærstu fyrirtækjakaup Íslendinga. Hlutabréfasala í Glitni fyrir stuttu hefur byggt upp gríðarlegt fjárfestingarafl sem nýtist til útrásar og eflingar íslenskra félaga eins og Sjóvár og Aska, auk Milestone.

Minni fjárfestingar, en ekki síður athyglisverðar voru líka tilkynntar síðdegis í gær, en það eru kaup Pennans og Te og Kaffis í Lettlandi sem Behrens (íslensk) fyrirtækjaráðgjöf sá um. Stórar og smáar fjárfestingar eru að dreifa áhættu og fjölga tekjupóstum atvinnulífsins á Íslandi.
Viðskiptahallinn hefur fleiri ástæður en Kárahnjúka.

Jón Sigurðsson efnahagsráðgjafi Samfylkingarinnar varaði við því að hagnaður erlendra fjárfestinga gæti staðið á sér. Vissulega er gott að menn séu varkárir í væntingum, en hagnaðurinn er reyndar að koma sterkur í hús þessa dagana:

Þrjú stór félög birta afkomutölur sínar í dag: Exista, Kaupþing og Straumur-Burðarás. Talið er að hagnaður þeirra tveggja fyrstnefndu verði á fyrstu 90 dögum ársins kring um 75 milljarðar eftir skatta.
Gott fyrir ríkiskassann að hafa svona fyrirtæki á Íslandi.

Hvaðan kemur þessi gríðarlegi hagnaður?

Jú - að langmestu leyti kemur hann frá erlendum fjárfestingum.

Árangursrík útrás frá Íslandi eða hvað?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Þetta sýnir svart á hvítu að stjórnvöld eiga að leggja kapp á að halda í fjármálageirann á Íslandi en ekki að leggja stein í götu þeirra eins og að hóta þeim öllu illu ef þau taka upp evru í sinni innri starfsemi. Það er líka orðið nauðsynlegt fyrir Ísland að vera samkeppnisfært við önnur lönd í Evrópu varðandi skattaumhverfi fyrirtækja og því er nauðsynlegt að lækka fyrirtækjaskatta á næstu árum. En fyrst þarf að hætta svona rugli eins og að selja orku landsins á tombóluprís til álfyrirtækja.  

Lárus Vilhjálmsson, 26.4.2007 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband