Bjarni Ármannsson að hætta í Glitni eftir helgi?

Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga um að Bjarni Ármannsson forstjóri Glitnis sé að hætta. Bjarni hefur undanfarnar vikur látið að sér kveða með nokkuð nýjum hætti, fyrst á landsfundi Samfylkingarinnar og svo með yfirlýsingum á aðalfundi Samtaka fjármálafyirtækja.

Þá hefur Bjarni nýlega selt talsvert af hlutafé sínu í Glitni

Óli Björn Kárason telur víst að Þorsteinn M. Jónsson verði stjórnarformaður, en hann hefur verið mjög farsæll í viðskiptum. Arna Schram sagði frá þessu fyrst á bloggi sínu fyrr í dag.

Talsverð uppstokkun á fjármálamarkaði er talin vera framundan í kjölfarið og hefur verið rætt um hagræðingu á milli Kaupþings og Glitnis í því sambandi. Titringur er sagður meðal stjórnenda í Glitni.

Sjaldan lýgur almannarómur, en ef rétt er verður spurningin:
Hvað gerir Bjarni Ármannsson eftir kosningar? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi H.

Er að skilja á þér að hann væri kandídat til embætta í stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.  - ath fail-link á landsfund samfylkingar (var fundurinn á þínu stjórnborði?)

Tryggvi H., 27.4.2007 kl. 18:43

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Fyrst eru kosningarnar í stjórn Glitnis eftir helgi. Svo koma kosningar til Alþingis...

Eyþór Laxdal Arnalds, 27.4.2007 kl. 19:29

3 identicon

Á ekki bara ráða manninn í forsætisráðherrastólinn, orð hans virðast lög. Maðurinn nýtur gríðarlegs trausts.

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 23:36

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Verður hann ekki bara sléttgreiddur og glaður/ríkur maður í heitara og ódýrara landi.?

Ásdís Sigurðardóttir, 27.4.2007 kl. 23:53

5 Smámynd: Þórður Runólfsson

Kannski fer hann í eitthvað með Bubba meðan hann hugsar ráð sitt. Hver veit? Ert þú að gefa í skyn að út úr hagræðingu gæti komið eitthvað sem gæti t.d heitið Glitþing .

Þórður Runólfsson, 28.4.2007 kl. 00:22

6 identicon

Ég spái því að honum verði boðið Fjármálaráðuneytið.. það liggur beinast við þ.e.a.s. ef ríkisstjórn "Áfram, ekkert stopp, lokum augum og hoppum fram af" mun loksins hverfa af braut þjóðinni til mikilla heilla..

Björg F (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 01:35

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ef það verður svo að Bjarni Ármannsson kveður Glitni eftir helgi þá held ég að hvað sem hann tekur sér fyrir hendur muni hann leiða mjög gott af sér enda gríðarlega hæfileikaríkur og góður maður þar á ferð.
Ég giska á ráðherra án þingsætis.

Óðinn Þórisson, 28.4.2007 kl. 09:18

8 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Jahá, Bjarni er sko mikill kraftaverkamaður. Hann lét sér ekki muna um að breyta einhverju pappírsdrasli í 400 milljónir, sér til handa, í einum kaffitíma að morgni dags. Svona mikinn jésús verðum við að fá í fjármálaráðuneytið.

Í nafni guðs Mammons, Amen.

Jóhannes Ragnarsson, 28.4.2007 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband